Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 40
jitlk^KHÍn^ um stofnun nýrra Evrópusamtaka gjörgæslufélaga (stofnuð í Berlín í október 1999) Fyrir liðlega tveimur árum komu fulltrúar yfir 20 félaga gjör- gæsluhjúkrunarfræðinga í Evrópu saman (með stuðningi Siemens Europe) til skrafs og ráðagerða í Rotterdam. Umræðuefnið var stofnun Evrópusamtaka félaga gjör- gæsluhjúkrunarfræðinga. Á þessum fyrsta samráðsfundi var aðallega fjallað um markmið slíkra evrópskra samtaka en á næstu fundum í Stokkhólmi og Zagreb voru hugmyndirnar frá fyrsta fundinum útfærðar enn frekar og tilgangur samtakanna skilgreindur. Ákvarðanir voru einnig teknar um grundvallaratriði jafnræðis og samstarfs innan samtakanna. Hinn 2. október 1999 voru samtökin síðan formlega stofnuð en þau fengu enska heitið European federation of Critical Care Nursing associations (EfCCNa), Evrópusam- tök félaga/fagdeilda gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. í umfjöll- un þessari verður notast við ensku skammstöfunina EfCCNa. Á stofnfundinum var kosið í framkvæmdastjórn og starfsreglur samþykktar. Stjórn EfCCNa hittist tvisvar á ári en í henni á sæti einn fulltrúi frá hverju aðildar- félagi/fagdeild. Samkvæmt jafnræðisreglu samtakanna er ekki kosinn forseti fyrir þau og stjórnarfundirnir, sem haldnir eru á sex mánaða fresti, færast á milli landa og skal viðkomandi gestgjafafélag jafnframt stýra fundi hverju sinni. Markmið EfCCNa hefur frá upphafi verið að stuðla að jafnræði og samstarfi, en það endurspeglast í slagorðum samtakanna „Samstarf - betri árangur". Félag gjörgæsluhjúkrunarfræðinga í Bretlandi (British Association of Critical Care Nurses, BACCN) er meðal stofnfélaga EfCCNa og hefur átt mikinn þátt í starfinu er leiddi til stofnunarinnar. í framkvæmdastjórn EfCCNa eru fjórir, en þeir eru kosnir til þriggja ára í senn. Skrifstofa samtakanna er nú í Þýskalandi og eru aðildarfélögin/fagdeildirnar 20 frá 18 löndum, en um er að ræða félög og fagdeildir með mismunandi áherslum í gjörgæsluhjúkrun fullorðinna og barna. Fulltrúar fjölda annarra félaga og fagdeilda hafa setið fundi EfCCNa sem áheyrnarfulltrúar og hafa lýst áhuga á aðild að samtökunum í framtíðinni. Talið er að innan vébanda EfCCNa séu nú um 15-20 þúsund gjörgæsluhjúkrunarfræðingar víðs vegar í Evrópu. Markmið EfCCNa eru: 104 • Að vera fulltrúi gjörgæsluhjúkrunarfræðinga í Evrópu. • Að stuðla að samstarfi og samráði milli evrópskra gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. • Að stuðla að framförum í gjörgæsluhjúkrun þvert á landamæri Evrópuríkja. • Að stuðla að viðurkenningu sjúkrastofnana á gjör- gæsluhjúkrun með því að vera rödd gjörgæsluhjúkr- unarfræðinga um gjörvalla Evrópu. • Að viðhalda virku samstarfi milli allra aðila heilbrigðis- þjónustunnar, stofnana, fyrirtækja og líknarfélaga sem hafa faglegan áhuga á umönnun mjög veikra einstaklinga. • Að útbúa staðla um menntun, framkvæmd og stjórnun í gjörgæsluhjúkrun. • Að stuðla að auknu samræmi menntunar gjörgæslu- hjúkrunarfræðinga í Evrópu. • Að halda ráðstefnur og málþing og stuðla að símennt- un gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Auk þess að leggja áherslu á fjárhagslega stöðu samtakanna hefur stjórn EfCCNa raðað ýmsum þróunar- verkefnum í forgangsröð og hefur þess vegna sett á laggirnar starfshópa er vinna skulu að eftirfarandi atriðum: • Að safna saman upplýsingum um félög/fagdeildir gjör- gæsluhjúkrunarfræðinga í Evrópu. • Að kanna menntun og starfsundirbúning gjörgæslu- hjúkrunarfræðinga í Evrópu. • Að stofna heimasíðu EfCCNa. • Að hefja útgáfu fréttabréfs EfCCNa. • Að þróa áætlun um kynningarstarf samtakanna. EfCCNa hyggst einnig vinna að útgáfu tímarits evrópskra gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Frekari upplýsinga um EfCCNa er hægt að fá hjá Rósu Þorsteinsdóttur rosa.th@simnet.is eða hjá John Albarran (BACCN, fulltrúi Bretlands) en hann kennir gjörgæslu- hjúkrun við University of the West of England, Glenside Campus, Bristol BS16 1 DD (netfang hans er: John.Albarran@uwe.ac.uk). Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.