Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 41
Þá kom Selina! Ég hafði hitt Selinu Bracebridge og Charles eiginmann hennar hjá Clarkey ( París. Síðan hafði ég ekki gleymt henni og hún ekki mér. Núna, þegar verst var ástatt fyrir mér, kom hún og varð bjargvœttur minn! Manneskja sem skildi mig! Það var ótrúlegt og dásamlegt! Selina áttaði sig á því, sem Florence gerði ekki sjálf og alls ekki þeir sem næstir henni stóðu, að Florence var búin hæfileikum langt umfram það sem venjulegt var. Allir sem þess voru megnugir urðu að styðja hana, bíða og sjá til... Um þetta leyti voru þau Selina og Charles að ráðgera ferð til Rómar. Þau áttu eignir á Ítalíu, myndu verða um hálft ár í burtu og vildu að Flo færi með þeim. Til allrar hamingju voru Fanny og Wen þvf samþykk. Þau voru meira segja mjög ánægð með hugmyndina. Selina var tuttugu árum eldri en Flo og það eitt var traustvekjandi. Ef til vill gæti hún líka talað um fyrir Flo og fengið hana til að giftast Richard, enn höfðu þau ekki gefið upp alla von um það ... Áður en ég fór átti ég enga ósk heitari en að mega deyja. En um leið og ég var komin að heiman varð ég eins og ný manneskja. Ég var liamingjusöm og ég held að þessi tími í Róm hafi verið sá besti á allri œvi minni. Sumir dagar voru þannig að ég hefði viljað lýsa þeim með gullnum stöfum. Enginn vafi er á þvf að dagurinn þegar hún fór í Sixtínsku kapelluna og virti fyrir sér meistaraverk Michelangelos var einn þeirra sem hún vildi rita um með gullnu letri. Við Selina vorum þar aleinar. Engir ferðamenn og enginn fararstjóri, aðeins við tvœr. Mér fannst loftmyndimar ekki vera málverk, mér þótti sem ég sœi beint upp ( himininn. Myndirnar voru leiðin til himna. Hér hafði andblœr Guðs leikið um ... Florence hafði síðan koparstungu með þessum kunnu loftmálverkum uppi við í herbergi sínu. Þessa mánuði ( Róm var ég svo nœm og opin fyrir öllu að fimmtíu árum síðar gat ég lýst hverju götuhorni sem við fórum um, hugblœnum (frelsisbaráttu Itala og hverri manneskju sem ég átti samskipti við. Ein af þeim sem hún hitti var heillandi lítil telpa, Felicetta Sensi, finun ára gömul. I mannhafinu á Péturstorgi, í miðri helgiathöfn, stóðum við allt (einu augliti til auglitis. Hún brosti til m(n og ég brosti á móti. Við tókumst í hendur og urðum vinir upp frá því. Felicetta var eitt af þúsundum götubama Rómaborgar, foreldralaus og ekki fram á neitt að horfa fyrir hana. Florence hafði upp á konu sem kallaði sig „frænku“ hennar. Hún veitti með glöðu geði samþykki sitt fyrir því að Flo tók á sig ábyrgð á barninu. Felicettu var komið til dvalar í einum af bestu klausturskólum borgarinnar. Florence greiddi fyrir uppihald hennar þar til hún var fullvaxin og gat staðið á eigin fótum. Þær höfðu náið samband í fjölda ára og Felicetta kallaði Florence ævinlega „velgjörðamann“ sinn. Ég myndi fremur segja að hún vœri velgerðarmaður minn! Vegna afskipta minna af henni hilti ég móður Colombu, príorinnuna í klaustrinu. Hún var mjög óvenjuleg manneskja og lýsandi dœmi um livernig hagnýt dagleg störf og mikið andans líf geta farið saman Ég nánast hélt til í klaustrinu vikum saman og hún varð mér ómetanleg uppörvun til að fylgja köllun minni. Þennan vetur í Róm lágu saman leiðir Florence og þess manns sem sfðar átti eftir að hafa mikil áhrif á æviferil hennar, Sir Sidney Herbert, breskur ráðherra. Ævivinur Florence og áhrifavaldur C slarft. (Málverk eflir Sir Francis Grant). en einnig hún á ævistarf hans. Það var Sidney Herbert er skömmu áður hafði skipað sæti vamarmálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, en var nú á ferð í Ítalíu með Liz eiginkonu sinni. Hún varð líka ævivinur Florence. Sidney Herbert var svo fríður maður og glæsilegur að hvarvetna vakti athygli. ... og framúrskarandi hygginn og ráðagóður. Erá fyrstu stundu áttum við með afbrigðum góð samskipti. Þau tvö urðu að ýmsu leyti örlagavaldar í lífi hvors annars. En það heyrir framtíðinni til. * Ferðin til Rómar stóð í hálft ár. Heima beið Florence, sem nú var orðin tuttugu og átta ára gömul, sams konar líf og áður eða það sem Clarkey kaus að nefna „leiðindavæl og þvaður á Embley Park“. Flo varð íljótlega gripin þunglyndi á ný og í þetta sinn mjög alvarlegri andlegri kreppu. Mér var vel Ijósl að Jjölskyldan rœddi um mig og mér fannst það leiðinlegt að mamma og pabbi skyldu sitja uppi með svona vonlausa og dekraða dóttur. Pop fékk taugaáfall af þv( einu að eiga þvílíka systur! Mömmu tókst að ná til sjálfs Hflœknis Viktoríu drottningar og hann sagði blátt áfram að ég mœtti ekki leggja svona miklar byrðar á m(na nánustu, jteirra heilsa væri að veði! Égfékk svo mikla sektartilfinningu að mér fannst ég myndi ekki lifa það af. L(f liástéttarfólksins var ósœmilegt, gegndarlaust óhóf mitt ( botnlausri neyð almennings. * Það varð Selina sem enn kom henni til hjálpar. í þetta sinn voru þau Charles að undirbúa ferð til Egyptalands og fengu Flo til að slást í förina. Þá var hún svo langt niðri að jafnvel dulúð Egyptalands dugði varla til að koma verulegu lífi í hana. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.