Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 60
SSN ráðstefna á Islandi Rdðstefna Samtaka hjúkrunar- frœðinga á Norðurlöndum (Sykepleiernes Samarbeid i Norden - SSN) um laun og vinnuaðstœður hjúkrunarfrœðinga,var haldin á Hótel Loftleiðum í Reykjavík 17.-18. september 1996. Ráðstefnan var haldin á vegum Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norður- löndum en Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga sá um skipulag og undirbúning. Þátttakendur á ráðstefnunni voru 85 talsins, hjúkrunarfræðingar og starfs- menn félaga hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum. Um 20 þátttakendur voru frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga en 65 manns komu frá hinum Norður- löndunum. Markmið ráðstefnunnar var að bera saman stöðu kjara- og réttindamála hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum og leggja mal á mismunandi aðferðir í baráttu fyrir bættum kjörum. Dagskrá ráðstefnunnar var skip í þrjá höfuð flokka: 1. Hvað ræður launum hjúkrunarfræðinga. Hér var m.a. fjallað um það hvaða áhrif framboð og eftirspurn hafa á laun Formaður sœnska félagsins, Eva Fernvall Marksledl. hjúkrunarfræðinga og áhrif þess að launaákvarðanir færist frá miðstýrðum kjarasamningum nær vinnustöðum hjúkrunarfræðinga. Menn veltu því m.a. fyrir sér hvort æskilegt væri að gera kjarasamninga þannig úr garði að einstaklingar hafi meira svigrúm til að semja um sín laun beint við sinn yfirmann. Á hinum Norðurlöndunum hafa launaákvarðanir í meira mæli verið að færast frá miðstýrðum kjarasamn- ingum inn á vinnustaði hjúkrunar- fræðinga. Þó er þetta mjög misjafnt eftir löndum, t.d. hafa danskir hjúkrunarfræð- ingar ekki viljað fara þessa leið. Laun sænskra hjúkrunarfræðinga eru hins vegar alfarið útfærð á viðkomandi vinnustað og norskir hjúkrunarfræðingar eru í auknum mæli að færa launaákvarð- anir nær vinnustöðum hjúkrunarfræð- inga. 2. Jafnréttisniál og starfsmat Undir þessum málaflokk voru m.a. haldin erindi um það hvemig hjúkmnarfræðingar geti nýtt sér jafnréttislög í kjarabaráttu og hvort og hvernig hægt sé að nota starfsmat sem tæki í kjarabaráttunni. Meðal þeirra sem héldu erindi um þessi mál var Pat Armstrong, prófessor og forstöðumaður School of Canadian Studies í Ottawa í Kanada en hún var sérstakur gestur ráðstefnunnar. Hennar erindi mun birtast í Tímariti hjúkrunarfrœðinga eftir áramót. 3. Baráttuaðferðir fvrir bættum kiömm Hér veltu menn fyrir sér þeim aðferðum sem hjúkmnarfræðingar á Norðurlöndum hafa notað í kjarabaráttu Kirsten Stallknecht, fyrrverandi formaður danska hjúkrunarfrœðingafélagsins. Kirsten er eini frambjóðandinn tilformanns ICN en hann verður valinn á fulltrúaþingi á nœsta ári. Styrktaraðilum ráðstefnunnar eru færðar þakkir STEFANSBLJÓM SKIPHOLTI 50 B - SÍMAR 561 0771 & 551 0771 SfCjöt hf. Grensásvegi 48 - 108 Reykjavík Símar 553 1600 & 553 1601 - Fax 568 1699 LYFJAVERSLUN ÍSLANDS H F. Borgartún 7 • Sími 562 3900 • Fax 562 3031 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.