Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Side 10
þróa meö sér afburðafærni við að stjórna sjúkdómi sínum (Price, 1993a; Paterson and Sloan, 1994; Hernandez, 1996; Shaul, 1997). Langvinn veikindi og hjúkrunarrannsóknir Langvinn veikindi hafa verið viðfangsefni hjúkrunarrann- sókna í marga áratugi. Þó hefur reynsla hins langveika mest verið rannsökuð síðustu tvo áratugi. Thorne og Paterson (1998) greindu 158 eigindlegar rannsóknir sem birtust milli 1980-1996 og fjölluðu um reynslu eða upplifun langveikra af veikindum sínum. Þær sáu að í rannsóknum frá 1980 til 1985 voru notuð hugtök eins og þjáning og missir. ( rannsóknum, sem birtar voru eftir 1990, voru áberandi hugtök sem lýstu því hvernig hinn langveiki getur tekist á við lífið með sjúkdómi sínum, viðhaldið voninni, og efling hæfni hins langveika var áberandi. Thorne og Paterson draga þá ályktun að eigindlegar rannsóknir hafi varpað nýju Ijósi á hugtakið meðferðarheldni. Þessar rann- sóknir sýndu að aðlögun meðferðar að eigin þörfum á sér oftast stað þegar fólk hefur náð ákveðinni færni í að kljást við sjúkdóminn. Aðlögun meðferðar að daglegu lífi er nauðsynleg fyrir hinn langveika þar sem hann þarft oft að taka ábyrgð á flókinni meðferð og samhæfa hana líkam- legri líðan og ekki síst amstri daglegs lífs. Þegar fram líða stundir getur þessi reynsla hins langveika breyst í afburða- færni til að greina hin mismunandi tákn líkamans og tengja þau sjúkdómsmeðferðinni (Price, 1993a; Hernandez, 1996; Shaul, 1997). En þessi færni þróast ekki án vilja og vitundar hins veika og alls ekki allir langveikir þróa með sér slíka færni. Vert er að leggja áherslu á að hinir langveiku þurfa yfirleitt að halda ákveðnar reglur og vera „ákveðnir'1 við sjálfa sig svo þeir öðlist afburðafærni við að ná tökum á sjúkdómi og sjúkdómsmeðferð. Færnimyndun meðal langveikra Fólk með sykursýki hefur lýst því hvernig það þróaði með sér færni í að taka eftir, sjá fyrir og túlka sykursýkisboð líkama síns, hefur það verið kallað að hlusta á líkamann (Price, 1993a) eða vísindin um sjálfan sig (Hernandez, 1996). Martha Price (1993a) var meðal þeirra fyrstu sem lýstu því hvernig sykursjúkir þróa með sér slíka færni. Hún lýsti eftir viðtöl við 18 sykursjúka með sykursýki af tegund 1, þar sem tekin voru tvö viðtöl við hvern og þau greind með grunnkenningaaðferð, stigum og þrepum sem sykur- sjúkir ganga í gegnum er þeir læra meðferðina. Fyrra stigið í kenningu hennar er um það hvernig fólk lærir að stjórna sjúkdómi sínum og það seinna hvernig fólk viðheldur stjórninni. Stigum er svo skipt niður í þrep. Fyrsta þrepið er þegar sjúklingur hefur greinst með sykursýki og er heima að reyna að ráða við meðferðina á eigin spýtur. Þetta þrep einkennist af því að fólk fylgir leiðbeiningum um meðferð mjög vel, þetta höfum við heilbrigðisstarfsfólk kallað með- ferðarheldni. Að mati Price eru sykursjúkir í þessu þrepi frá 298 2 vikum til 1 árs. Þá gerist eitthvað, oftast það að blóð- sykur verður of hár eða lágur, þrátt fyrir að meðferð sé fylgt mjög vel. Fólk fer þá yfir á þrep tvö sem einkennist af því að það byrjar að breyta meðferðinni í þá átt sem hentar því, aðallega mataræðinu. Þriðja þrepið kallast mistök og reynsla, í því reynir sjúklingurinn að finna leiðir til að stjórna sykursýkinni þannig að honum líði vel líkamlega um leið og meðferðin hefur í för með sér sem minnsta röskun á daglegu lífi hans. í þessu þrepi er blóðsykur oft mældur og mikið hugsað um hvað orsakar of háan eða lágan blóðsykur. Fólk reynir að greina mynstur í blóð- sykrinum. Price fann að 3 af 18 (17%) tókst ekki að finna mynstur í blóðsykri og lærðu því ekki sveigjanleika í sykur- sýkistjórnun. í þrepi fjögur var komin ákveðin regla á sykursýkismeðferðina, regla sem hverjum einstaklingi fannst gefast best. Stig tvö einkenndist af því að fólk getur stjórnað sykur- sýkinni af meiri sveigjanleika og það trúir því að það geti brugðist við nýjum og óvæntum aðstæðum. Aðeins 7 af 18 náðu að mati Price að komast upp á stig tvö. En eins og áður segir er það forsenda þess að fólk nái sveigjanleika í meðferð og þá um leið í daglegu lífi, janframt því að ná góðum tökum á blóðsykri. Til að svo megi verða þurfa sykursjúkir að hlusta á sykursýkismerki iíkama síns, mæla blóðsykurinn, nota þá heilbrigðisþjón- ustu sem í boði er og ættingjar þurfa að taka þátt í með- ferðinni. Vitsmunalega þurfa þeir að vera hæfir til að greina líkamlegu merkin og tengja við athafnir daglegs lífs, áætla og skipuleggja meðferðina og það krefst ákveðinnar þekk- ingar (Price, 1993a). Það sem mér líkar við kenningu Price er hve nákvæm- lega hún lýsir þróun færninnar hjá sykursjúkum. Líka að hún greinir að alls ekki allir nái slíkri færni. Það kemur heim og saman við reynslu mína úr hjúkrun. Takmarkanir rann- sóknarinnar eru hins vegar þær að hún er gerð á einu svæði í Bandaríkjunum og höfundurinn gerði enga tilraun til að meta blóðsykurstjórnun hlutlægt (með blóðsykur- prófunum) og bera þær saman við reynslu þátttakenda. Niðurstöður rannsókna meðal fólks með Parkinson- sjúkdóm (Haberman, 1996) og liðagigt (Shaul, 1997) eru hliðstæðar. Þessir einstaklingar náðu eingöngu afburða- færni í að meðhöndla veikindi sín með því að hlusta á merki líkamans, greina og meta einkenni og viðhalda jákvæðu viðhorfi til veikindanna. Smátt og smátt lærðist hinum langveiku takmarkanir bóklegrar þekkingar, með þeim þróaðist reynsla og hagnýt þekking. Þá lærði fólk að greina og meta líkamsboð sem bentu til að kast væri að hefjast og fólk beitti viðeigandi ráðstöfunum (lyfjameðferð í smáskömmtum þar til árangri var náð og hegðaði sér á ákveðinn hátt). Til að ná góðum tökum á sjúkdómsmeð- ferð varð fólk að taka tillit til líkamsboðanna og varð að viðurkenna að sjúkdómurinn væri hluti af daglegu lífi þess (Haberman, 1996; Shaul, 1997). Hinir veiku urðu einnig að Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.