Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 45
Leiðrétting í grein Páls Biering „Árangur af vímuefnameðferð unglinga á Tindum" sem birtist í 3. tbl. Tímarits hjúkrunarfrœðinga 1996 var villa sem liér með leiðréttist: Á bls. 135 segir „...og árið 1991 var hún svo slök að áveðið var að leggja Tinda niður...“. Þarna á að standa 1995 í stað 1991. FRETTIR Frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga: Stefnumótunarvinna Dr. Kristín Bjömsdóttir hefur verið ráðin tímabundið í hlutastarf hjá Félagi íslenskra hjúkmnarfræðinga til að vinna með Sesselju Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðingi hjá félaginu, og öðmm hjúkrunarfræðingum, að stefnumótun félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum. Stefnt er að því að leggja fram grundvallarhugmyndir félagsins og stefnu í hjúkmnar- og heilbrigðismálum á næsta fulltrúaþingi Félags fslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldið verður í maí 1997. f---------------------------------- Fulltrúaþing Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur æðsta ákvörðunarvald í málefnum félagsins og er það skv. lögum félagsins haldið maímánuði annað hvert ár. Stjóm félagsins hefur nú ákveðið að næsta fulltrúaþing verði haldið 15.-16. maí 1997. Stofnun Faadeildar hjúkrunarfræðinqa á krabbameinssviði Stofnfundur Fagdeildar hjúkmnar- fræðinga á sviði krabbameins var haldinn í húsi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þann 12. maí sl. Stofnfélagar em 85. Aðdragandinn að stofnun fagdeildarinnar var sá að í febrúar komu nokkrir hjúkmnarfræð- ingar saman, sem til langs tíma hafa starfað á krabbameinssviði, og hófu undirbúning að stofnun deildarinnar. Fyrir tilstuðlan Ástu Möller hafði undirbúningshópurinn samband við Félaga evrópskra krabbameins- hjúkrunarfræðinga (ENOS) og í fram- haldi af því fóm tveir áheyrnarfulltrúar á aðalfund félagsins. Á stofnfundi fagdeildarinnar var samþykkt aðild að Evrópufélaginu. Markmið fagdeildarinnar er að stuðla að eflingu forvarna og að auka gæði hiúkmnar einstaklinga með krabbamein með því að: • Veita ráðgjöf til stjómar og nefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um hjúkmn einstaklinga með krabbamein og fjölskyldna þeirra. • Hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum livað varðar forgangsröðun verkefna og standa vörð um hagsmuni einstaklinga með krabbamein. • Stuðla að aukinni fræðslu til skjólstæðinga um andleg, líkamleg og félagsleg viðbrögð og viðeigandi úrræði á öllum stigum krabbameins. • Bæta menntun á sviði hjúkrunar einstaklinga með krabbamein og hvetja hjúkrunarfræðinga til að viðhald a og efla hæfni sína og þekkingu á því sviði. • Hvetja til aukins samstarfs við hjúkmnarfræðinga, er starfa við hjúkmn einstaklinga með krabbamein, jafnt innan lands og utan. • Stuðla að aukinni samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir til að tryggja samfellu í þeirri þjónustu sem veitt er til einstaklinga með krabbamein og fjölskyldna þeirra. • Hvetja til þróunar og þátttöku í rannsóknum á sviði hjúkmnar sem snúa að einstaklingum með krabbamein, og hvetja til nýtingar á rannsóknar- niðurstöðum til að efla gæði hjúkrunar. • Mynda og efla tengsl við stofnanir og félög sem veita þjónustu á sviði krabbameins. í stjórn Fagdeildar á krabbameinssviði sitja: Kristín Sophusdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri á Landspítala, formaður Nanna Friðriksdóttir, klínískur sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og lektor við Háskóla íslands, varaformaður| Ema Haraldsdóttir, Hjúkrunarþjónustu Karitas, ritari Birna Fygenring, lekor við Háskóla íslands, meðstjórnandi Bryndís Konráðsdóttir, Heimahlynningu KI„ meðstjórnandi Lilja Stefánsdóttir, deildarstjóri deild A-7 Sjúkrahúsi Reykjavíkur, varaniaðurj Erna Haraldsdóttir, rítari Fagdeildar hjúkrunarfrœðinga á krabbameinssviði. María Lysnes níræð Brautryðjandi, sá er á undan gegnur og ryður i brautina, er ^aldrei spor- göngumaður þeirra er enga skoðun hafa. María Lysnes, heiðursfélagi í Félagi íslenskra lijúkmnarfræðinga. hefur um áratuga skeið verið í framvarða- sveit þeirra er markað hafa spor og rutt braut. öðmm til hagsbóta. María hefur sjálf líkt sinu ævistarfi við starf sáðmannsins, uppskeran stundum rýr en eftir því sem garðurinn var belur plægður og oftar í hann sáð varð hann betri. María fæddist í Tromsö í Noregi þann 12. október 1906. Það em því níutíu ár sem þessi velunnari íslenskrar hjúkrunarstéttar hefur að baki sér. Öll vitum við að aldur er afstætt hugtak og það á svo sannarlega við um Maríu. Allt fram á þennan dag hefur hún verið óþrjótandi við að skrifa og benda á það sem betur mætti fara í sambandi við hjúkrun. María kom til íslands eftir að hún hafði lokið farsælu starfi sem rektor við Statens spesialskole i psykiatri. Verkefni hennar var að byggja upp og leggja línur í námsskrá fyrir geðhjúkmn í Nýja hjúkmnar- skólanum. Síðan hafa María og ísland verið bundin órofa böndum. Hjúkmnarfræðingar á Islandi senda henni árnaðaróskir með áfangann og vona að heilsa og kraftar endist, því ennþá vinnur hún að bókarskrifum. Sigþrúður Ingimundardóttir TtMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. I FRÆÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.