Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 50
með Hollvinum námsbrautar í hjúkrunarfræði og fyrir hópi hjúkrunarkennara frá Östfold, Noregi, í desember 1999. Auk þess hefur verið tekið saman yfirlit á ensku um rann- sóknir kennara. Rannsóknarstofnun annast útgáfu fræðirita og leggur til nafn sitt og merki á ritverk um hjúkrunarfræði. Ritstjóri er Herdís Sveinsdóttir, sem samdi leiðbeiningar til höfunda sem óska eftir að birta verk sín á vegum stofnunarinnar. Þrjú fræðirit á vegum Rannsóknarstofnunar komu út árið 1999. Þau eru: * Breyting á skipulagsformi hjúkrunar: Innleiðing og árangur einstaklinghæfðrar hjúkrunar í hjúkrun lungna- sjúklinga eftir dr. Helgu Jónsdóttur. * Spor, greinar eftir dr. Guðrúnu Marteinsdóttur, en hún lést 1994. Sóley S. Bender og Marga Thome ritstýrðu. * Geðheilsuvernd mæðra eftir fæðingu: Greining á van- líðan með Edinborgar-þunglyndiskvarðanum og við- tölum, eftir dr. Mörgu Thome. Á vegum Rannsóknarstofnunar eru skipulagðar mál- stofur í hjúkrunarfræði, opinberir fyrirlestrar, vinnusmiðjur og fræðslufundir fyrir meistaranema og kennara og heim- sóknir erlendra fræðimanna. Árin 1997-98 voru haldnar 11 málstofur, 7 opinberir fyrirlestrar og 5 vinnusmiðjur. Einnig voru 3 umræðufundir fyrir kennara og MS-nema haldnir á haustmisseri 1998. Eftirfarandi fræðslustarfsemi fór fram árið 1999 Málstofur * Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, verkefnisstjóri á hjúkrunarsviði hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands: Þvagleki hjá konum 55 ára og eldri í Egilsstaðalæknis- héraði. * Elín Margrét Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við Rann- sóknarstofnun Háskólans á Akureyri: Viðhorf og reynsla slysa- og bráðahjúkrunarfræðinga af fjölskyldu- miðaðri hjúkrun. * Linda Kristmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur MS: Upp- lifun foreldra af því að búa með einstaklingi sem hefur verið greindur með „borderline" persónuleikaröskun. * Páll Biering, hjúkrunarfræðingur MS: Meðvirkni og hjúkrun: Hvernig nýtist hjúkrunarfræðingum sú sárs- aukafulla reynsla að alast upp við alkóhólisma? Opinberir fyrirlestrar * Marjorie A. White, PhD, RN, FAAN, fyrrverandi prófessor, Flóridaháskóla, Bandaríkjunum: Ofbeldi í samfélaginu og fjölskyldunni: Hvað liggur að baki? * Jane Robinson, PhD, RN, FAAN, prófessor og ritstjóri Journal of Advanced Nursing: The World Bank and the World Health Organization: Different Sources of Ideas, Different Policies for Health. * Connie Delaney, PhD, RN, FAAN, Associate Professor, The University of lowa, lowa City, lowa, Bandaríkj- unum: The New World in Nursing. Ein vinnusmiðja var haldin á árinu, með Jane Robinson, prófessor og ritstjóra tímaritsins Journal of Advanced Nursing: „Publishing in the Journal ofAdvanced Nursing“. Fimm umræðufundir „seminör" voru haldnir fyrir kenn- ara og MS-nema og MS-nemar hafa einnig kynnt verkefni sín fyrir kennurum og öðrum MS-nemum. Rekstur Rannsóknarstofnunar hefur verið fjármagnaður af heildarfjárveitingu til námsbrautar í hjúkrunarfræði og ákvarðar fundur námsbrautarstjórnar upphæðina. Önnur starfsemi, eins og heimsóknir erlendra gesta og útgáfa fræðirita, hefur verið fjármögnuð með gjafafé. í tilefni af 25 ára afmæli námsbrautar í hjúkrunarfræði færði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Rannsóknarstofnun peningagjöf sem nam einni milljón króna. Gjöfin hefur m.a. verið nýtt til að styrkja útgáfu fræðirita. Heimildir: Marga Thome (1998). Skýrsla Rannsóknarstofnunar janúar 1997 til desember 1998. Háskóli íslands, Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði. Marga Thome (1999). Skýrsla Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði 1999. Háskóli íslands, Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði. Námsbraut í hjúkrunarfræði (1999). Sjálfsmat Námsbrautar í hjúkrunar- fræði vegna umsóknar um deildarstofnun. 1. hefti. Námsbraut í hjúkrunarfræði, Háskóli íslands, nóvember 1999. Skráíð ykkur í RIS! Þeim hjúkrunarfræðingum sem vinna að rannsóknum er bent á að skrá rannsóknir sínar í Rannsóknagagna- safn íslands og gera sig þannig sýnilega þeim er fást við rannsóknir á heilbrigðissviði. Rannsóknagagnasafn íslands (RIS) er safn rann- sóknaverkefna sem unnið er að hér á landi og niður- stöður rannsókna- og þróunarverkefna. í því er hægt að nálgast á einum stað upplýsingar um íslensk rann- sóknarverkefni á tölvutæku formi. Að safninu standa Rannsóknaráð íslands, Háskóli íslands og Iðntækni- stofnun. Safnið er gagnvirkt á netinu í gegnum heima- síðu RIS: www.ris.is/ris_gu.html. Á heimasíðunni er hægt að skrá inn verkefni og niðurstöður og leita í gagnasafninu og nálgast þannig ýmsar upplýsingar um rannsóknir á íslandi. Páll Biering 114 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.