Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 35
Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Gleymt svið í heilsugæslu? Hugleiðingar um heilsugæslu í framhaldsskólum Tilefni eftirfarandi hugleiðinga er að síðastliðinn vetur starfaði undirrituð sem kennari og hjúkrunarfræðingur við Fjölbrautaskólann við Armúla. I þessum skóla hefur hjúkrunarfræðingur haft viðtalstíma fyrir nemendur tvisvar í viku nokkur undanfarin ár. Veturinn '95-96 var undirritaðri falið að annast þessa þjónustu. Það er reynsla mín að nemendur nýttu sér þessa þjónustu og full þörf er fyrir hana. Skráðar komur voru alls þrjátíu og fjórar frá miðjum september til aprílloka. í einu tilfelli kom sami nemandi fjórum sinnum og í þremur tilfellum kom sami nemandi þrisvar sinnum. Einu sinni þurfti að kalla til lækni og flytja nemanda á slysadeild vegna kviðverkja. Kynjaskiptingin var 18 stúlkur og 16 drengir. Ástæður fyrir komu voru aðallega þrennskonar: í fyrsta lagi verkir eða minniháttar óhöpp á skólatíma. í öðru lagi ýmsar fyrirspumir og álit t.d. vegna getnaðarvama. í þriðja lagi kvíði og vanlfðan af ýmsum orsökum s.s. vegna náms, félagslegra erfiðleika, þungunar, fóstureyðingar o.fl. Langflestir komu vegna kvíða. (Sjá töflu.) I 13. grein nýsamþykktra laga um framhaldsskóla (lög nr. 80/1996) segir : „ í öllum framhaldsskólum skal rækja heilsuvemd. Sé heilsugæslustöð starfandi f nágrenni skólans skal fela henni að annast heilsuverndina.” Svipað ákvæði er einnig í eldri lögum (lög nr. 15 1988). Þrátt fyrir ákvæði laganna fer lítið fyrir hefðbundinni heilsuvernd í framhaldsskólum landsins, eða hvað ? Að lokum í framhaldsskólum landsins dvelur meira en helmingur unglinga á aldrinum 16-20 ára, margir fjarri heimahögum. I þessum hópi koma upp ýmis vandamál tengd heilsubresti, slæmri aðlögun og óheilbrigðum lífsmáta. Það er skoðun mín að hjúkrunarfræðingur í framhaldsskóla hafi möguleika á að koma ýmsu til leiðar ekki aðeins varðandi slys og fyrstu hjálp heldur einnig á sviði forvarna með kennslu og ráðgjöf um heilbrigða lífshætti. Æskilegt væri að í framhalds- skólum ynnu lijúkrunarfræðingar, námsráðgjafar, íþrótta- kennarar, nemendur sjálfir og skólayfirvöld saman að forvörn- um. Ég skora á alla hjúkrunarfræðinga sem kenna í fram- haldsskólum að beita sér fyrir því að tekin verði upp heilsu- vernd í einhverju formi í þeim skólum sem þeir starfá við. SPARNAÐUR Kostnaður yfir bleiutímabilið (2-3 ár) með Tuff Tuff bleiubuxum, þeim mest seldu á Norðurlöndum, er: 10 T.T. bleiubuxur kr. 13.750,- 30 Topptaubleiur kr. 4.050,- kr. 17.800,- Samkvæmt reynslu margra endist þessi umgangur að auki fyrir næstu 2-3 börn. Kostnaðurinn yfir bleiutíma- bilið pr. barn yrði þá kr. 4.450,- 5.933,-. Þó þú tvö- faldir magnið sparar þú samt. Börn fá ekki ofnæmi af tau- bleium, og MÓÐUR JÖRÐ LÍÐUR BETUR með þær því þær eyðast. Eínkaumboð. pnrAAr-rriA Pósthússtræti 13 - [ hjarta bæjarins við Skólabrú - - Þú færð þar allt sem þarf - Þjónusta um helgar, hringdu í s. 552 3141- - Póstsendum - Sími 551 2136 - Fax 562 6536 T.T. fást í: Þumalínu, Bláskel, ísafirði, Hans og Grétu, Sauðárkróki, Vöggunni og Stjörnu apóteki Akureyri og apótekinu Húsavík, Egilsstöðum, Blönduósi og Höfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.