Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 58
Ingunn Stefánsdóttir og Drífa Eysteinsdóttir,
hjúkrunarfræðingar
Námsferð
á réttargeðdeild í Svíþjóð
Það er alltaf ánœgjulegt fyrir
hjúkrunarfrœðinga að fá tœkifœri til að
auka þekkingu sína og reynslu og við
gripum þvífagnandi það tœkifœri aðfá
að kynna okkur starfsemi réttargeð-
deildar í Vadstena ( Svíþjóð.
Þegar við réðum okkur til starfa á
Réttargeðdeildina að Sogni, suniarið
1994, kom fram að æskilegt þætti að
hjúkrunarfræðingar stofnunarinnar færu
erlendis og kynntu sér sambærilegar
stofnanir. Það varð svo úr að í maí 1995
fórum við utan til Vadstena. Sú deild
varð fyrir valinu vegna tengsla Sogns við
hana. Má þar nefna að yfirlæknir þeirrar
deildar hefur heimsótt okkur að Sogni og
sýnl deildinni mikinn áhuga. Yfirlæknir
Sogns, Grétar Sigurbergsson, nam þar
réttargeðlæknisfræði og þangað hefur
starfsfólk Sogns verið velkomið hvenær
sem það óskar og í Svfþjóð er litið til
Réttargeðdeildarinnar í Vadstena sem
fyrirmynd slíkra deilda í heilbrigðis og
dómskerfi.
Saga stofnunarinnar
Saga Réttargeðdeildinnar í
Vadstena er að mörgu leiti merkileg en
þarna hafa verið geðdeildir allt frá
ló.öld. Á 14. öld var byggt þar klaustur
kennt við heilaga Birgittu og í skjóli
klaustursins nutu geðsjúkir umönnunar
í aldaraðir og í nafni þess hafa þeir æ
síðan notið þeirrar umönnunnar sem
boðist hefur á hverjum tíma.
Réttargeðdeildin, sem er í raun
fjórar deildir, hefur starfað sfðan 1986
undir stjóm Dr. Martins Elton þar til
hann lést sumarið 1995.
Deildirnar fjórar eru í tveimur
húsum sem tengjast með stómm,
lokuðum garði. Sjúklingar eru fjömtíu.
Ástæður innlagnar eru ekki aðeins
ósakhæfni, eins og hjá okkur, því þarna
em gerðar geðrannsóknir sem lagðar eru
til gmndvallar í dómsúrskurði, auk þess
sem þarna em mjög erfiðir sjúklingar,
sem almennar geðdeildir telja sig ekki
ráða við. Samvinna er töluverð milli
deildanna og þær lúta allar einni
yfirstjórn þ.e. yfirlækni, framkvæmda-
stjóra og hjúkrunarforstjóra. Þær
sameinast auk þess um sérfræði-
þjónustu, félagsráðgjafa og sálfræðinga
auk ritaraþjónustu. Hver deild hefur
sinn hjúkmnardeildarstjóra og aðstoða-
rdeildarstjóra og fast starfsfólk.
Það var ákaflega lærdómsríkt fyrir
okkur að kynnast því starfi sem þarna fer
fram og jafnframt ánægjulegt að sjá að
samanborið við deildina í Vadstena, sem
þykir til fyrirmyndar, emm við á réttri
leið í uppbyggingu og þróunarstarfi því
sem unnið er á Sogni. Við mættum
mikilli velvild starfsfélaga okkar sem
voru að sjálfsögðu forvitnir um deildina
okkar á íslandi en jafnframt mjög fúsir á
tíma og upplýsingar okkur til handa og
því nýttist dvölin okkur vel.
1 Vadstena er mönnun á deildum
mjög svipuð því sem er á Sogni, eða um
3.5 stöðugildi á sjúkling, sem Svíum
þykir að vísu í lægri kantinum en þeir
bera sig gjarnan saman við Norðmenn en
þar em 5 stöðugildi á sjúkling. Vinnu-
dagurinn er með líku sniði og hjá okkur
en þó eru þeir vissulega þróaðri hvað
varðar menntun gæslumanna. Gæslu-
Skútuvogi ! I
1 24 Reykjavík
Sfmar581 4655
568 5588
Eggjabakkadýnur em formaðar á svipaðan hátt og eggjabakkar og -
draga nafn sitt af þeim. Þær era lagðar ofan á venjulega dýnur og era
gæddar þeim eiginleika að verma og mýkja auk þess að hafa einstaka
fjöðrun. Þær henta bakveiku fólki mjög vel enda eru þær notaðar jafht
á heilbrigðisstofnunum sem heimilum um allt land með góðum ár-
angri. Komdu í verslun Lystadúns Snælands að Skútuvogi og fáðu að
kynnast eggjabakkadýnu af eigin raun - eða fáðu lánsdýnu með þér
heim. Við veitum ráðgjöf um allt er lýtur að dýnum.
Sendum í póstkröfu um land allt
jakkddúnur
282
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996