Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 12
stæðinga sína áður en vandamál hljótast af. Stundum getur verið rétt að ráðleggja fólki að huga að því að finna vinnu sem getur samræmst lífi með langvinn veikindi áður en veikindin valda mikilli breytingu á lífsháttum. Af hverju þurfa langveikir að læra að hlusta á boð lík- ama síns? Ef langveikur einstaklingur nær snemma í sjúk- dómsferli að tileinka sér ákveðna hæfni og öryggi í að skynja og greina sjúkdómsmerkin getur það aukið öryggi viðkomandi á seinni stigum sjúkdómsins. Þá eru einkennin oft orðin flóknari og erfiðara að setja þau í samhengi við sjúkdóminn, meðferð hans og daglegt líf. Rannsóknir sýna einnig að fólk hefur mun betri stjórn á sjúkdómi sínum ef það þekkir og kann að bregðast við boðunum. Astmasjúk- ir geta komið í veg fyrir astmakast fylgi þeir líkamsboðun- um (Price, 1993b) sem og sykursjúkir í veg fyrir blóðsykur- fall (Paterson og Sloan, 1994) og fólk með liðagigt (Shaul 1997) getur dregið úr áhrifum kasts eða jafnvel komið í veg fyrir kast treysti það boðum líkamans. Tvíblind lang- tímarannsókn (stóð í 9 ár) með 1144 einstaklingum með sykursýki af tegund 1, sýndi að hættan á blóðsykurfalli varð þreföld ef blóðsykur var innan eðlilegra marka (DCCT, 1993). Þessi sama rannsókn sýndi einnig að ef blóðsykur er of hár eykst hætta á fylgikvillum sykursýkinnar mikið (DCCT, 1993). Meðal sykursjúkra er þrönga brautin milli of hás og lágs blóðsykurs vandrötuð en þó er mjög mikilvægt að feta hana til að draga úr fylgikvillum sykur- sýkinnar. Er það því mjög mikilvægt fyrir sykursjúka að læra að treysta þeim merkjum sem þeir telja einkenni um háan eða lágan blóðsykur og læra að meðhöndla þau á áhrifarlkan hátt. Eitt mikilvægasta viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á að vera að kenna langveikum að átta sig á merkjum líkama síns þannig að þeir geti þróað með sér færni til að taka sínar eigin ákvarðanir um meðferð og lagað hana að daglegu lífi, innan ákveðinna marka. Spyrja skal hina veiku hvernig þeir skynja ákveðin einkenni. Hver eru t.d. einkenni of hás blóðsykurs, eru þau óbragð í munni, þorsti eða eitthvað allt annað? Kenna þarf þeim að setja boðin frá líkamanum í samhengi við daglegt líf og örva og efla skiln- ing þeirra á líkamlegri líðan. Hvetja þarf skjólstæðinginn til að skrifa hjá sér einkennin og viðbrögð hans við þeim svo og árangur viðbragðanna. Hjúkrunarfræðingur og skjól- stæðingur finna í sameiningu lausn á viðbrögðum sem reynast ekki árangursrík. Einnig er mikilvægt að hinir lang- veiku átti sig á hvenær einkennin eru þess eðlis að æski- legt er að þeir leiti læknis. Sumir langveikir skynja einkenni veikindanna mjög mis- jafnt frá degi til dags, á það oft við um fólk með liðagigt (Brown og Williams, 1995). Torveldar það hinum langveiku að læra á sjúkdóminn og eykur óöryggi í daglegu líf. Enn mikilvægara er fyrir það fólk að reyna að átta sig á líkams- boðunum. Þessi hópur þarf því oft sérstakan stuðning og ráðgjöf frá heilbrigðisstarfsfólki. Hjúkrunarfræðingar hvetja 300 það til að skrá allt sem það gerir, t.d. áreynslu, lyfjaneyslu og fæðuval, og greina hvaða einkenni það finnur (verki, stífleika o.fl.). Tilgangurinn er að skjólstæðingurinn geti greint hvort mynstur eru í fæðuvali, áreynslu og einkennum (verkjum og stífleika). Þannig getur fólk smátt og smátt lært að greina og meta sjúkdómseinkennin og finna mynstur í þeim. Það auðveldar fólki að finna út hvernig best er að bregðast við merkjum líkamans og aðlaga þau daglegum lífsháttum. Lokaorð Langvinn veikindi verða sífellt algengari og fólk getur lifað áratugum saman með þau. Það er einnig svo að langveikt fólk þarf oft á sjúkrahúsdvöl að halda vegna annarra vandamála. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera á varðbergi og taka ávallt tillit til reynslu og mats hins langveika er þeir skipuleggja hjúkrun hans/hennar vegna veikindanna. Það er mikilvægt vegna þess sem á undan er sagt í þessari grein og í Ijósi þeirra staðhæfingar Brown og Williams (1995) að það líti út sem sérfræðiviðhorf fagstétta, þar með talið hjúkrunarfræðinga, gegnsýri svo störf þeirra með langveikum að reynsla og persónuleg þekking langveikra komist ekki að hjá fagfólki. Benner og Wrubel (1989) segja f bók sinni „The Primacy of Caring" að einn mesti ótti langveikra einstaklinga, sem náð hafa afburðafærni í að greina merki líkamans og stjórna sjúkdómsmeðferð sinni, sé að leggjast inn á sjúkrahús og fá þá verri meðferð en þeir eru sjálfir færir um að veita sér heima. Að mínu mati gerist slíkt eingöngu þegar ekki er hlustað á einstaklinginn og mark tekið á því er hann segir. Ef langveikum finnst að reynsla þeirra og skynjun sé ekki tekin með í ráðleggingar hjúkrunarfræðinga til þeirra er alltaf sú hætta fyrir hendi að þeir hunsi ráðleggingarnar og nýti ekki þá heilbrigðisþjón- ustu sem þeim er boðin. Langveikt fólk þarf ævilangan stuðning og ráðgjöf frá hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Heimildir Abudi, S., Bar-Tal, Y., Ziv, L., og Fish, M. (1997). Parkinson disease symptoms - patients' perceptions. Journat of Advanced Nursing 25, 54-59. Benner, P., og Wrubel, J. (1989). The primacy of caring. Stress and coping in health and illness. New York: Addison-Wesley Publishing Company. Bishop, G.D., og Converse, S.A. (1986). Illness representations: A prototype approach. Health Psychotogy, 5, 95-114. Brown, S., og Williams, A. (1995). Women’s experiences of rheumatoid arthritis. Journal of Advanced Nursing, 21, 695-701. Callaghan, D., og Williams, A. (1994). Living with diabetes: Issues for nursing practice. Journal of Advanced Nursing, 20, 132-139. DCCT The Diabetes Control and Complications Trial Research Group (1993). The effect of intensive treatment of diabetes on the development and progression of long-term complications in insulin- dependent diabetes mellitus. The New England Journal of Medicine, 329(14), 977-986. Glasgow, R.E. (1999). Outcome of and for diabetes education research. The Diabetes Educator, (viðauki), 25(6), 74-88. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 5. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.