Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 31
best að aðgerðarsvæðinu. Kristín og Jón Magnús Kristjáns- son, deildarlæknir á svæfingardeild, tara nú að tala við sjúklinginn og segja honum að anda djúpt og biðja hann að opna augun. Kristín útskýrir að þau þurfi að sjá að sjúkling- urinn geti andað vel sjálfur áður en barkarennan er fjarlægð. Aðgerðinni er lokið og Kristín og Jón Magnús vekja sjúklinginn. Sjúklingurinn er þá fluttur yfir í sitt rúm og Kristín fer með hann á vöknun sem er skammt frá skurðstofunni. Þar tengir hún hann við súrefni og vaktara sem mælir blóð- þrýsting, púls og súrefnismettun. Hún gefur síðan hjúkrunarfræðingunum á vöknun „rapport" um sjúklinginn þar sem hún fer m.a. yfir heilsu- farssögu hans, segir frá líðan hans í aðgerð, gangi aðgerðarinnar, lyfjagjöf, vökva- og blóðjafnvægi og hvaða leggi og línur hann sé með. Við Hanna förum einnig að líta á sjúklinginn. Hann dormar en svarar vel þegar Hanna talar við hann og segir að sér líði ágætlega. Hanna spyr hann hvort hann hafi dreymt eitthvað því svæfingarlyfið, sem hann fékk, hafi þau áhrif á marga að þá dreymi mikið. En hann segist ekki muna neina drauma. Við kveðjum og höldum inn á fundarherbergi þar sem við ætlum að hitta Margréti og ræða aðeins saman en Kristín er aftur á móti tekin til starfa við næstu aðgerð. Bryndís Kristjánsdóttir Opið bréf tíl hjúkrunarfræðinga: kjúkv’UK.AY; MÍnjAv' oeYÍcfÆY'i Frá byrjun þessa árs hefur sérstök sögu- og minjanefnd verið starfandi á vegum félagsins. Henni er annars vegar ætlað það hlutverk að skoða og ákveða á hvern hátt megi skrá og varðveita sögu hjúkrunar á íslandi og hins vegar að huga að möguleikum á stofnun minjasafns hjúkrunar. í nefndinni eiga sæti Ásta Möller, sem er formaður nefndarinnar, Þorgerður Ragnarsdóttir, Vilborg Ingólfsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Sigþrúður Ingimundar- dóttir og Herdís Sveinsdóttir. Ritari nefndarinnar er Aðalbjörg Finnbogadóttir. Ritun íslenskrar hjúkrunarsögu er þegar hafin. Stjórn félagsins hefur gert samkomulag við Margréti Guðmunds- dóttur, sagnfræðing, um ritun íslenskrar hjúkrunarsögu og mun það taka nokkur ár enda er um afar viðamikið verkefni að ræða. Verður efnis víða leitað og m.a. áformað að rannsaka sérstaklega upphaf hjúkrunar á íslandi, for- sögu þess að menntaðir hjúkrunarfræðingar komu til starfa hér á landi. Þá liggja víða skemmtileg gögn sem notuð verða. Efni tímaritsins okkar, sem gefið hefur verið út óslitið frá 1925, er þar einna mikilvægast. Þá má nefna að fundagrerðir Hjúkrunarfélagsins Líknar fundust nýlega en þau gögn höfðu verið týnd um árabil. Eru þær merkileg heimild um upphafsár faglegrar hjúkrunar hér á landi. Þá verður einnig byggt á gögnum sem María Þétursdóttir hefur safnað gegnum tíðina en María skrifaði sögu hjúkr- unar á íslandi fyrir nokkrum áratugum. Hún hefur verið óþreytandi að viða að sér frekari gögnum um efnið og að öðrum ólöstuðum verið sá aðili sem mest hefur beitt sér í að halda þessu verkefni á lofti. Athugun á möguleikum á stofnun minjasafns hjúkrunar er styttra á veg komin. Bergdís Kristjánsdóttir og Þálína Sigurjónsdóttir hafa komið til liðs við nefndina vegna þess. Ljóst er að minjar liggja víða og brýnt er að halda þeim til haga. Á félagsráðsfundi nýverið var fjallað um mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar athuguðu hvaða minjar liggja fyrir á vinnustöðum þeirra eða annars staðar og gæti þess að þeim verði ekki fargað. Það eru tilmæli frá nefndinni að hjúkrunarfræðingar láti Aðalbjörgu Finnbogadóttur, sem er ritari nefndarinnar, vita um slíkar minjar, annaðhvort til varð- veislu hjá viðkomandi stofnunum eða félagið fái að halda utan um þær. Vonandi getum við innan tíðar komið þessum gögnum saman á einn stað þannig að sómi verði að. Ásta Möller Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 319
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.