Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 28
Talað er um að ófullkomin samkeppni ríki á vinnumarkaði
þar sem einn eða fáir atvinnurekendur eru á ákveðnu svæði
fyrir tiltekin störf. Við þær aðstæður þurfa þeir ekki að keppa
við aðra atvinnurekendur um starfsfólk og eru þess vegna í
aðstöðu til að greiða starfsfólki lægri laun en ella. Oft eru
vinnuveitendur hjúkrunarfræðinga fáir. Á Norðurlöndum eru
ríki og sveitarfélög oft eini eða langstærsti vinnuveitandi
hjúkrunarfræðinga. Jafnvel þó hjúkrunarfræðingar hafi
möguleika á að vinna á mörgum og ólíkum stofnunum og
rekstrarform þessara stofnana sé mismunandi þá er það
staðreynd að flestar heilbrigðisstofnanir eru fjármagnaðir og
reknar af hinu opinbera. Rekstraraðilar þessara stofnana eru
því í góðri aðstöðu til að hafa gott samráð sín á milli um
launakjör starfsmanna.
Á frjálsum samkeppnismarkaði hefur hver og einn
atvinnurekandi ekki möguleika á að hafa áhrif á laun starfs-
manna heldur verður hann að greiða sínum starfsmönnum laun
sem ráðast af framboði og eftirspum á vinnumarkaði þar sem
fjöldinn allur af atvinnurekendum keppa um vinnu starfsfólks.
Hins vegar þegar um er að ræða vinnumarkað, þar sem einn eða
fáir atvinnurekendur eru einkakaupendur að vinnuafli ákveð-
inna starfshópa, þá hafa atvinnurekendur möguleika á að hafa
áhrif á laun þessara starfsmanna. Þessir atvinnurekendur geta
verið mjög tregir tif að hækka laun þrátt fyrir að eftirspurn eftir
ákveðnum starfshópum sé mun meiri en framboð í töluverðan
tíma og þeir þarfnist þess mjög að fá fleira starfsfólk úr
ákveðnum starfsstéttum til starfa. Vegna stöðu sinnar sem
einkakaupandi að vinnuafli geta þessir atvinnurekendur ekki
boðið nýjum starfsmönnum hærri laun án þess að það hafi áhrif
á laun þeirra starfsmanna sem fyrir eru. Launahækkun til að
laða að nýja starfsmenn getur þannig valdið mikilli hækkun á
heildarlaunakostnaði atvinnurekandans.
Atvinnurekendur í þessari aðstöðu reyna oft aðrar leiðir en
að hækka grunnlaunin til að laða fólk til starfa eða til að fá
starfsfólk til að vinna meira. T.d. með því að bjóða starfs-
mönnum hærri laun í formi aukagreiðslna fyrir ákveðnar vaktir,
bónusa fyrir meiri vinnu og sveigjanfegan vinnutíma. Þannig
reyna þeir að komast hjá því að hækka launataxtana sjálfa. Það
er t.d. þekkt víða erlendis að vinnuveitendur hjúkrunarfræðinga
eru tilbúnir að nýta sér í umtalsverðum mæli þjónustu
hjúkrunarfræðinga sem koma frá afleysingarfyrirtækjum og
greiða þeim mun hærri faun en þeir greiða sínum eigin
hjúkrunarfræðingum, þrátt fyrir það að hjúkrunarfræðingar frá
afleysingafyrirtækjum nýtist kanski ekki eins vel í starfi vegna
ókunnugleika við aðstæður á vinnustað.
í þessu sambandi má sem dæmi nefna, að fyrir u.þ.b.
fjórum árum voru taxtalaun hjúkrunarfræðinga hér á landi mun
lægri en taxtalaun annarra háskólamenntaðra starfsstétta, og
eftirspurn eftir vinnu hjúkruuarfræðinga á stóru sjúkrahúsunum
hér í Reykjavík var mun meiri en framboðið. Þá var tekin sú
ákvörðun á stóru sjúkrahúsi hér í Reykjavík að reyna að freista
þess að fá hjúkrunarfræðinga til að vinna meira með því að
greiða þeim almennu hjúkrunarfræðingum sem vildu ráða sig í
fullt starf deildarstjóralaun, eða um allt að 15% launahækkun.
Ekki var hreyft við launatöxtunum að öðru leyti. Menn mátu
það svo að þetta myndi ekki hækka launakostnað sjúkrahúsins
þar sem þá var algengt að hjúkrunarfræðingar réðu sig í
hlutastarf en ynnu síðan ómælda yfirvinnu til að ná upp
laununum. Næga yfirvinnu var að fá vegna skorts á
hjúkrunarfræðingum til starfa. Þessi aðgerð, ásamt mörgu
öðru, hafði síðan áhrif á það að hjúkrunarfræðingar á Land-
spítalanum, stærsta sjúkrahúsi landsins, sögðu upp stöðum
sínum í byrjun árs 1993 og kröfðust hærri launa. Þeir samn-
ingar sem voru gerðir við hjúkrunarfræðinga á Landspftalanum
í kjölfar þessara uppsagna höfðu síðan mikil áhrif á kjara-
samninga sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerði við
fjármálaráðherra 1994. Þeir fólu í sér umtalsverðar launa-
hækkanir til hjúkrunarfræðinga þannig að eftir þá voru
hjúkrunarfræðingar með sömu taxtalaun að meðaltali og aðrar
háskólamenntaðar starfsstéttir í ríkisþjónustu. Þetta dæmi
hlýtur að vekja upp spurningar um áhrif samtakamáttar og
stöðu stéttarfélaga starfsstétta sem búa við aðstæður ófullkom-
innar samkeppni á vinnumarkaði.
* Menn hafa misjafnar skoðanir á því hversu vel kenningin
um ófullkomna samkeppni á vinnumarkaði skýri það af hverju
hjúkrunarfræðingar hafa lægri laun en aðrar stéttir með
sambærilega menntun og ábyrgð í starfi. Ófullkomin sam-
keppni gelur skýrt ákveðna tregðu vinnuveitenda til að hækka
laun þrátt fyrir að eftirspum sé meiri en framboð í einhvem
tíma eins og ég lýsti hér að framan. Sé hins vegar litið til lengri
tíma þá hljóta atvinnurekendur, sem em einkakaupendur að
vinnuaíli hjúkmnarfræðinga, að þurfa að gera einhverjar
ráðstafanir sem leiða til jafnvægis framboðs og eftirspumar ef
þeim á að takast að veita þá þjónustu sem þeim ber að veita.
Þannig að, ef litið er til langs tíma, ættu laun hjúkmnar-
fræðinga að hækka ef eftirspurn er meiri en framboð.
Hjúkrunarfræðingar víða um heim hafa hins vegar reynt það að
í mjög langan tíma hefur verið mikill skortur á hjúkmnar-
fræðingum til starfa, án þess að laun hafi hækkað til að koma á
jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Af þessu kynnu því
margir að draga þá ályktun að ófullkomin samkeppni á
vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga geti ekki skýrt að fullu lág
laun hjúkmnarfræðinga, þó hún geti skýrt ákveðna tregðu til
launahækkunar þegar til skemmri tíma er litið.
Aðrar hugmyndir
Ýmsar aðrar hugmyndir hafa verið settar fram til skýringar
á lágum launum í hefðbundnum kvennastörfum. Menn liafa
t.d. hugleitt mismunandi vinnuframboð karla og kvenna,
valdahlutföll í þjóðfélaginu og viðteknar skoðanir og hugmyndir
manna um það hvemig beri að launa hefðbundin kvennastörf.
Þó að tíminn hér leyfi ekki að gera þessum hugmyndum full
skil langar mig samt að nefna hér nokkur atriði:
Mat karla og kvenna á hefðbundnum kvennastörfum
Mat karla og kvenna á hefðbundnum kvennastörfum hefur
haft mikil áhrif á það hvernig þessi störf em launuð. Reynsla
og hæfni sem konur öðlast við heimilisstörf nýtist vel í mörgum
störfum á vinnumarkaði eins og t.d. í öllum umönnunarstörfum.
Þessi kunnátta hefur hins vegar oft verið illa metin til launa á
vinnumarkaði. Það, hversu löng hefð er fyrir því að greiða ekki
eða illa fyrir þau störf sem konur sinna inni á heimilum og á
vinnumarkaði, getur hafa mótað viðhorf bæði karla og kvenna
til þess hvernig beri að launa þessi störf. Það kann t.d. að vera
ríkjandi viðhorf karla og kvenna að það sé eðlilegt að greiða
minna fyrir þessi störf en önnur sem karlmenn hafa gjarnan
sinnt og fengið launin greidd fyrir í peningum. Umönnunar- og
uppeldisstörf krefjast hins vegar oft mikillar menntunar,
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996