Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 42
En það voru reyndar góðar stundir inn á milli. Til dœmis var það hálf einkennilegt að hitta aldraðan ábóta ( munkaklaustri langt inni í eyðimörkinni og uppgötva að við tvö gátum gert okkur skiljanleg á latínu! Ferðin heim lá um Aþenu og Berlín. Flo hafði alltaf haft mikið dálæti á alls konar dýrum og f Aþenu gerðist dálítið skemmtilegt. Ég keypti lítinn ugluunga af nokkrum drengjum, hann hafði oltið úr hreiðrinu og þeir fundið hann. Skömmu síðar komst ég yfir mjög skemmtilega engisprettu. Ég nefndi þau Aþenu og Plató litla. Ég var vön af hafa þau hvort ( sínum kápuvasa en þrátt fyrir það tókst Aþenu að éta Plató á meðan við stönsuðum ( Prag ... Aþena var ( raun og veru svolítið lukkutröll, sem engu vildi lúta nema sínum eigin vilja, ég varð til dœmis að dáleiða hana (svefn! Skapið lyftist. í Berlín skoðuðu þau ýmiss sjúkrahús og stofnanir og loksins var komið að því að Flo færi til Kaiserswerth sem hún hafði bæði heyrt og lesið svo mikið um og þráð að kynnast af eigin raun. Mér fannst ég líkust pílagrími sem kemur ( áfangastað eftir langa og stranga göngu! Hún dvaldist í Kaiserswerth í tvær vikur, náði að skoða margt og setja sig inn í ýmislegt sem þar fór fram. Myrkir og erfiðir dagar voru að baki. Mér fannst kjarkur minn vaxa og að héðan ífrá myndi mér auðnast að ná tökum á l(fi mínu. Ég var þess fullviss að fljótlega kœmi ég aftur til þessa staðar. Því miður varð það ekki eins fljótt og Flo hafði ætlað því þegar hún tók sér orðið sjúkrahús í munn í áheyrn fjölskyldunnar fór allt í uppnám líkt og fimm árum áður. Fanny varð æf, Pop móðursjúk og Wen lét sig hverfa til Lundúna ... Átökin innan fjölskyldunnar stóðu enn í nokkur ár en nú hafði Florence tekið ákvörðun. Ekkert þeirra kvaddi hana þegar hún í annað skipti tók sér ferð á hendur til Þýskalands og fjölskyldan krafðist þess að hún segði ekki nokkrum manni hvert förinni væri heitið. Það lét ég líka ógert. En eftir þetta varð ég aldrei sú sama og ég hafði áður verið. Dvölin í Kaiserswerth í síðara skiptið varð lærdómsrík. Sjálf hjúkrunin var ekki umtalsverð, umönnunin lítilfjörleg og þekking af skornum skammti. En sá andi sem þama sveif yfir vötnum var jákvæður, mikill og góður starfsvilji ríkjandi og fólk lét sér svo annl um hvern einasta sjúkling að Flo fylltist lotningu. Hún skrifaði löng bréf heim, útskýrði það sem hún sá og lærði og reyndi hvað hún gat til þess að fá fjölskyldu sína til að skilja sig ... „Hérna starfa égfrá klukkan flimm að morgni og langt fram á kvöld. Við höfum aðeins t(u mínútur til hverrar máltíðar. Ég er þátttakandi ( öllu! Hér er sérstakt athvarf fyrir munaðarlaus börn. Það er föst regla að halda upp á afmœlisdag þeirra allra hvers fyrir sig, enginn gleymist! Allir búa sig upp á og afmœlisbarnið fœr sjálft að bjóða gestum. Þau hafa öll boðið mér! Líklega vegna þess að þeim finnst ég tala svo skrítna þýsku. Þegar ég segi þeim sögur og œvintýr hlœja þau svo mikið að þau verða að lialda sér hvert ( annað! Ég er alvegfrísk - d sál og líkama! Þetta er sjálft lífið og ég ann því!“ Síðan hætir hún við í dagbókinni: „Það eina sem á skortir er að þið Ijáið máls á því að ég lialdi áfram á þessari braut. Ég l(ð fyrir að gera ykkur á móti skapi. Mamma, eitt bros frá þér, eitt einasta bros og allt myndi verða gott!“ En hún fékk ekki einu sinni svar við þessum orðum sínum frá fjölskyldunni. Eins langt og unnt var frá því brosi sem hún þrábað um. Þegar hún síðar kom heim aftur frá Kaiserswerth var hún ekki lengur unga stúlkan sem fjölskyldan hafði til þessa borið ráðum. Hún skrifaði Clarkey: „Sumir hnútar eru Gordionshnútar og þá verður að höggva. Nú fer ég m(na leið. Ég hef látið fara með mig eins og barn alltof lengi. Stundum er haft á orði að ( klaustrunum sé svo mikil harðstjórn! Hu! Meiri kúgun og ofríki en (virðulegri enskri fjólskyldu fyrirfinnst ekki!“ Fyrsta sem Flo gerði var að fara ein síns liðs til Clarkey í París. Hún heimsótti sjúkrahús, barnaheimili, elliheimili og alls konar stofnanir. Kynnti sér nákvæmlega hvernig þær vom reknar, hvemig fæðið var og yfirleitt allt sem viðkom starfsem- inni. Hún var svo sannarlega orðin reynslunni ríkari. Allt sem hún hafði lesið og skrifað hjá sér f morgunsárið á Embley Park, það sem hún hafði séð og kynnt sér í Kaiserswerth og núna í París - allt þetta gerði það að verkum að nú þegar hún stóð á þrítugu var hún orðin eins konar sérfræðingur í evrópskum sjúkrahúsarekstri. Þvf til viðbótar var hún gædd stálvilja sem fáum var fært að ganga gegn. * Ég hafði ákveðið þegar ég kœmi aftur heim til Englands í þetta skipti œtlaði ég að búa út af fyrir mig. Hafa frjálsar hendur, bjóða vinum m(num til m(n, lifa mínu eigin lífi. Það varð mikið fjaðrafok þegar fjölskyldunni varð ljóst að Flo ætlaði að flytjast að heiman. Þau héldu blátt áfram að ég vœri gengin af vitinu. Mamma œpti upp að það vœri einhver ósiðsemi sem ég hefði bitið ( mig. Pop hagaði sér eins og hennar síðasta stund vœri upp runnin. En ég held að pabbi hafi smátt og smátt áttað sig á að ekki varð afiur snúið og lagði til að égfengi fasta upphœð árlega mér til framfœris, fimm hundruð sterlingspund. Það var auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Flo gerði alvöru úr hugmynd sinni og fluttist að heiman. Meðal þess sem hún tók með sér var Aþena, litla uglan hennar. Ég tœmdi handavinnupokann minn og setti Aþenu í hann. Heimurinn varð héðan (frá að komast af án minna sauma! Nú var ekkert framar sem gæti stöðvað Florence. Hún átti vini sem vom málsmetandi í enskum stjórnmálum og innan enska aðalsins. Ný félagsleg vakning var að myndast í samfélaginu. Charles Dickens samdi skáldsögur sínar, hverja af annarri, er vom á allra vömm og áhugi var á að finna lausn á vandamálunum. Það var einmitt árið 1853 sem Florence fékk sína fyrstu stöðu. Spítali fyrir „aldraðar dömur af efri stétt“ eins og hann var kallaður var að ílytjast í nýtt húsnæði og forstöðumann vantaði. ífyrstu var ég ekki ginnkeypt fyrir því að annast um aldraðar fi'nar dömur, mér fannst ég þegar hafa kynnst of mörgum „... fyrirmannlegumflónum ...“ Stjórnamefnd, sem reyndar var eingöngu skipuð virðulegum eldri konum, átti að segja forstöðumanninum fyrir verkum. Vesalings nefndarkonurnar! TÍMARIT HJÚKRUNAKFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.