Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 45
Öldungadeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar því tækifærí sem gefst með því að fá fastan dálk í tíma- ritinu. Þar gefst tækifæri til að tengja nútið við fortíð og þar með að koma á framfæri áhugamálum sem deildin hefur unnið að með því að hafist verði handa við að reisa „muna- og minjasafn". Það er okkar skoðun að gamlir munir séu sem óðast að glatast. Einnig mun gefast tækifæri að koma með gamlar og skondnar sögur og lýsingar á aðstæðum eins og verklagi og siðum o.fl. starfinu tengt því breytingar eru gífurlegar. Ég skora á alla eldri hjúkrunarfræðinga að láta frá sér heyra, hafa samband við rítstjóra eða undirritaða. Hér hefst fyrsti þáttur okkar og hefur Bergljót Líndal, hjúkrunarforstjóri, góðfúslega tekið að sér að flytja fyrsta pistilinn og kunnum við henni þakkir fyrir. Þálína Sigurjónsdóttir, formaður öldungadeildar (pats@centrum.is) Stofnun Líknar Fyrstu drög að skípulagðri heilbrígðisþjónustu á íslandi „1915 3. júní kvöddu 4 konur hjer í bæ ýmsar aðrar konur til þess að ræða um stofnun hjúkrunarfjelags hjer í bæ til að veita efnalitlum sjúklingum, sem komust eigi í spítala, heimahjúkrun ókeypis." Þannig hefst „Yfirlit yfir starf hjúkrunarfjelagsins Líkn 1915-1930“. Aðalhvatamaður var hjúkrunakonan Christo- phine Bjarnhjeðinsson og var hún fyrsti formaður. Síðar segir: „Starf fjelagsins með einni fullkominni hjúkrunarkonu skyldi byrja þá um haustið 1. okt.“ í lögum Líknar segir m.a.: „Stjórnin ræður fullkomlega menntaða hjúkrunar- konu, fjelagsfundur ákveður hver skuli vera laun hjúkrunar- konu. Hjúkrunarkona skal ekki vera á sama stað allan daginn, heldur heimsækja sem flesta sjúklinga á degi hverjum." Aðalstarf hjúkrunarkonu Líknar var hjúkrun berklasjúkl- inga, en berklar voru sívaxandi vandamál, síðar kom félag- ið á fót berklavarnarstöð sem var í raun fyrsti vísir að heilsuverndarstöð hér á landi. Árið 1927 kom það á fót ungbarnavernd og ári síðar mæðravernd. Félagið réð til sín lækna, sérfræðinga í viðkomandi greinum, og hjúkrunarkonunum fjölgaði smátt og smátt. Gerðar voru miklar kröfur um menntun hjúkrunarkvenna og fóru nokkrar þeirra utan til að „fullkomna" sig í hjúkr- unarstörfunum. Þær voru orðnar 10 um það er lauk. Félagar urðu flestir 170. Með stofnun Líknar hefst merkilegur kafli í íslenskri Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 heilbrigðisþjónustu, þar voru lögð fyrstu drög að skipu- lagðri heilsugæslu á íslandi. Starfsemin jókst jafnt og þétt og innan nokkurra ára var hún orðin ómissandi þáttur heilbrigðisþjónustunnar. Þar var unnið erfitt starf af mikilli hugsjón, glímt við stöðugan fjárskort og sífellt var verið að finna leiðir til að afla fjár til rekstrarins, t.d. með alls kyns skemmtunum, merkjasölu, „lotteríi“ o.fl. Starfsemin var styrkt af ríkinu, bæjarfjelagi Reykjavíkur, sjúkrasamlagi Reykjavíkur, bæjar- fjelagi Hafnarfjarðar, enn fremur með „meðlimagjöldum", gjöfum og áheitum. Það stóð fyrir miklum matargjöfum, lýsisgjöfum, fatagjöfum, enn fremur skemmtunum og ferðalögum fyrir „Líknarbömin". Bæjaryfirvöld gerðu sér grein fyrir nauðsyn þessarar starfsemi og árið 1946 var ákveðið að „gera tillögur um stærð og fyrirkomulag full- kominnar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík". Heilsuverndar- stöðin var vígð 2. mars 1957 og var Líkn þá lögð niður. Rétt er að geta þess í lokin að árið 1902 var Hjúkrunar- félag Reykjavíkur stofnað fyrir atbeina Oddfellowreglunnar. Fyrsti formaður þess var Jón Helgason biskup. Það annaðist heimahjúkrun í tæp 30 ár þar til Líkn tók við. Líkn var stofnað af konum, stjórnað af konum og rekið af konum. Konur höfðu ekki einu sinni kosningarétt þegar félagið var stofnað. Hjúkrunarkonur áttu þar stóran þátt sem hjúkrunarfræðingar í dag gætu kannski tekið til fyrirmyndar. Bergljót Líndal 333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.