Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 62
Að ráðstefnu lokinni Þœr taka sig vel út Margrét Slefánsdóttir, formaður VeslJjarðardeildar og Anna María Gunnarsdóttir, formaður Suðurlandsdeildar. Eftir að ráðslefnugestir höfðu gœtt sér á hákarli og léttum veitingum ( Laxnesi, var þeim boðið ( útreiðartúr. Prófessor Pat Armstrong hafði aldrei komið á hestbak áður... ...og það hafði Peter Dangárd Jensen frá danska félaginu ekki heldur gert. Hópferðabifreiðar Stjórnarkonur voru að vonum kampakátar eftir velheppnaða ráðstefnu. F.v.: Sigríður Guðmundsdóttir, Hjördis Guðbjörnsdóttir, Jóhanna Bernharðsdóttir og Ásta Möller. Ceituv Jótusscm ebf Sagan á bakvið „Dagný" í setningarrœðu sinni sagði Ásta Möller, formaður Félags (slenskra hjúkrunarfrœðinga, meðal annars eftirfarandi sögu. Síðan lék Sigfús Halldórsson umrœtt lag og Egill Ólafsson söng -allir tóku svo undir að lokum og höfðu menn að orði að sjaldan hefðu þeir liaftð ráðstefnu á jafnfallegan og skemmtilegan hátt. „Sygeplejernes samarbeid i Norden - SSN “ - hafa að jafnaði haldið ráðstefnu á íslandi 5 hvert ár þar sem fjallað hefur verið um margvísleg efni. Fyrir 57 árum, árið 1939, var haldin ráðstefna SSN í Reykjavík. í Tímariti hjúkrunarkvenna, sem gefið var út af Félagi íslenskra hjúkrunarkvenna, er eftirfarandi frásögn af mótinu: „Laugardagsmorgun þ. 22. júlí kl. 7 fyrir hádegi lagðist Stavangerfjord að hryggju í Reykjavik. Á sama tíma hiðu 20 langferðabílar við höfnina tilbúnir til að flytja allar hjúkrunarkonurnar 548 að tölu til Þingvalla, þar sem borðaður var morgun- verður og staðurinn skoðaður. Síðan var haldið til Reykjavíkur. Morguninn eftir mættust allar hjúkrunarkonumar við messu í Dómkirkjunni og messaði biskupinn yfir íslandi. Síðan var gengið f Gamla Bíó, þar sem mótið var sett og var athöfninni útvarpað til Norðurlanda „með góðum árangri“ eins og segir í tímaritinu. Ég rifja þennan atburð upp bæði til að lýsa stórhug forntæðra okkar, en einnig til að segja ykkur sögu sem tengir saman nútíð og fortíð. í hópi þátttakenda var ung sænsk hjúkmnar- kona að nafni Dagný. Dagný var falleg kona og vakti hún hrifningu allra hvar sem hún kom. Dagný notaði tækifærið hér á fslandi til að liitta íslenskan vin sinn og skólafélaga, sem henni þótti afar vænt um. Þessi ungi maður átti góðan vin, sem þrátt fyrir ungan aldur, hafði þegar getið sér gott orð sem lagasmiður. Var hann með eitt slíkt lag í smíðum. Þeim vinunum kom saman um að nefna lagið Dagný eftir þessari sænsku hjúkrunarkonu og varð lagið strax vinsælt. Enn þann dag í dag er þetta fallega lag eitt ástsælasta lag þjóðarinnar. Til marks um vinsældir lagsins sagði höfundur þess mér að hann vissi til þess að um 30 stúlkur vom skírðar þessu nafni eftir að það varð vinsælt. f dag er komponistinn sjálfur kominn, meistari Sigfús Halldórsson og mun hann spila lagið, en Egill Ólafsson söngvari, leikari og lagasmiður syngur. Þegar við Sigfús ræddumst við fyrir helgina bar hann fram þá ósk að sagan myndi endurtaka sig og að eitthvert íslenskt tónskáld myndi hrífast svo af einhverjum hér á þessari ráðstefnu að ódauðlegt lag yrði til. 286 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.