Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 57
Forvarnapistill: Sóley S. Bender Margt ungt fólk á Islandi byrjar snemma aö hafa kynmök og fleiri standa hlutfallslega frammi fyrir þeirri ákvörðun aö eignast barn eða fara í fóstureyðingu á unga aldri en á hinum Norður- löndunum. Því er brýnt að vinna að forvörnum með ungu fólki á sviði kynheilbrigðis. Kynheil- brigði er hugtak sem hefur á síðari árum verið að ryðja sér til rúms. Það felur í sér bæði kynlífsheilbrigði (sexual health) og frjósemisheilbrigði (reproductive health). Fyrrnefndi þátturinn á við um kynlífs- þroska einstaklingsins og kynlíf hans. Síðarnefndi þátturinn lýtur að frjósemi einstaklingsins og leiðum til að stjórna henni. í uppvextinum þarf einstaklingurinn m.a. á því að halda að fá örvun, stuðning og fræðslu til að þroskast á eðlilegan hátt. Hluti af þessu þroskaferli er að vaxa og dafna sem kynvera. Á fyrstu árum ævinnar er lagður grunnur að kynímynd einstaklingsins. Hann áttar sig smám saman á því hvoru kyninu hann tilheyrir. Barnið prófar sig gjarnan áfram í ólíkum hlutverkum með því að fara í ýmsa leiki. Það skiptir miklu máli að foreldrar skynji þroskaþarfir barna sinna, nái að örva þau undir viðeigandi kringumstæðum, leiðbeina og fræða. Þannig tekst að mynda traust samband milli uppalanda og barnsins frá byrjun. Rannsóknir hafa sýnt að góð samskipti foreldra og barna skila sér iðulega í ábyrgri hegðun þegar kemur á unglingsárin. Ef vel er að þeim þáttum staðið getur það haft áhrif á að unglingar byrji seinna að hafa kynmök og séu ábyrgari í notkun getnaðarvarna. Á unglingsárunum þarf að takast á við margvísleg þroskaverkefni sem m.a. felast í því að átta sig á eigin líkama, að gera sér grein fyrir sjálfum sér og öðlast visst sjálfstæði frá foreldrum. Það er algengt að ungt fólk efist um viðhorf foreldra sinna og er það hluti af vitsmunaþroska þeirra. Ýmsar ungar stúlkur líta svo á að segi þær móður sinni frá því að þær séu byrjaðar að hafa kynmök, þá mæti þær ekki skilningi hennar heldur höftum af hennar hálfu. Höftin feli það t.d. í sér að stúlkunni verði bannað að hitta strákinn sem hún er með eða sett meiri höft á útivistartíma að kvöldlagi. Jafnframt leitar ungt fólk meira í vinahópinn og vill gjarnan samsama sig honum. Það gildir um kynlífshegðun sem aðra hegðun. í vinahópnum ganga iðulega sögur um kyn- hegðun einstaklinganna innan hópsins. Skilaboð um kyn- hegðun annarra gefa hinum í hópnum vísbendingar um hegðun sem iðulega er ekki eftirsóknarverð. Margir einstaklinganna byrja að hafa kynmök en eru í raun ekki tilbúnir til þess. Það getur hins vegar verið of mikið mál að standa á móti straumnum. Þannig getur ungt fólk leiðst út í athafnir sem það að mörgu leyti er ekki hugarfarslega tilbúið að taka þátt í, heldur til að þóknast öðrum. Eftir því sem einstaklingurinn er yngri, óöruggari með sjálfan sig og viðhorf sín til kynlífs, óreyndari að setja mörk á hegðun annarra getur það reynst honum flóknara viðfangsefni að hafa kynmök með fyrirhyggjusemi. Að geta t.d. rætt um notkun getnaðarvarna reynir ekki eingöngu á þekkingu einstaklingsins heldur einnig viðhorf hans og færni í mann- legum samskiptum. Kynmök eru iðulega höfð undir áhrif- um áfengis og jafnvel annarra fíkniefna. Við þær aðstæður hefur einstaklingurinn enn minni stjórn. Hegðun hans verð- ur oft kæruiausari og hugsun um varúðarráðstafanir í sambandi við óráðgerða þungun og kynsjúkdóma verður lítilvægari. Til staðar er þá mun meiri þungunar- og kyn- sjúkdómahætta. Forvarnastarf á þessu sviði felur í sér að vinna með börnum, unglingum og foreldrum þeirra en einnig að vinna með öðrum sem starfa að forvörnum unglinga, t.d. á sviði fíkniefna. Styðja þarf foreldra í uppeldishlutverkinu. Nauð- synlegt getur verið að benda þeim á leiðir til að ræða við börnin sín um ýmis málefni kynfræðslunnar, bæði þau sem yngri eru og þau sem eru komin á unglingsár. Kynfræðslu- efnið Lífsgildi og ákvarðanir, sem ætlað er efstu bekkjum grunnskólans, leggur áherslu á að hafa þrjá foreldrafundi þar sem námsefnið er kynnt. Jafnframt fylgir efninu hand- bók fyrir foreldra. Leggja þarf áherslu á að styrkja sjálfs- mynd einstaklingsins og huga að félagsmótandi þáttum bæði vinahópsins og jafnframt samfélagsins. Skoða þarf misgóða umfjöllun um kynlíf í fjölmiðlum og annars staðar á gagnrýninn hátt. Heildræn kynfræðsla, kynheilbrigðis- þjónusta ætluð ungu fólki ásamt ábyrgri umfjöllun fjölmiðla um kynlíf er líkleg til að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks. Sóley S. Bender er dósent við hjúkrunarfræðideild og doktorsnemi við læknadeild Háskóla íslands. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.