Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Side 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Side 41
Sumir bjóða mikinn fjölda fræðigreina, aðrir sérhæfa sig á vissu sviði, t.d. heilbrigðissviði. Sumir skólar, hvort sem þeir eru reknir af yfirvöldum eða eru einkareknir, eiga sín eigin sjúkrahús þar sem nemendur fara í verknám. Skólar, sem ekki reka sitt eigið sjúkrahús, gera samning við sjúkrahús um verknám fyrir sína nemendur. Þessir nem- endur geta átt erfitt með að fá góð námstækifæri því hinir nemendurnir hafa forgang. Hér blandast líka inn í hversu áhugasamir og ýtnir nemendur eru. Það getur því verið nokkur munur á þeirri klínísku reynslu sem hjúkrunarfræð- ingar hafa við útskrift. Annars er strangt eftirlit með mætingu í verklegt nám. Fjarveru bætum við upp annan dag og sums staðar þurfum við að bæta upp einn fjarverudag með tveimur eða þremur dögum. Hildur: Hverjir eru leiðbeinendur í verknámi? lone: Skólinn ræður leiðbeinendur sem yfirleitt eru ekki starfsmenn viðkomandi stofnunar. Þeir eru daglega með nemendum og kenna þeim hin ýmsu verk og að leysa klínísk verkefni. Hver leiðbeinandi er með um það bil 6 nemendur. Hlutverk hjúkrunarfræðinga á deildum er minna en mér sýnist það vera hér þó vissulega séu nemarnir inni í starfshópum deilda. Hildur: Þú talaðir um rannsókn sem lokaverkefni. Viltu segja mér nánar frá því? lone: Lokaverkefni okkar er rannsókn sem við þurfum að verja frammi fyrir dómnefnd. Hildur: Um hvað fjalla verkefnin? lone: Ýmislegt, ég veit það ekki nákvæmlega. Mín rannsókn fjallaði um viðhorf hjúkrunarfræðinga til ungra sjúklinga annars vegar og aldraðra sjúklinga hins vegar. Ég ætlaði að tala við eyðnisjúklinga en fékk ekki leyfi til þess. Hildur: Hvers vegna eigið þið að verja rannsóknina fyrir dómnefnd? Veistu hvort það er tíðkað í öðrum löndum? lone: Ég veit ekki hvernig þessu er háttað í öðrum löndum. Ég held að hjá okkur sé þetta tilkomið vegna þess að sumir hafa keypt rannsóknir hjá svokölluðum „hired researchers". Slíkt uppgötvast venjulega við vörnina. Hildur: Er eitthvað fleira sem þér finnst athyglisvert að segja frá varðandi ykkar menntun? lone: Já, til dæmis eru búningar okkar öðruvísi. Eftir annað árið eru okkur afhentir kappar með viðhöfn sem við köllum „capping ceremony". Á henni kveikjum við á kerti til heiðurs Florence Nightingale og svunta bætist við nema- búning okkar. Svo þurfum við að greiða fyrir fleiri hluti en þið. Við borgum til dæmis sjálf nemabúninga okkar og verðum að kaupa mismunandi búninga fyrir mismunandi sérsvið. Á deildum erum við í hvítum búningum, á skurð- stofu í bláum, á fæðingarstofu í bleikum og svo þurfum við að kaupa svarta skó þegar við erum í starfsnámi í heilsu- gæslunni. Svo þurfa allir að eiga sinn eigin blóðþrýst- ingsmæli. Hildur: Hvað kostar námið ykkur í heildina? Útskriftarathöfn lone. lone: Það er varla hægt að gefa upp neina tölu því það er svo misjafnt eftir skólum. Samanburður við ísland er líka svo erfiður vegna mismunandi verðlags. Kostnaður við hjúkrunarfræðinám er í meðallagi miðað við annað nám heilbrigðisstétta en það hafa alls ekki allir efni á að fara í námið. Hildur: Er eitthvað fleira sem þig langar til að segja okkur frá? lone: Já, kannski eitt. Til þess að fá hjúkrunarleyfi er ekki nóg fyrir okkur að leggja fram gögn um að við höfum útskrifast úr náminu. Við tökum próf í hjúkrunargreinunum, próf sem er samræmt yfir allt landið og kallast „nurse licensure examination". Það útskrifast um það bil 60.000 hjúkrunarfræðingar árlega frá um það bil eitt hundrað skól- um og um helmingur nær prófinu í fyrstu atrennu. Þeir sem falla geta tekið það aftur eftir hálft ár og svo aftur eftir hálft ár. Þeir sem falla í 3ja sinn þurfa að taka eitt námsár í viðbót. Það er sérstakt upprifjunarár sem líkist fjórða árinu. Hildur: Hvaða einkunn þurfa nemendur að fá til að standast prófið? lone: Eftir því sem ég best veit er það ekki föst tala heldur er miðað við einkunn sem er að minnsta kosti 75% af einkunn þess sem var hæstur. Hildur: Þó viðtal okkar hafi eingöngu átt að fjalla um hjúkrunarfræðimenntun á Filippseyjum langar mig aðeins að spyrja þig af hverju svo margir filippeyskir hjúkrunar- fræðingar vinna erlendis? Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 329

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.