Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Side 50
með Hollvinum námsbrautar í hjúkrunarfræði og fyrir hópi
hjúkrunarkennara frá Östfold, Noregi, í desember 1999.
Auk þess hefur verið tekið saman yfirlit á ensku um rann-
sóknir kennara.
Rannsóknarstofnun annast útgáfu fræðirita og leggur til
nafn sitt og merki á ritverk um hjúkrunarfræði. Ritstjóri er
Herdís Sveinsdóttir, sem samdi leiðbeiningar til höfunda
sem óska eftir að birta verk sín á vegum stofnunarinnar.
Þrjú fræðirit á vegum Rannsóknarstofnunar komu út árið
1999. Þau eru:
* Breyting á skipulagsformi hjúkrunar: Innleiðing og
árangur einstaklinghæfðrar hjúkrunar í hjúkrun lungna-
sjúklinga eftir dr. Helgu Jónsdóttur.
* Spor, greinar eftir dr. Guðrúnu Marteinsdóttur, en hún
lést 1994. Sóley S. Bender og Marga Thome ritstýrðu.
* Geðheilsuvernd mæðra eftir fæðingu: Greining á van-
líðan með Edinborgar-þunglyndiskvarðanum og við-
tölum, eftir dr. Mörgu Thome.
Á vegum Rannsóknarstofnunar eru skipulagðar mál-
stofur í hjúkrunarfræði, opinberir fyrirlestrar, vinnusmiðjur
og fræðslufundir fyrir meistaranema og kennara og heim-
sóknir erlendra fræðimanna. Árin 1997-98 voru haldnar
11 málstofur, 7 opinberir fyrirlestrar og 5 vinnusmiðjur.
Einnig voru 3 umræðufundir fyrir kennara og MS-nema
haldnir á haustmisseri 1998.
Eftirfarandi fræðslustarfsemi fór fram árið 1999
Málstofur
* Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, verkefnisstjóri á
hjúkrunarsviði hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands:
Þvagleki hjá konum 55 ára og eldri í Egilsstaðalæknis-
héraði.
* Elín Margrét Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við Rann-
sóknarstofnun Háskólans á Akureyri: Viðhorf og
reynsla slysa- og bráðahjúkrunarfræðinga af fjölskyldu-
miðaðri hjúkrun.
* Linda Kristmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur MS: Upp-
lifun foreldra af því að búa með einstaklingi sem hefur
verið greindur með „borderline" persónuleikaröskun.
* Páll Biering, hjúkrunarfræðingur MS: Meðvirkni og
hjúkrun: Hvernig nýtist hjúkrunarfræðingum sú sárs-
aukafulla reynsla að alast upp við alkóhólisma?
Opinberir fyrirlestrar
* Marjorie A. White, PhD, RN, FAAN, fyrrverandi
prófessor, Flóridaháskóla, Bandaríkjunum: Ofbeldi í
samfélaginu og fjölskyldunni: Hvað liggur að baki?
* Jane Robinson, PhD, RN, FAAN, prófessor og ritstjóri
Journal of Advanced Nursing: The World Bank and the
World Health Organization: Different Sources of Ideas,
Different Policies for Health.
* Connie Delaney, PhD, RN, FAAN, Associate Professor,
The University of lowa, lowa City, lowa, Bandaríkj-
unum: The New World in Nursing.
Ein vinnusmiðja var haldin á árinu, með Jane
Robinson, prófessor og ritstjóra tímaritsins Journal of
Advanced Nursing: „Publishing in the Journal ofAdvanced
Nursing“.
Fimm umræðufundir „seminör" voru haldnir fyrir kenn-
ara og MS-nema og MS-nemar hafa einnig kynnt verkefni
sín fyrir kennurum og öðrum MS-nemum.
Rekstur Rannsóknarstofnunar hefur verið fjármagnaður
af heildarfjárveitingu til námsbrautar í hjúkrunarfræði og
ákvarðar fundur námsbrautarstjórnar upphæðina. Önnur
starfsemi, eins og heimsóknir erlendra gesta og útgáfa
fræðirita, hefur verið fjármögnuð með gjafafé. í tilefni af 25
ára afmæli námsbrautar í hjúkrunarfræði færði heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra Rannsóknarstofnun peningagjöf
sem nam einni milljón króna. Gjöfin hefur m.a. verið nýtt til
að styrkja útgáfu fræðirita.
Heimildir:
Marga Thome (1998). Skýrsla Rannsóknarstofnunar janúar 1997 til
desember 1998. Háskóli íslands, Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði.
Marga Thome (1999). Skýrsla Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði
1999. Háskóli íslands, Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði.
Námsbraut í hjúkrunarfræði (1999). Sjálfsmat Námsbrautar í hjúkrunar-
fræði vegna umsóknar um deildarstofnun. 1. hefti. Námsbraut í
hjúkrunarfræði, Háskóli íslands, nóvember 1999.
Skráíð ykkur í RIS!
Þeim hjúkrunarfræðingum sem vinna að rannsóknum
er bent á að skrá rannsóknir sínar í Rannsóknagagna-
safn íslands og gera sig þannig sýnilega þeim er fást
við rannsóknir á heilbrigðissviði.
Rannsóknagagnasafn íslands (RIS) er safn rann-
sóknaverkefna sem unnið er að hér á landi og niður-
stöður rannsókna- og þróunarverkefna. í því er hægt
að nálgast á einum stað upplýsingar um íslensk rann-
sóknarverkefni á tölvutæku formi. Að safninu standa
Rannsóknaráð íslands, Háskóli íslands og Iðntækni-
stofnun. Safnið er gagnvirkt á netinu í gegnum heima-
síðu RIS: www.ris.is/ris_gu.html. Á heimasíðunni er
hægt að skrá inn verkefni og niðurstöður og leita í
gagnasafninu og nálgast þannig ýmsar upplýsingar um
rannsóknir á íslandi.
Páll Biering
114
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000