Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 70

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 70
Þankastrik Þankastrík er fastur dálkur I blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. í Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færí á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistiarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfótk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Björg Árnadóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Margréti Blöndal sem tekur hér upp þráðinn. 'Hjwkv'an ÍMÁAlÁY, KjAY'tA, Margrét Blöndal Ég velti því oft fyrir mér hvort hætta sé á að við hjúkrunar- fræðingar gleymum mikilvægi andlegrar hjúkrunar í öngþveiti sífelldra breytinga og starfsálags? Það er hægt að veita fullkomna tæknilega þjónustu með huga slitinn úr samhengi við hönd en í huga sjúklingsins getur vantað töluvert ef hjartað er ekki með. Hjúkrunarfræðingar hafa tilhneigingu til að hlaupa sífellt hraðar á yfirfullum heilbrigðisstofnunum. Fylgir ekki firring þessu ástandi? Þessu álagi, þessari hugsun að það taki því ekki að leggja sig fram, það sé ekki tími? Hvar eru mörkin? Hvað með nýjar leiðir? Við getum treyst því að breytingar eru og verða daglegur veruleiki í heilbrigðisþjónustunni eins og í lífinu sjálfu. Því fylgir að við þurfum að axla þá ábyrgð að hafa áhrif á breytingar í heilbrigðisþjónustunni þannig að hjúkrun verði áfram veitt með huga, hjarta og hönd. í ferli breytinga felst einmitt möguleikinn á að hafa áhrif. Láta rödd sína heyrast. Koma skoðunum sínum á framfæri á uppbyggilegan hátt til hagsbóta fyrir þá sem við hjúkrum. Þegar ég tek þátt í umræðum hjúkrunarfræðinga um mikil- vægi þess að veita andlega hjúkrun segjast margir finna til óöryggis þegar kemur að andlega þætti hjúkrunarinnar. Mörgum finnst auðveldara að koma sér undan erfiðum tilfinningum eða fyrirspurnum heldur en að takast á við þær og þar með eðlilegan ótta við eigin vanþekkingu. Talað er um „erfiða" skjólstæðinga og stundum sagt að fólk í heilbrigðisstéttum séu „erfiðustu" skjól- stæðingarnir. Slíkt tal ber merki um ónóga þekkingu á áhrifum heilbrigðisvanda og kreppu á manneskjuna. Heilbrigðisstéttir vita betur en aðrir hvaða þjónustu þeir vilja og ættu að fá þegar þær lenda hinumegin borðsins. Það er ekkert til sem heitir erfiðir skjólstæðingar. Bara skjólstæðingar sem eiga erfitt. Okkar hlutverk er að sinna þörfum þeirra. Mér finnst of margir hjúkrunarfræðingar misskilja „fag- mennsku" í hjúkrunarstarfinu. Fagmennska gangi út á að vera tæknilega fær og vita allt um fræðin en vera stífur og tilfinninga- lega fjarlægur. Óttinn við að „taka sjúklinginn inn á sig“ verður hindrun. Fræðin segja okkur að skjólstæðingar okkar þurfa umhyggju, samúð og samhyggð. Fagmennskan felur það einnig í sér að við leitumst við að vinna úr og læra af þeim áhrifum sem þjáning annarra hefur óhjákvæmilega á okkur. 358 Geta hjúkrunarfræðingar leyft sér að segjast ekki hafa tíma fyrir andlega hjúkrun? Er hægt að forgangsraða tímanum betur? Dæmi: Svara í stuttu máli spurningum aðstandenda og/eða þú munir kanna málið og hringja eða tala við þá og svara fleiri spurningum síðar. Ekki segja: „Ég var nú að koma úr fríi og er ekki inni í þessu." Lagður er grunnur að öryggi og trausti ef skjólstæðingur veit að hann getur haft samband við hjúkrunar- fræðing á tilteknum tíma. Kínverska rittáknið fyrir „hlustun" er sett saman úr fimm öðrum táknum sem merkja; augu, eyru, þú, ótakmörkuð athygli og hjarta. Þarf að segja meira? Ég hef margoft orðið vitni að faglegum vinnubrögðum heil- brigðisstarfsmanna þar sem kvörtunum, reiði eða örvæntingu skjólstæðingsins var mætt með skilningi, hlustun og yfirvegun þess sem veit að það er besta hjálpin. Auðveldasta leiðin til að nálgast þann sem þjáist á einhvern hátt er að reyna að setja sig í hans spor: Hvernig vildi ég vera ávörpuð? Hvaða framkomu myndi ég vilja? Byrja þar, fikra sig áfram og spyrja: „Hvað vilt þú?“ Spurðu og hjálpaðu honum að skoða líðan sína og möguleika í stöðunni. Hans er valið. Þannig veitum við einstaklingshæfða hjúkrun. Magn er ekki það sama og gæði. Andlegur stuðningur getur skipt sköpum í meðferðarheldni, fyrirbyggt óþarfa misskilning og vanlíðan. Hægt er að hlusta í stað þess að afsaka með því hve mikið er að gera. Hægt er að veita styrk með því að hvetja áfram og hrósa. Hægt er að snerta á nærgætinn hátt þann sem er þjáður eða vansæll. Hægt er að sýna umhyggju með einu vinsamlegu brosi þegar augu mætast. Við getum ekki bjargað heiminum, fjarlægt sorg, sjúkdóma eða áföll en við getum verið með fólki og stutt það í veikindum eða kreppu. Það er okkar hlutverk. Spurningarnar eru fleiri en svörin í þessu þankastriki. Ég tel þó mikilvægt að við stöldrum við af og til og spyrjum okkur áleitinna spurninga. Annars er hætta á að tæknin fari fram úr siðferðinu í hjúkrun og einkunnarorðin hugur, hjarta og hönd standi ekki undir nafni. Ég skora á Eyrúnu Jónsdóttur að skrifa næsta þankastrik. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.