Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 11
líta á sjálfa sig sem sérfræðinga en ekki bara heilbrigðis- starfsfólkið (Hernandez, 2000). Þessir rannsakendur leggja áherslu á að sjálfsímynd fólks verði að breytast svo það þrói afburðarfærni í að skynja og stjórna líkamlegum tákn- um (Haberman, 1996; Hernandez, 1996; Shaul, 1997). Þeir greina færnimyndun ekki mjög nákvæmlega en það er að mínu mati grunnur þess að við hjúkrunarfræðingar getum skilið hvernig langveikir þróa mér sér afburðafærni og þá um leið eigum við að geta aukið færni þessa fólks. Reynsla langveikra af samskiptum við heilbrigðis- starfsfólk Hver ætli reynsla langveikra sé af samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk? í áðurnefndri greiningu á rannsóknum meðal langveikra ályktuðu Thorne og Þaterson (1998) að nú orðið líti heilbrigðisstarfsfólk meira á hina langveiku sem samstarfsaðila með mikla þekkingu. Þegar þessi fullyrðing er skoðuð nánar kemur í Ijós að til eru rannsóknir (Callaghan og Williams, 1994) sem segja þetta, en mun fleiri velta því fyrir sér hvort málum sé þannig háttað í raun, meira að segja rannsóknir eftir sömu höfunda. Rannsóknir þessar voru gerðar meðal fólks með háþrýsting, sykursýki og síþreytu og sýndu að þátttakendur í þeim fundu fyrir þrýstingi frá heilþrigðisstarfsfólki um að framfylgja fyrir- mælum (Weiss og Hutchinson, 2000), kvartanir sjúklinga voru ekki teknar alvarlega (Koch, Kralik og Sonnack, 1999) og líkamlegir kvillar voru útskýrðir sem andleg vandamál (Thorne, Nylin og Raterson, 2000). Við sjúk- dómsreynslu þeirra var oft brugðist með vantrúnaði og ráðleggingar voru teknar beint úr bókum án þess að setja þær í samhengi við aðstæður eða reynslu viðkomandi sjúklings. Einnig mætti þessum einstaklingum vantrú heil- brigðisstarfsfólks á því að þeir gætu sjálfir tekið ákvarðanir um sjúkdómsmeðferðina og þeim fannst heilbrigðisstarfs- fólk hengja sig í sérfræðihlutverk sitt (Thorne o. fl., 2000). í einni rannsókninni (Thorne o. fl., 2000) voru samskipti langveikra og heilbrigðisstarfsfólks svo mikilvæg að sjúklingunum virtist það eitt aðalviðfangsefnið. Takmarkanir margra áðurnefndra rannsókna eru að þær eru gerðar á konum í efri millistétt í Bandaríkjunum eða Kanada (Koch o. fl., 1999; Shaul, 1997; Thorne o. fl., 2000) . Þar sem vitað er að þjóðfélagsstaða hefur áhrif á reynslu einstaklings er ekki hægt að yfirfæra niðurstöð- urnar beint á ísland. Flestar rannsóknirnar eru eigindlegar, svo að þær hafa ekki alhæfingargildi en gefa vísbendingar sem hægt er að nota við hjúkrun við svipaðar aðstæður. Rannsóknir þær, sem fjallað hefur verið um, sýna vel tvískinnung þann sem á sér stað í okkar vestrænu heil- brigðiskerfum. Heilbrigðiskerfi okkar gera ráð fyrir að lang- veikir sjái um sjúkdómsmeðferð sína heima, stundum með aðstoð ættingja en oftast án mikillar aðstoðar heilbrigðis- starfsfólks. Þegar svo hinn langveiki kemur í eftirlit eða til meðferðar í heilbrigðiskerfinu mætir honum stundum van- trú á að hann sé fær um að meðhöndla sjúkdóm sinn. Hjúkrunarfræðingar verða að muna að setja sig í spor hins langveika og dæma hann ekki eftir því hvort hann hafi náð markmiðum meðferðar. Langveikir meta oft árangur sinn við að ná tökum á og meðhöndla veikindin út frá öðrum forsendum en heilbrigðisstarfsfólk. Þegar heilbrigðisstarfs- fólk metur árangur meðferðar eru hlutlægar upplýsingar oft mjög fyrirferðarmiklar, s.s. langtímablóðsykurstjórnun- argildið eða tíðni astmakasta (Wikblad, 1991; Glasgow, 1999). Hinir langveiku taka tillit til fleiri þátta er þeir meta árangur meðferðar og áhrif veikinda á daglegt líf, meðal annars hvernig þeim líður líkamlega og andlega með sjúkdómsmeðferðinni, hvernig þeim tekst að samræma meðferð og daglegt líf og hvaða áhrif hegðun þeirra hefur á sjúkdóminn og sjúkdómsmeðferðina (Wikblad, 1991; Hunt, Arar og Larme, 1998). Svo hinn langveiki fái sem besta hjúkrun er mikilvægt að skrá og fylgjast með breyt- ingum á því hvernig skjólstæðingurinn metur líkamleg boð og áhrif veikinda á daglegt líf, andlega og félagslega líðan. Hjúkrunarfræðingurinn athugar og metur reynslu skjól- stæðings af sjúkdómsmerkjum. Hann bendir skjólstæðingi á algeng einkenni sem fylgja veikindum hans, s.s. vöðva- þreytu og verki hjá Rarkinsonsjúklingum, og hvetur skjól- stæðinginn til að athuga hvort hann hafi reynslu af þeim. Treystum líkamsboðunum Til þess að hjúkrunarfræðingar geti aðstoðað hina lang- veiku til að treysta á boð líkamans þurfa þeir að vita hvað eru „eðlileg" einkenni viðkomandi sjúkdóms. Auka þarf rannsóknir á hvað eru „eðlileg" einkenni tiltekinna lang- vinnra sjúkdóma. Þetta er mikilvægt í hjúkrun þar sem ein- göngu þá er hægt að kenna langveikum að greina sjúk- dómsboðin og viðbrögð þeirra við þeim, sem og að kom- ast að hvað hinir langveiku telja vera erfiðast við sjúkdóm- inn í daglegu lífi. Abudi o. fl. (1997) gerðu rannsókn meðal 39 einstaklinga með Rarkinsonsjúkdóm þar sem einkenni, sem sérfræðingar töldu algeng að sögn bóka, voru borin saman við reynslu einstaklinganna. Niðurstöðurnar sýndu að Parkinsonsjúklingar og sérfræðingar voru sammála um sjálf sjúkdómseinkennin en ósammála um áhrif einkenn- anna á daglegt líf. Hinir langveiku töldu að andleg og félagsleg einkenni hefðu mun meiri áhrif á daglegt líf þeirra en líkamleg einkenni. Líkamleg einkenni vógu þyngst í rnati sérfræðinganna og þeir álitu þau hafa mest áhrif á líf fólks sem þjáist af Parkinsonveiki. Þarna er greinilegt ósamræmi á milli reynslu hins veika og þess sem hjúkrunarfræðingar og aðrar heilbrigðisstéttir álíta að hafi mest áhrif á líf hins sjúka. Eins og þarna kemur fram finnst mörgum langveik- um að sjúkdómurinn hafi truflandi áhrif á félagslega virkni og atvinnuþátttöku. Er það í samræmi við reynslu mína af samskiptum við langveika sem oft eru félagslega einangr- aðir og hafa misst vinnu sína vegna veikindanna. Ákjósan- legt er að hjúkrunarfræðingar ræði þessi mál við skjól- 299 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.