Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 65
kemí Að Ud-Y'ðA kj u kY’UHAY'fY’ÆðÍ UM tAlsMem bY'e^tin^A - segir Jennífer Percival sem var með vinnusmiðju fyrir hjúkrunarfræðinga um hvernig ræða á við fólk um reykingar Jennifer Percival var í nóvembermánuði með vinnusmiðju á vegum hjúkrunarfræðideildar og fleiri aðila um samræður um reykingar við reykingafólk. Ritstjóri Tímarits hjúkrunar- fræðinga hitti hana að máli og bað hana um að segja svolítið frá sjálfri sér og hvernig hefði staðið á því að hún hefði farið að leiðbeina hjúkrunarfræðingum á þessu sviði. Hún sagðist vilja byrja á því að segja að hún væri mjög ánægð með það að hér væru ekki leyfðar tóbaksauglýs- ingar og tóbak væri ekki sýnileg söluvara í verslunum. Þar stæðum við íslendingar feti framar en Bretar. Jennifer starfar á vegum Royal College of Nursing sem sérfræð- ingur við að hafa áhrif á þá sem eru háðir tóbaki. Þegar ný stjórn tók við í Bretlandi var eitt af markmiðum hennar að starfsfólk heiibrigðisþjónustunnar skyldi taka virkan þátt í baráttunni gegn tóbaksnotkun og þar þyrfti rödd hjúkr- unarfræðinga að heyrast. Til að það væri hægt þyrfti að finna nýjar leiðir og nýtt námsefni. „Ég hef unnið með heilbrigðisráðuneytinu. En þar er ég fulltrúi hjúkrunarfræðinga á ýmsum fundum þar sem ákvarðanir eru teknar um margvísleg málefni. Hlutverk mitt er að skilgreina hlutverk hjúkrunarfræðinga og hafa áhrif á dagleg störf þeirra. Því það er ekki hægt fyrir einhvern sem vinnur á skrifstofu að ákveða hvernig daglegum störfum hjúkrunarfræðinga er háttað. Svo að hluta til starfa ég við ráðgjöf og vinn með ýmsum samtökum og reyni að hafa áhrif á starfshætti þeirra og hinn hluti vinnu minnar er að halda námskeið eða vinnusmiðjur fyrir hjúkrunarfræðinga, fara í gegnum nýtt námsefni og rannsóknir tengdar því og sjá til þess að það sé tekið í notkun. Hjúkrunarfræðingar hafa yfirleitt ekki mikinn tíma aflögu og þeim hefur þótt erfitt að taka á vandamálum sem snerta tóbaksnotkun. Stór hluti vinnu minnar felst í því að þýða námsefni og gera það aðgengilegt þeim sem vilja notfæra sér það og útskýra fyrir þeim að það er byggt á rannsóknum. Við sendum einnig efni til þessa fólks með greinaskrifum í tímarit um það sem er að gerast á þessum vettvangi og hvernig hjúkrunarfræðingar geta tekið virkari þátt í þeirri baráttu. Þetta er mjög áhugavert starf en mér finnst mjög margir hjúkrunarfræðingar hræddir um að sjúklingum þeirra verði illa við þá ef þeir tala um reykingar og tal um reykingar muni koma í veg fyrir árangur í annarri mikilvægri hjúkrunarmeðferð. Það er því margt sem kemur í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar fáist til að tala við skjól- stæðinga sína um reykingar. En aðstæður hafa breyst mikið. Hér áður gátu hjúkrunar- fræðingar rætt við sjúklinga um að þeir ættu ef til vill að hætta að reykja en þeir höfðu engin úrræði til að aðstoða þá. Núna eru til ýmis hjálpartæki, svo sem lyf í öllum lyfja- verslunum, svo það er auðveldara að aðstoða þá sem vilja hætta. Hjúkrunarfræðingar eru að læra að það er ekki þeirra hlutverk að láta fólk hætta að reykja heldur er hlutverk þeirra að ræða við fólk um kosti og ókosti þess að reykja og stuðla að því að viðkomandi taki ákvörðun og geri sér grein fyrir að það sé síður en svo einföld ákvörðun. Ekki að þvinga reykingarmanninn til að snúa baki við besta vini sínum, en þannig líta þeir oft á sígarettuna, heldur hjálpa þeim að skilja á raunhæfan hátt hvað þeir eru að gera sjálfum sér með því að reykja og hjálpa þeim að hætta.“ í vinnusmiðjunni notaði Jennifer breytingalíkan máli sínu til stuðnings en það sagði hún vera hægt að nota í sam- bandi við ýmsar breytingar sem fólk gerir á lífi sínu. Hvernig virkar það? „Ég hef fundið eitt gott líkan sem hjúkrunarfræðingar geta notað og ég kynnti hér í vinnusmiðjunni. Þegar fólk vill gera einhverjar breytingar á lífi sínu gengur það í gegnum 353 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.