Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 10
sjúkra og þeir þurfa aö vera færir um að greina og túlka hvað það er sem hefur áhrif á blóðsykurinn. Forsenda árangursríkrar stjórnunar á blóðsykri er að hinn sykursjúki sé reiðubúinn til að ná tökum á lykilþáttum meðferðar og lífshátta (Kyngás, 1998). Jafnframt þurfa þeir að vera færir um að fella blóðsykurstjórnunina að daglegu lífi. Þar má ætla að fræðsla, stuðningur og hvatning hjúkrunarfræð- inga séu þýðingarmikil til að hinn sykursjúki nái betri tökum á blóðsykurstjórnuninni. Sykursjúkir virðast smátt og smátt læra að laga blóðsykurstjórnun og sykursýkismeðferð að daglegum lífsháttum, þar sem markmiðið er að ná jafn- vægi í blóðsykurinn (Paterson, Thorne og Dewis, 1998). Til að hjúkrunarfræðingar geti veitt sykursjúkum raunveru- legan stuðning við að ná jafnvægi í blóðsykurstjórnun þurfa þeir að greina og finna út í samráði við sjúkling hvenær hún hefur verið fullnægjandi og hvenær ekki. For- senda slíkrar greiningar er að upplifun og reynsla sykur- sjúkra af sykursýkinni sé tekin með í hjúkrunarmeðferðina. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að sykursjúkir telja að hjúkrunarfræðingar með sérmenntun í hjúkrun sykursjúkra veiti þeim stuðning og fræðslu og hafi góða þekkingu á sykursýkismeðferðinni (Callaghan og Williams 1994; Moyer, 1994). Einnig að þegar sykursjúkir hefja insúlín- meðferð er hlutverk þessara hjúkrunarfræðinga mjög fjölþætt (Árún K. Sigurðardóttir, 1999). Fljúkrunarfræðingar með sérmenntun í hjúkrun sykursjúkra eru ekki til á íslandi. Lítið er vitað hvernig íslenskir hjúkrunarfræðingar upplifa hlutverk sitt þegar einstaklingur er að hefja insúlínmeðferð og um störf þeirra almennt í sambandi við sykursýki. Með þessari rannsókn er leitast við að varpa Ijósi á þá þætti. Þekking og upplifun hjúkrunarfræðinga á starfi sínu þegar einstaklingur byrjar insúlínmeðferð getur sagt til um mikil- vægar hliðar starfsins. Rannsóknin getur m.a. leitt í Ijós hvernig hægt er að bæta þjónustuna og gera hana áhrifaríkari, sjúklingi til hagsbóta. Aðferðafræði rannsóknarinnar Tilgangur rannsóknarinnar var að komast að raun um hvernig hjúkrunarfræðingar, sem starfa við hjúkrun sykur- sjúkra, upplifa hlutverk sitt við upphaf insúlínmeðferðar hjá sykursjúkum með insúlínháða sykursýki. Lítið er vitað um rannsóknarefnið og því var eigindleg rannsóknaraðferð valin og byggt á fyrirbærafræði, en hún hentar vel við slíkar aðstæður (Burns og Grove, 1997). Forsenda fyrirbærafræðinnar er að trúa því að einstak- lingurinn geti talað um og velt opinskátt fyrir sér tilveru sinni og þeirri skynjun eða reynslu sem er jafnvel ekki í huga hans dags daglega (Dickson, 1995; Swanson- Kauffman og Schonwald, 1988). Af því má álykta að hlutverk rannsakanda sé mikilvægt til að viðmælandinn nái að greina hugsanir sínar og tilfinningar í viðtalinu. Flann aðstoðar viðmælandann við að tala um skynjun sína og að fá fram hvaða merkingu hann leggur í hana (Kvale, 1996; 74 Swanson-Kauffman og Schonwald, 1988). Rannsakand- inn þarf að vera mjög næmur fyrir orðum og „merkjum" viðmælandans og nota innsæi sitt í viðtalinu til að sam- ræðurnar verði sem eðlilegastar og til að fá dýpri sýn á viðfangsefnið (Burns og Grove, 1997; Kvale, 1996). Mikil- vægt er að rannsakandinn sé opinn og næmur hlustandi og sé ekki of bundinn af gömlum viðhorfum, því að það getur haft áhrif á hvernig reynslu þátttakenda er lýst, hún skýrð og greind (Jasper 1994). Gagnagreiningarlíkön sem voru þróuð af sálfræðingum hafa náð fótfestu og viðurkenningu meðal rannsakenda í hjúkrun (Koch og Harrington, 1998). Colaizzi (1978) telur gagnagreiningarlíkan sitt vera dregið af heimspekikenn- ingum Heideggers. Greiningarlíkan Colaizzis (1978) var notað til að greina gögnin í þemu. Það byggist á eftir- farandi sjö þrepum: 1. Viðtölin eru lesin ítarlega til að fá tilfinningu fyrir þeim. 2. Setningar og málsgreinar sem lýsa upplifun þátttakenda af viðfangsefni eru fundnar. 3. Merking mikilvægra atriða er greind, reynt er að greina merkingu á bak við orðin. 4. Þemu hjá hverjum viðmæl- anda eru fundin út frá hverjum viðmælenda út frá þrepi þrjú. Þau eru síðan borin saman við viðtölin aftur til að staðreyna réttmæti þeirra. Tekið er eftir misræmi sem getur verið eðlilegt. 5. Niðurstöðurnar eru settar fram í greinargóðri lýsingu á fyrirbærinu. 6. Mikilvægustu atriðin úr viðtölunum er dregin saman og þemu greind. 7. Greining viðtals er sýnd viðkomandi þátttakanda (Colaizzi, 1978), en það er almennt talið staðfesta réttmæti gagnagreiningarinnar. Komið hefur fram gagnrýni á það að sýna þátttakendum gagnagreiningu. Upp geta komið siðfræðileg álitamál og einnig getur verið ómögulegt að ná til viðmælenda aftur. Að mati Koch og Harrington (1998) og Burnard (1995) snúast siðfræðilegu álitamálin um það að viðmælendur geta átt erfitt með að þekkja það sem þeir sögðu í viðtalinu. Burnard bendir á að viðmælendur geti skoðað lýsingar sínar og hafi þá möguleika á að bæta við þær. Rannsakandi tekur undir skoðun Burnards og telur mikilvægt að viðmælendur hafi möguleika á að bæta við og útskýra lýsingar sínar. Úrtak Úrtakið var tilgangsúrtak. Miðað var við að þeir hjúkrunar- fræðingar sem rannsóknin næði til hefðu minnst tveggja ára starfsreynslu á lyflækningadeild á stóru sjúkrahúsi í Reykjavík. Níu hjúkrunarfræðingar uppfylltu skilyrðin og tóku þeir allir þátt í rannsókninni. Starfsreynsla þátttak- enda á lyflækningadeild var frá fjórum árum til tuttugu ára, meðaltalið var 7,7 ár. Hjúkrunarfræðingarnir unnu á tveim- ur almennum lyflækningadeildum, þar sem starfsemi ann- arrar deildarinnar hefur snúist meira um meðferð á inn- kirtlasjúkdómum en hinnar, og á göngudeild sykursjúkra. Deildarstjórar þeirra þriggja deilda sem rannsókn fór fram á aðstoðuðu við val viðmælenda. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.