Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Síða 39
Sálræn skyndihjálp og
AVLAUAUV S'tuðlÆÍlÆAUY'
Veturinn 1998-1999 hélt Fræðslu- og menntamálanefnd
FÍH þrjú málþing um andlegan stuðning. Málþingin voru
vel sótt og greinilegt er að hjúkrunarfræðingar hafa mikinn
áhuga á þessum þætti hjúkrunarstarfsins.
Því var í vetur tekið upp samstarf við Reykjavíkurdeild
Rauða kross íslands um að gefa hjúkrunarfræðingum kost
á námskeiði um sálræna skyndihjálp og andlegan
stuðning.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Áföll, áfallahjálp og sálræna skyndihjálp sem er einn
þáttur í áfallahjálp. M.a. er fjallað um hvernig koma á
fram við og tala við fólk sem orðið hefur fyrir áföllum.
• Streitu og streituviðbrögð, m.a. áfallastreitu og
hluttekningarstreitu.
• Kreppur, lífskreppur, þroskakreppur. Þar er m.a. fjallað
um stuðning við fólk í kreppu, t.d. þá sem greinast
með alvarlegan sjúkdóm.
• Sorg og sorgarviðbrögð, sorgarúrvinnsla og stuðningur
við fólk í sorg.
• Börn og áföll, viðbrögð barna við áföllum, sorgarvið-
brögð barna og hvernig stuðningi börn þurfa á að
halda.
• Hópvinna. Dæmi eru tekin úr starfi hjúkrunarfræðinga
og þau löguð að sérgreinum hjúkrunarfræðinga.
Námskeiðið er 9 klst. með matar- og kaffihléum. Inni-
falið er kaffi fyrir og eftir hádegi. Verð 5.000 krónur og er
innifalin kennslubók á íslensku.
Námskeiðin eru haldin í húsnæði Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga að Suðurlandsbraut 22.
Leiðbeinandi er Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur.
Þeim sem hafa óskir um námskeið fyrir hjúkrunar-
fræðinga í Reykjavík, á sérsviðum eins og hjartadeildum,
gjörgæsludeildum, gervinýra, slysa- og bráðamóttöku,
handlækningadeildum, lyflækningadeildum, barnadeildum,
heilsugæslu og geðdeildum eða öðrum sviðum er bent á
að hafa samband við Margréti Blöndal í síma 555 2646,
netfang: marblond@shr.is, eða Reykjavíkurdeild RKÍ í síma
558 8188, Sigrúnu.
Ef áhugi er á námskeiðum utan Reykjavíkur er bent á
aðalskrifstofu Rauða kross íslands í síma 570 4000,
Sigríður B. Þormar, netfang: sirry@redcross.is
Nú þegar hafa verið haldin fjögur námskeið, fyrir
hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeildum, krabbameins-
deildum og handlækningadeiidum Landspítala.
Með þessu samstarfi við RKÍ og RRKÍ vill Fræðslu- og
menntamálanefnd koma til móts við óskir hjúkrunarfræð-
inga um umræðu og fræðslu um þennan mikilvæga þátt
hjúkrunarstarfsins. Það er von okkar að hjúkrunarfræð-
ingar fjölmenni á þessi námskeið og haldi umræðunni
áfram.
Fyrir hönd Fræðslu- menntamálanefndar FÍH,
Halla Grétarsdóttir
og fyrir hönd Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands,
Margrét Blöndal leiðbeinandi.
Reykjavíkurdeild Rauða krossins getur boðið hópum,
félagasamtökum og fyrirtækum námskeið í sálrænni
skyndihjálp og er áhugasömum bent á að hafa samband
við Sigrúnu í Reykjavíkurdeild í síma 588-8188.
Frá fagdeild svæfinga-
hjúkrunarfræðinga
Tveggja ára sérnámi í svæfingahjúkrun er nú senn
lokið. Námið stunda 19 hjúkrunarfræðingar sem flestir
hafa að baki langa reynslu í hjúkrun. Stefnt er að
útskrift eftir miðjan júní. Námið var skipulagt af
Endurmenntunardeild Háskóla (slands og nefnd frá
fagdeild svæfingahjúkrunarfræðinga. Verklegt nám fór
fram á svæfingadeildum á Stór- Reykjavíkursvæðinu.
Þetta er í síðasta sinn sem Endurmenntunardeild HÍ
stendur að námi sem þessu.
Fyrir hönd stjórnar Fagdeildar svæfingahjúkrunar-
fræðinga.
María T. Ásgeirsdóttir, gjaldkeri.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000
103