Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 38
Þjáning og sársauki sjúklinga Of fáliðað 124 Ekki of fáliðað 50 Samskipti við stjórnendur Of fáliðað 124 Ekki of fáliðað 52 Samstarf við annað fagfólk Of fáliðað 124 Ekki of fáliðað 51 Almennt samstarf og starfsandi Of fáliðað 127 Ekki of fáliðað 52 2,82 0,74 2,48 0,73 2,79’ 2,24 0,65 1,97 0,73 2,38’ 2,24 0,43 2,06 0,55 2,37’ 2,22 0,44 2,05 0,58 2,10’ *p<0,05; ’ ‘*p<0,01; * O o' V o. Samantekt og umræða [ þessari grein hefur verið fjallað um almenna álagsþætti í störfum hjúkrunarfræðinga, eða streituvalda í vinnu, og álagsþætti sem snúa sérstaklega að hjúkrun, eða álags- þætti í hjúkrun. Of mikil vinna var sá almenni álagsþáttur sem olli mestri streitu í vinnu, en næstmestri streitu í vinnu ollu ónóg boðskipti og ráðgjöf. Önnur atriði, sem hjúkr- unarfræðingar segja að valdi talsverði streitu í vinnu, voru þau að eiga erfitt með að gleyma vinnunni þegar heim er komið og að hafa litla stjórn á umhverfi sínu. Þegar litið er á álagsþætti, sem lúta sérstaklega að hjúkrunarstarfinu kemur í Ijós að það að horfa á sjúklinga þjást veldur mestu álagi en næstmestu álagi veldur ónógur tími til að sinna hjúkrunarstörfum, og að veita sjúklingi andlega aðhlynningu olli ámóta miklu álagi. Fjórða mesta álaginu olli ónóg mönnun á deildum. Ónóg mönnun og skortur á hjúkrunarfræðingum jók bæði almennt vinnuálag og álagsþætti í hjúkrun. Skortur á hjúkrunarfræðingum jók sérstaklega streitu vegna sam- skipta við sjúklinga og aðstandendur. Almennt má segja að vinnuálag og álagsþættir í hjúkrun vaxi í réttu hlutfalli við skort á hjúkrunarfræðingum sem og álag tengt umönnun sjúklinga. Sama á við um álag tengt þjáningu og sársauka sjúklinga, álag vegna andlegs stuðnings við sjúklinga og álag vegna klínískra vandamála í hjúkrunarmeðferð. Skortur á hjúkrunarfræðingum reyndist einnig hafa áhrif á álagsþætti sem tengjast samstarfi og samvinnu við annað fagfólk. 124 þátttakendur töldu vinnustað sinn of fáliðaðan samanborið við 52 sem ekki þótti of fáliðað. Þeir sem töldu of fáliðað á sínum vinnustað fundu fyrir meiru almennu vinnuálagi en hinir sem ekki töldu of fáliðað. Þeir undirþættir spurningalistans Streituvaldar í vinnu, sem mældu mestan mun á þessum tveimur hópum, voru streituvaldar tengdir samskiptum við sjúklinga og aðstandendur, öryggi og aðbúnaði, og samstarfi og samstarfsörðugleikum. Álags- þættir í hjúkrun mældust einnig meiri hjá þeim þátttak- endum sem töldu of fáliðað á sínum vinnustað. Þessi munur kom fram á öllum álagsþáttum hjúkrunar nema þeim sem 326 snúa að klínísku samstarfi, þ.e.a.s. á álagi sem stafar af skorti á faglegum stuðningi, og meðferðarsamstarfi og ágreiningi um meðferð. Mestur munur, sem mældist á milli þeirra sem töldu of fáliðað og hinna sem ekki töldu of fáliðað, er á álagsþáttum í hjúkrun sem mæla vinnuálag, umönnun sjúklinga og þjáningu og sársauka sjúklinga en minnstur á álagsþáttum sem tengjast samstarfi. Fjölgun innlagna og aukarúm á deildum auka vinnuálag og fjölga streituvöldum í hjúkrun. Álagsþættir í hjúkrun mældust mestir þar sem innlagnir jukust mest. Sé litið á undirþætti spurningalistans Álagsþættir í hjúkrun hefur fjölgun innlagna tölfræðilega marktæk áhrif á álagsþætti sem tengjast samstarfi við annað fagfólk, samskiptum við stjórnendur, andlegum stuðningi við sjúklinga, meðferðar- samstarfi og ágreiningi um meðferð. Tölfræðilega mark- tæk fylgni er einnig á milli álagsþátta í hjúkrun og fjölda aukarúma. Marktæk fylgni mældist bæði við spurninga- listann í heild og flesta undirþætti hans. Þessi fylgni var mest hvað varðar álag tengt umönnun sjúklinga, því að veita andlegan stuðning og klínískum vandamálum í hjúkr- unarmeðferð. Tölfræðilega marktæk fylgni mældist líka á milli almenns vinnuálags, eða streituvalda í vinnu, og fjölda aukarúma. Þessi marktækni mældist bæði við spurninga- listann í heild og þá þætti hans sem mæla álag tengt öryggi og aðbúnaði, og samskiptum við sjúklinga. Eðli vinnustaðarins sjálfs hefur bæði áhrif á almenna streituvalda í vinnu og álagsþætti í hjúkrun. Þannig greindu þátttakendur, sem starfa á sjúkrahúsi, frá meiri streitu í sam- skiptum við sjúklinga og aðstandendur og vegna öryggis og aðbúnaðar á vinnustað en þeir sem starfa á öðrum vinnu- stöðum. Flins vegar greindu þátttakendur, sem starfa á sjúkrahúsum, frá minni streitu en aðrir hvað varðar tilbreyt- ingarleysi og einhæfni í störfum. Streita tengd tilbreytingar- leysi og einhæfni í störfum mældist aftur á móti mest meðal þeirra sem unnu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Álags- þættir í hjúkrun mældust minnstir hjá þeim þátttakendum sem vinna í heilsugæslu. Þessi munur er mestur á álags- þáttum í hjúkrun sem mæla umönnun sjúklinga og þjáningu og sársauka sjúklinga. Munurinn á milli þeirra sem vinna í heilsugæslu og hinna er líka mikill á álagsþáttum í hjúkrun sem tengjast klínískum vandamálum í hjúkrunarmeðferð og meðferðarsamstarfi, og ágreiningi um meðferð. Aldur þátttakenda hafði áhrif á streituvalda sem tengj- ast samstarfi og samstarfsörðugleikum og starfsaldur hafði áhrif á streituvalda sem tengjast samskiptum við sjúklinga og aðstandendur. Streita tengd samstarfi leggst líka þyngra á stjórnendur en almenna hjúkrunarfræðinga. Streituvaldar tengdir samstarfsörðugleikum mældust lægstir í yngsta aldurshópnum en hæstir í elsta aldurs- flokknum og í aldursflokknum 40 til 49 ára. Streita tengd samskiptum við sjúklinga og aðstandendur fer aftur á móti tölfræðilega marktækt minnkandi eftir starfsaldri, mældist langlægst meðal þátttakenda sem höfðu unnið 5 ár eða Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.