Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 20
var í meðferð á líkamsræktarstöð og hitti auk þess íþrótta- fræðing. Eftir 12 mánuði voru 39% þeirra sem stunduðu líkamsrækt enn reyklausir, en 20% af hinum hópnum. „Þeir sem voru á líkamsræktarstöðinni komu á sjö fundi á sex vikum, hinir komu á fimm fundi á fjórum vikum. Eftirfylgni var þéttari hjá líkamsræktarfólkinu og hugsanlega hafa þessir þættir haft einhver áhrif á árangurinn." Dagmar segir að ekki hafi verið marktækur munur á þyngdaraukningu þeirra sem stunduðu líkamsrækt og hinna sem ekki gerðu það, en að meðaltali hefði fólk þyngst um 4 kg. „Hópmeðferð og nikótínlyfjagjöf eru lykilatriði," segir Dagmar, „ásamt fræðslu og atferlismeðferð. Fólk þarf að læra á hugrænan og vitrænan hátt að lifa reyklausu lífi. í heilanum eru viðtakar sem hafa áhrif á fíkn og eitt af mark- miðum meðferðar hjá mér er að þessir viðtakar leggist í dvala. Menn verða þó að vera sér meðvitandi um að þeir verða óvirkir, en hverfa aldrei." Dagmar hefur ákveðnar skoðanir á tóbaksvörnum og segir að sig langi mikið að sjá sérsniðin námskeið fyrir tvo hópa; ófrískar konur og hjúkrunarfræðinga. „Jafnframt held ég að forvarnir þurfi að hefjast hjá börnum á leik- skólaaldri. Fræðsla ætti síðan að halda áfram gegnum allan grunnskólann. Ég er sannfærð um að færri unglingar myndu byrja að reykja eftir tíu til tólf ára markvisst forvarnarstarf.“ Skólahjúkrunarfræðingar á námskeið Þóra Magnea Magnúsdóttir, fræðslufulltrúi Krabbameins- félags Reykjavíkur, hefur að undanförnu haldið námskeið 84 fyrir skólahjúkrunarfræðinga, kennara og námsráðgjafa. „Þessir hópar verða mikið varir við reykingar unglinga og eru mjög áhugasamir um tóbaksvarnir. Við höfum útbúið námsefni fyrir ungt fólk sem við hvetjum skólaheilsugæslu til að nýta. Ég veit að efnið hefur verið notað í sumum framhaldsskólum með góðum árangri.“ Þóra segir að ekki sé aðeins lögð áhersla á forvarnir í skólum, heldur sé unglingum sem reykja einnig rétt hjálparhönd. í því sam- bandi hafi Krabbameinsfélagið til dæmis gefið út hand- bókina Dreptu /', sem reynst hafi ungu fólki vel. Þóra segir að víða á landsbyggðinni vinni hjúkrunar- fræðingar ötullega að tóbaksvörnum. „Þeir hafa margir sýnt frumkvæði og mikinn áhuga sem ég er afar ánægð með.“ Reyklaus spítali í Neskaupstað Meðal hjúkrunarfræða utan höfuðborgarsvæðisins sem eru duglegir í tóbaksvörnum er Ruth Guðbjartsdóttir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Það er eina bráða- sjúkrahúsið hér á landi þar sem reykingar eru algerlega bannaðar innan dyra sem á lóðinni. „Fyrirmyndin kemur frá Bandaríkjunum," segir Ruth, „og fyrst þetta gengur þar, á miklu stærri stofnunum, hvers vegna ekki hér á landi? Við innlögn er sjúklingum gerð grein fyrir að reykingar eru bannaðar og þeim sem reykja er boðið upp á nikótínlyf. Nikótín er nú það sem fólk sækir í með reykingum. Rannsóknir sýna að flesta reykingamenn langar að hætta. Ég tel það hlutverk okkar hjúkrunarfræðinga að hjálpa þeim að taka ákvörðun um að hætta reykingum og Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.