Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 22
Sigurlínu Þórðardóttur hjúkrunarforstjóra voru þau skipu- lögð eftir að heilbrigðisráðherra fór þess á leit að reykingafólki yrði boðin sérhæfð meðferð á stofnuninni. „Umsjón námskeiðanna er í höndum Bee McEvoy RPN, geðhjúkrunarfræðings frá írlandi, en þverfaglegt teymi vinnur að flestum þáttum þess. í því eru einnig læknir, íþróttakennari, sjúkraþjálfari, sjúkraliði og næringar- fræðingur. Námskeiðin standa í sjö daga og að sögn Huldu Sigurlínu er meginmarkmið að fólk hætti að reykja fyrir lífstíð og tileinki sér heilsusamlega lifnaðarhætti. „Við höfum fræðslu- og umræðufundi og ákveðna hvíldartíma, auk þess sem við mælum með því að menn nýti aðstöðu til íþróttaiðkunar, vatnsleikfimi og gönguferða svo eitthvað sé nefnt. íþróttakennari ræðir við þátttak- endur og leiðbeinir þeim eftir þörfum og næringafræðingur fjallar um hollt mataræði. Einnig geta gestir farið í nudd, leirböð, snyrtingu og fleira ef þeir kjósa." Hulda Sigurlína segir árangur af dvölinni vera 30% einu til þremur árum eftir dvöl á stofnuninni. „í árangurskönnun kom okkur skemmtilega á óvart að sjá að tæp 70% höfðu bætt lifnaðarhætti sína með betra mataræði, hreyfingu og slökun." Þátttakendum er sagt frá nikótínlyfjum og þeim veitt ráðgjöf um notkun þeirra. „Sýnt hefur verið fram á að þau bæta árangur, en ekki vilja allir nota þau.“ Boðið í hádegisverð Að loknu námskeiði er fólki fylgt eftir með símtölum. „Við bjóðum einnig upp á stuðningsfund og hádegisverð einu sinni í mánuði, auk þess sem við höfum fasta viðtalstíma fyrir þá sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda eftir heimkomu." Stuðningshópur hittist einu sinni í viku í Perlunni og segir Hulda Sigurlína að verið sé að undirbúa stofnun RR- samtaka fyrir reyklausa reykingamenn í samstarfi við Krabbameinsfélag Reykjavíkur. „Hópefli skiptir miklu máli og sömuleiðis hvíld og slökun. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem reykir er líklegra til að upplifa streitu en aðrir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir sem ná tökum á slökun ná betri tökum á lífinu án reykinga. Mikilvægt er að ná innra jafnvægi og grunnur í allri meðferð hjá okkur er að fólk átti sig á því að það ber ábyrgð á eigin líðan og heilsu." Stuðningur, ráðgjöf, nikótínmeðferð og slökun á Vífilsstöðum Á Landspítala, háskólasjúkrahúsi á Vífilsstöðum hefur frá því í janúar verið veitt meðferð gegn reykingum. Meðferðin byggist á rannsókn sem Helga Jónsdóttir, dósent og stoð- hjúkrunarfræðingur vann með Dagmar Jónsdóttur, hjúkr- unardeildarstjóra á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Með- ferðin er ætluð inniliggjandi sjúklingum og fjölskyldum þeirra og aðlöguð sérstaklega að þeirra þörfum. Skjól- 86 stæðingum göngudeildar stendur einnig til boða einstaklingsráðgjöf og þátttaka í stuðnings- og fræðslu- fundum. Sérstakur vinnuhópur hjúkrunarfræðinga heldur utan um meðferðina og ber ábyrgð á stuðnings- og fræðslufundum en auk þess sjá læknar einnig um fræðslu- fundi. Einstaklingsráðgjöf og eftirmeðferð er í höndum hjúkrunarfræðinga sjúklinganna. Þóra Geirsdóttir hjúkrunarfæðingur segir að stuðnings- og fræðslufundir séu haldnir með þátttakendum og nikótínlyf gefin eftir því hve nikótínfíkn er mikil. „Við leggjum áherslu á slökun og heilbrigðan lífsstíl samhliða því að hætta reykingum. Við byrjum stuðningsfundina til dæmis á stuttri slökun, enda hjálpar hún fólki að stilla hugann. Hollt mataræði, hreyfing og góður svefn skipta líka máli og við leggjum áherslu á að þessir þættir séu hluti af góðu lífi án reykinga.“ Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða ráðgjöf enda hentar ekki öllum að fara sömu leið. „Ef fólk hefur til dæmis hætt að reykja áður og rofið bindindið reynum við að komast að því hvað olli því. Við styðjumst við svokallað spíral-módel, en það er lýsing á því ferli sem einstaklingur- inn gengur í gegnum á leið sinni til reykleysis. Þar kemur fram að þótt einhver þurfi að reyna nokkrum sinnum að hætta áður en hann nær takmarki sínu - er hann ekki ómögulegur. Flestir gera 2-3 tilraunir til að hætta að reykja áður en það tekst.“ Þóra segist mjög ánægð með þann árangur sem náðst hefur. Meðferðinni er fylgt eftir með símhringingum fimm sinnum á 12 mánuðum. Hringt er aftur þótt bindindi sé rofið. „Ég held að það skipti miklu máli að fólk finni að við hugsum um það og það skiptir okkur máli hvernig því líður.“ Hún kveðst sannfærð um að einstaklingsmiðuð meðferð sé áhrifaríkust. „Við þurfum að sjá hvar sjúklingur er staddur og mæta honum þar.“ Hluti af ungbarnaeftirliti Þorgerður Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu- stöðinni í Lágmúla í Reykjavík, segir að í ungbarnaeftirliti sé alltaf spurst fyrir um reykingar á heimili barnanna. „í Handbók heilsugæslustöðva kemur skýrt fram að okkur ber að gera það og við áminnum reykingafólk að reykja ekki í návist barna sinna. Við afhendum þeim líka bækling þar sem nánar er fjallað um skaðsemi reykinga." Þorgerður segir þessa fræðslu vera fastan hluta af vinnuferli hjúkrunarfræðinga í ungbarnaeftirliti enda nauðsynlegt að benda foreldrum til dæmis á að reykingar geta aukið hættu á að barn fái asma og aðra kvilla. „Ég veit ekki hvort þessi fræðsla skilar beinum árangri, en sem hluti af allsherjar tóbaksvörnum er ég viss um að okkar hlutur skiptir máli. Tóbaksvarnir eru og eiga að vera hluti af allri almennri heilsugæslu í landinu." Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.