Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 11
Siðfræðilegar vangaveltur Sótt var um leyfi fyrir rannsókninni til siðanefnda viðkom- andi stofnunar og Tölvunefndar. Allir þátttakendur tóku þátt í rannsókninni af fúsum og frjálsum vilja og undirrituðu upplýst samþykki þar að lútandi. Þeim var sagt að þeim væri heimilt að draga sig út úr rannsókninni hvenær sem væri ef þeir óskuðu þess. Algers trúnaðar var gætt og rannsóknin olli þátttakendum hvorki kostnaði né óþæg- indum. Viðtöl og úrvinnsla gagna Rannsóknaraðferðin byggðist á viðtölum. Viðtölin byggjast á samræðum og samskiptum milli rannsakanda og þátt- takanda (Kvale, 1996). Eins og áður kom fram aðstoðar rannsakandinn viðmælandann við að móta hugsanir sínar og tilfinningar og að fá fram hvaða merkingu hann leggur í upplifun sína (Swanson-Kauffman og Schonwald, 1988). Rannsakandi stýrir viðtalinu og mótar en gætir jafnframt að því að halda góðu flæði samræðna í því (Kvale, 1996). Eitt viðtal, 40-60 mínútna langt, var tekið við hvern þátttakanda. Við upphaf hvers viðtals voru þátttakendur spurðir sömu spurningarinnar: „Hvernig sérð þú hlutverk þitt sem hjúkrunarfræðingur þegar þú aðstoðar fullorðinn einstakling við upphaf insúlínmeðferðar?" Þeim var gert Ijóst í upphafi viðtals að ekkert eitt svar væri rétt og þeir beðnir að segja frá eigin reynslu. Rannsakandi hafði fáeinar spurningar sem hann beindi til viðmælenda, ef svör við þeim höfðu ekki komið fram af sjálfsdáðum, t.d. hvort eða hvernig þeir hefðu áhrif á viðhorf sykursjúkra til sykur- sýkinnar og hvort eða hvernig þeir veittu sykursjúkum andlegan stuðning. Viðtölin voru tekin upp á segulband og vélrituð orðrétt upp. Rannsakandi skrifaði niður helstu þætti hvers viðtals. Viðtölin fóru fram á vinnustað viðkom- andi hjúkrunarfræðinga og þess gætt að finna rólegan stað þar sem ekki yrði truflun meðan á viðtalinu stóð. Að lokinni gagnagreiningu var greining viðtals borin undir viðkomandi einstakling. Allir þátttakendurnir samþykktu greininguna með smávægilegum orðalagsbreytingum sem ekki höfðu áhrif á flokkun í þemu. Niðurstöður og tenging við fræðilegt efni Þegar sykursjúkir greinast með sjúkdóminn eru þeir oft mjög veikir. Sumir þeirra hafa jafnvel verið með of háan blóðsykur í nokkuð langan tíma og við innlögn á sjúkrahús eru sumir komnir með einkenni súrnunar, jóna- og vökvaójafnvægi. Veikindi einstaklingins og blóðsykurs- lækkandi meðferð krefjast mikils og nákvæms eftirlits af hálfu hjúkrunarfræðinganna. Jónaójafnvægið verður að meðhöndla varlega og hinn gullni meðalvegur blóðsykurs- stjórnunar er vandrataður. Þessi alvarlega sjúkdóms- greining veldur oftast uppnámi hjá einstaklingunum og þeim líður oft illa andlega. Að viðbættum veikindum og andlegri vanlíðan þarf hinn sykursjúki á örfáum dögum ekki einungis að kynnast alveg nýjum lífsháttum heldur verður hann líka að öðlast þekkingu á ýmsum framandi hlutum, s.s. blóðsykurmælingum og sprautugjöfum og ná tökum á þeim. Þetta er sá heimur er oftast mætir hjúkrunarfræðingi þegar einstaklingur greinist með sykursýki og insúlín- meðferð hefst. Hann er grunnurinn að upplifun og skilningi hjúkrunarfræðinganna á starfi sínu. Að kynnast heimi sykursýkinnar Það að greinast með insúlínháða sykursýki veldur því að einstaklingurinn þarf allt í einu að kynnast nýjum heimi daglegs lífs. Þetta er heimur sem þeir þurfa að aðlagst og læra að lifa í. Því vakna fjölmargar spurningar og þörfin fyrir upplýsingar um meðferð og daglegt líf er mikil. Hjúkr- unarfræðingarnir töldu að við þessar aðstæður væri mikil- vægur hluti starfsins að veita fræðslu, svo að hinn sykur- sjúki verði fær um að sinna sér og sjúkdómi sínum heima, við sem eðlilegust skilyrði. Sykursjúkir og aðstandendur þeirra óska eftir miklum upplýsingum, en þurfa oftast nokkra daga til að tileinka sér upplýsingarnar. Þeir þurfa að meðtaka mikið á stuttum tíma og fyrir langflesta er það að leggjast inn á sjúkrahús og fá þessa greiningu mikið áfall og áfallið kemur að einhverju leyti í veg fyrir að fólk geti lært. Upplifun þátttakenda var sú að þeir miðuðu hjúkrun sína við einstaklingsbundnar þarfir sjúklinganna. Það er að segja fræðslan tók mið af ástandi og óskum sjúklingsins. Þá var talað um að sumir sjúklingar væru of veikir til að geta lært þegar þeir legðust inn á spítalann: Fólk sem er mjög hátt, kannski 40-50, 60 í blóð- sykri, þarf að fara í gegnum miklu lengra ferli til þess að ná jafnvægi aftur. Það fólk er ekki móttækilegt fyrir fræðslu. Eins þeir sem eru undir einum eða í kringum einn, þeir eru ekki móttækilegir fyrir fræðslu strax. Hjúkrunarfræðingarnir sögðust ekki fylgja fyrirfram ákveðinni fræðsluáætlun en bæklingar um insúlínháða sykursýki væru notaðir í fræðslunni. Bæklingarnir vektu ýmsar spurningar meðal sykursjúkra sem þeir leituðust við að fá svör við. Fræðsla fer einnig fram samhliða annarri hjúkrun sjúklingsins í óformlegum samtölum og mikil þörf er á endurtekningu. Það var upplifun þátttakenda að göngudeildin gegndi mikilvægu hlutverki í fræðslunni. Mér finnst mjög gott að láta fólk fá bæklingana. Það er miklu auðveldara fyrir fólkið að geta lesið þetta í rólegheitum og spurt svo. Göngudeildin er mikið nýtt, hér er oft svo lítill tími til fræðslu. Við mat á skilningi sykursjúkra á fræðslunni sögðust þátttakendur spyrja sykursjúka um það sem þeim væri 75 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.