Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 54
J\Aaíkn - leið til bata Bókin „Matarfíkn, leið til bata“ er komin út í íslenskri þýðingu en hún er byggð á 12 spora kerfi OA-samtakanna. Höfundur bókarinnar er Jim A. sem átti við offituvanda að stríða en losaði sig við 50 kíló og hefur haldið sér þannig í rúm 20 ár. í bókinni er farið í gegnum sporin 12 og erfðavenjur samtakanna og leiðbeiningar til þeirra sem vinna með fólki sem á við offituvandamál að stríða. Útgefandi bókarinnar, sem er félagsmaður í OA-samtökunum, segist hafa hitt Jim A. er hann var á ferð hér um landið og eftir að hafa lesið bókina samkvæmt ábendingum félaga síns var fengið leyfi hjá höfundi til að gefa bókina út í íslenskri þýð- ingu. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga hitti að máli konu sem hefur átt við þessi vandamál að strlða en tekist að finna aðstoð í OA-samtökunum. „Þarf aldrei aftur að fara í megrun" „Ég held ég hafi byrjað ofát svona um það bil er ég hætti á brjósti," segir hún og hlær. „Að minnsta kosti eru ótrúlega margar minningar mínar tengdar mat. Ég var feitlagið barn, feitari en jafnaldrar mínir, og fannst það leiðinlegt. Fyrstu megrunina fór ég í 10-12 ára gömul, náði þá nokkrum árangri, léttist um nokkur kíló, en varð aldrei grönn. Þetta fór að há mér meira og meira er ég var unglingur, þó var ég ekkert mjög feit en fannst ég feitari en ég var. Ég hélt að engum strák gæti dottið í hug að verða hrifinn af mér og hélt alltaf að það lægju einhverjar annarlegar hvatir að baki ef þeir sýndu mér áhuga. Á þessum tíma las ég allt sem ég náði í um mataræði, 342 varð eins og gangandi alfræðiorðabók um þessi mál en það gagnaðist mér samt ekkert. Ég hélt áfram að bæta á mig og reyndi öll ráð til að léttast, fór í gönguferðir, líkams- rækt, megrunarklúbb, námskeið hjá næringarfræðingi, ég hef reynt flestalla megrunarkúra, svo sem súpukúrinn, jógúrtkúrinn, herbalife og margt fleira. Ég léttist oft um nokkur kíló en svo bættust þau á aftur og nokkur ný til viðbótar. Mér fannst mjög hallærislegt að geta ekki náð tökum á þessu, gekk vel á öðrum sviðum, svo sem í skól- anum. Ég tók margoft ákvarðanir í mikilli einlægni en gat aldrei staðið við þær, ætlaði að borða eina brauðsneið en þær urðu fimm, áramótaheitið árum saman var að léttast og reyna að komast í kjörþyngd en ekkert gekk. Þetta varð verra og verra og ég varð sífellt vonlausari, var alltaf að rakka sjálfa mig niður. Eitt sinn sagði ég við vinkonu mína að ég vildi óska að ég væri alkóhólisti, þá gæti maður fengið einhverja aðstoð í kerfinu. Ég reyndi allt, meðal annars heilsufæði en borðaði bara allt of mikið af því! Fyrir átta árum frétti ég svo af OA-samtökunum og skellti mér á einn fund. Mér var ráðlagt að mæta á sex fundi. Ég var í mikilli afneitun á þessum tíma og þegar ég kom á fundinn fannst mér flestir sem þar voru kolruglaðir. Vildi ekki samsama mig þessu fólki, ég gæti gert þetta sjálf. Svo sá ég að ég var í nákvæmlega sömu sporum og þau, ég var ekki ein um að vera svona rugluð og það var leið út úr þessu. Var svo í samtökunum í fjögur ár og léttist um 30 kíló. í fyrsta skipti gat ég gert það sem ég hafði alltaf ætlað mér og staðið við ákvarðanir mínar. Ég var þá í mjög góðu formi, var í líkamsrækt og borðaði hollan mat. Svo kom að því að ég útskrifaði mig og fannst ég geta þetta sjálf. Eftir sex mánuði var ég byrjuð í bullinu aftur og á tveimur og hálfu ári borðaði ég á mig 30 kílóin aftur. Ég sá þó ekki sjálf á hvaða leið ég var fyrr en of seint og það var mjög niðurlægjandi að vera svona, þetta hafði mikil og slæm áhrif á sjálfsmyndina, mér fannst ég veiklunduð fitu- bolla. Það var erfitt að fara að sækja um vinnu svona feit. Ég var 120 kíló þegar ég byrjaði í OA-samtökunum aftur og á einu og hálfu ári hef ég misst aftur þessi 30 kíló sem ég hafði bætt á mig. Ég fékk mér trúnaðarkonu og við gerðum mataráætlun sem mér tókst að halda. í dag borða ég fjórum sinnum á dag, ekkert milli mála og aldrei sykur. Einn súkkulaðibiti hjá mér gæti þýtt að ég borðaði heilan konfektkassa og kannski eitt lambalæri í kjölfarið! í dag veit ég að ég get ekki gert þetta ein, verð að fá stuðning og mæti að minnsta kosti einu sinni í viku á OA-fund. Ég var hrokafull hér áður, hef alltaf verið utan trú- og stjórnmálaflokka, en Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.