Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 39
Sálræn skyndihjálp og AVLAUAUV S'tuðlÆÍlÆAUY' Veturinn 1998-1999 hélt Fræðslu- og menntamálanefnd FÍH þrjú málþing um andlegan stuðning. Málþingin voru vel sótt og greinilegt er að hjúkrunarfræðingar hafa mikinn áhuga á þessum þætti hjúkrunarstarfsins. Því var í vetur tekið upp samstarf við Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands um að gefa hjúkrunarfræðingum kost á námskeiði um sálræna skyndihjálp og andlegan stuðning. Á námskeiðinu er fjallað um: • Áföll, áfallahjálp og sálræna skyndihjálp sem er einn þáttur í áfallahjálp. M.a. er fjallað um hvernig koma á fram við og tala við fólk sem orðið hefur fyrir áföllum. • Streitu og streituviðbrögð, m.a. áfallastreitu og hluttekningarstreitu. • Kreppur, lífskreppur, þroskakreppur. Þar er m.a. fjallað um stuðning við fólk í kreppu, t.d. þá sem greinast með alvarlegan sjúkdóm. • Sorg og sorgarviðbrögð, sorgarúrvinnsla og stuðningur við fólk í sorg. • Börn og áföll, viðbrögð barna við áföllum, sorgarvið- brögð barna og hvernig stuðningi börn þurfa á að halda. • Hópvinna. Dæmi eru tekin úr starfi hjúkrunarfræðinga og þau löguð að sérgreinum hjúkrunarfræðinga. Námskeiðið er 9 klst. með matar- og kaffihléum. Inni- falið er kaffi fyrir og eftir hádegi. Verð 5.000 krónur og er innifalin kennslubók á íslensku. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að Suðurlandsbraut 22. Leiðbeinandi er Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur. Þeim sem hafa óskir um námskeið fyrir hjúkrunar- fræðinga í Reykjavík, á sérsviðum eins og hjartadeildum, gjörgæsludeildum, gervinýra, slysa- og bráðamóttöku, handlækningadeildum, lyflækningadeildum, barnadeildum, heilsugæslu og geðdeildum eða öðrum sviðum er bent á að hafa samband við Margréti Blöndal í síma 555 2646, netfang: marblond@shr.is, eða Reykjavíkurdeild RKÍ í síma 558 8188, Sigrúnu. Ef áhugi er á námskeiðum utan Reykjavíkur er bent á aðalskrifstofu Rauða kross íslands í síma 570 4000, Sigríður B. Þormar, netfang: sirry@redcross.is Nú þegar hafa verið haldin fjögur námskeið, fyrir hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeildum, krabbameins- deildum og handlækningadeiidum Landspítala. Með þessu samstarfi við RKÍ og RRKÍ vill Fræðslu- og menntamálanefnd koma til móts við óskir hjúkrunarfræð- inga um umræðu og fræðslu um þennan mikilvæga þátt hjúkrunarstarfsins. Það er von okkar að hjúkrunarfræð- ingar fjölmenni á þessi námskeið og haldi umræðunni áfram. Fyrir hönd Fræðslu- menntamálanefndar FÍH, Halla Grétarsdóttir og fyrir hönd Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands, Margrét Blöndal leiðbeinandi. Reykjavíkurdeild Rauða krossins getur boðið hópum, félagasamtökum og fyrirtækum námskeið í sálrænni skyndihjálp og er áhugasömum bent á að hafa samband við Sigrúnu í Reykjavíkurdeild í síma 588-8188. Frá fagdeild svæfinga- hjúkrunarfræðinga Tveggja ára sérnámi í svæfingahjúkrun er nú senn lokið. Námið stunda 19 hjúkrunarfræðingar sem flestir hafa að baki langa reynslu í hjúkrun. Stefnt er að útskrift eftir miðjan júní. Námið var skipulagt af Endurmenntunardeild Háskóla (slands og nefnd frá fagdeild svæfingahjúkrunarfræðinga. Verklegt nám fór fram á svæfingadeildum á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Þetta er í síðasta sinn sem Endurmenntunardeild HÍ stendur að námi sem þessu. Fyrir hönd stjórnar Fagdeildar svæfingahjúkrunar- fræðinga. María T. Ásgeirsdóttir, gjaldkeri. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.