Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 29
kunnáttu og sérstakra hæfileika sem full ástæða er til að meta mikils í launum. Þvf skiptir miklu máli í þessu sambandi að faghópur eins og hjúkrunarfræðingar átti sig á og komi öðrum í skilning um mikilvægi þessara starfa og hversu miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem gegna þessum störfum. Það styrkir hjúkrunarfræðinga í að gera launakröfur sér til handa. Hér hafa stéttarfélög hjúkrunarfræðinga miklu hlutverki að gegna. Vinnuframboð kvenna Því hefur verið haldið fram að vinnuframboð kvenna sé á margan hátt ólíkt vinnuframboði karla. Konur taki oft ákvarð- anir um sitt vinnuframboð með það í huga að þær séu ekki aðalfyrirvinna heimilisins heldur séu þeirra tekjur til viðbótar. Margir vilja meina að laun hafi ekki eins mikil áhrif á vinnu- framboð kvenna og karla og konur flytji sig sfður um set vegna atvinnu en karlar. Þó laun séu hærri á ákveðnu svæði og eftirspum eftir vinnu ákveðinna starfsstétta þar sem konur eru í meirihluta sé meiri en framboðið, þá leiði það ekki endilega til þess að konur flytji sig um set og sæki þangað sem hæstu launin em greidd. Heildarhagsmunirfjölskyldunnarráði búsetu og það virðist oft vera algengara að vinna karlmanna ráði búsetu fjölskyldunnar en vinna kvenna t.d. vegna hug- mynda manna um karlmanninn sem fyrirvinnu fjölskyldunnar. Þegar þessar kenningar komu fram var atvinnuþátttaka kvenna lítil og algengast var að konur hættu vinnu utan heimilis þegar þær eignuðust börn. Nú vinna hins vegar flestar konur utan heimilis og menntun þeirra og vinnutími er líkari því sem gerist meðal karla, því geta þessar kenningar varla gefið okkur fullnægjandi skýringar á launamuni kynjanna. Kenningar um skiptan vinnumarkað I kenningum um skiptan vinnumarkað er bent á að ýmsir þættir, sem hafa áhrif á framboð og eftirspurn eftir vinnuafli, geti leitt til þess að konum og körlum sé mismunað í launum. Bent hefur verið á að karlmenn hafi meiri völd en konur, þeir séu í meirihluta í helstu valdastöðum þjóðfélagsins og sjái sér því hag í óbreyttu ástandi. Gildismat atvinnurekenda og kvenna hefur áhrif á eftirspurn eftir vinnuafli, t.d. getur sú staðreynd að karlmenn voru oft fyrirvinnur heimilanna haft þau áhrif að sumum atvinnurekendum og starfsmönnum þyki eðlilegt að greiða karlmönnum almennt hærri laun en konum og afleiðing þessa er síðan skipting vinnumarkaðarins í illa launuð kvennastörf og betur launuð karlastörf. Kjarasamningagerð hjúkrunarfræðinga í Ijósi mismunandi aðstæðna á vinnumarkaði Þegar stéttarfélög hjúkrunarfræðinga taka ákvörðun um hvemig fyrirkomulag kjarasamninga skili félagsmönnum hæstum launum í nútíð og framtíð þá hljóta þau að þurfa að taka mið af aðstæðum á vinnumarkaði hjúkmnarfræðinga á stað og stund. Við sjáum það að á síðastliðnum ámm hafa í nokkr- um löndum átt sér stað breytingar í samningsumhverfi hjúkrunarfræðinga þar sem stéttarfélög hjúkrunarfræðinga og vinnuveitendur hafa í auknum mæli orðið ásátt um að aflétta ákveðinni miðstýringu f kjarasamningum og færa launa- ákvarðanir nær vinnustöðum. Aðstæður á Islandi undanfarin ór Á Islandi hefur átt sér stað nokkuð önnur þróun. Hér semja stéttarfélög opinberra starfsmanna yfirleitt við ríkið um einn kjarasamning sem nær til allra starfsmanna stéttar- félagsins í ríkisþjónustu. Því má segja að kjarasamningar stéttarfélagana hafi yfirleitl verið miðstýrðir, samið hefur verið í einum samningi við eitt samningaborð um kjarasamnings- bundin kjörfyrir alla starfsmenn í viðkomandi stéttarfélagi. En þrátt fyrir það er varla hægt að halda því fram að launa- ákvarðanir séu alltaf miðstýrðar því það er algengt að félags- menn stéttarfélagana fái greidd hærri laun en kjarasamningur- inn kveður á um. Þessi viðbótarlaun eru oft greidd í formi fastrar yfirvinnu eða annars konar álagsgreiðslna. Ekki er Ijóst nákvæmlega hvaða yfirmenn taka ákvörðun um að greiða þessar aukagreiðslur og í dag hafa fáir nokkra yfirsýn yfir það hverjir fá þessar aukagreiðslur og hversu háar þær eru. Rannsóknir hafa þó leitt í Ijós að karlar fá oftar, hærri og meiri aukagreiðslur en konur. T.d. fá almennir hjúkrunarfræðingar hér á höfuðborgarsvæðinu yfirleitt ekkert greitt umfram það sem ákveðið er f kjarasamningi. í þessu liggur launamunur milli íslenskra hjúkrunarfræðinga og annarra háskólamennt- aðra starfsstétta en taxtalaun hjúkrunarfræðinga eru hins vegar ekki lakari en gengur og gerist hjá öðrum háskólamenntuðum starfsstéttum. Ég myndi því segja að hjá mörgum starfsstéttum hjá hinu opinbera séu launaákvarðanir alls ekki miðstýrðar, jafnvel þó taxtalaun allra séu ákveðin í miðstýrðum kjara- samningum. Ný lög um réttindi og skyldur íslenskra ríkisstarfsmanna Síðastliðið sumar gengu ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins f gildi hér á íslandi. í þeim er ákvæði þess efnis að forstöðumönnum stofnana sé heimilt að greiða laun til viðbótar grunnlaunum eftir reglum sem fjármála- ráðherra á að setja. Heimilt verður að greiða viðbótarlaun vegna sérstakrar hæfni er nýtist í starfi og álags og árangurs í starfi. Stefnt er að því að setja þessar reglur í samráði við fulltrúa opinberra starfsmanna. Hins vegar er Ijóst að fjár- TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.