Fréttablaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Á fögrum sumardegi minnir miðbærinn á Longyear- byen á Svalbarða. Þar fæst fátt í búðum litlu verslunar- götunnar, annað en hlýjustu skjólflíkur, kuldaskór – og að vísu rifflar og haglabyssur til að verjast ísbjörnum. Fyrir nokkrum vikum var þrjátíu og fjögurra ára krikketleikari, Mustafa Bashir, fundinn sekur um líkamsárás fyrir dómi í Manchester. Bashir játaði að hafa ítrekað beitt eiginkonu sína ofbeldi. Hann lamdi hana með krikketkylfu uns hún missti meðvitund, neyddi hana til að drekka baneitrað bleikiefni, lét hana innbyrða töflur og sagði henni að fyrirfara sér. Þegar dómur var kveðinn upp ætlaði allt um koll að keyra. Um eiginkonu Bashirs hafði dómarinn nefni- lega þetta að segja: „Ég er ekki sannfærður um að hún sé varnarlaus einstaklingur … Hún er vel gefin kona, á marga vini og útskrifaðist úr háskóla.“ Dómarinn ákvað að hlífa krikketleikaranum við fangelsisvist og dæmdi hann til átján mánaða skilorðs- bundinnar refsingar. Límmiðar og skírlífisbelti Í upphafi þessarar viku prýddi forsíðu Fréttablaðsins frétt um átak söngkonunnar Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur sem felst í að sporna gegn því að fólki sé byrluð ólyfjan á skemmtistöðum. Þórunn lét útbúa sérstaka límmiða sem setja má ofan á glös til að loka þeim og koma þannig í veg fyrir að hægt sé að lauma í þau svo nefndum nauðgunar- lyfjum. Í viðtali við blaðið sagði Þórunn hugmyndina hafa vaknað þegar stúlku sem er henni nákomin var byrlað slíkt lyf á skemmtistað og henni nauðgað. Vafalaust hafa Þórunn – og forseti Íslands sem er verndari verkefnisins – talið sig hafa verið að láta gott af sér leiða. Ekki virtust þó allir þeirrar skoðunar. Í greinum á vefritum og í athugasemdum í kommenta- kerfum var Þórunn höfð að háði og spotti: „Hvað með bara skírlífisbelti?“ – „Límmiðar fyrir konur til að líma á píkuna á sér og loka henni.“ – „Ég skil ekki hvað konur eru að gera utandyra.“ Límmiðarnir voru jafnframt sagðir „segja konum að þær beri ábyrgð á að vera ekki nauðgað“ og Þórunn var sökuð um þolendaskömmun (e. victim- blaming), að færa ábyrgð á nauðgun frá geranda yfir á fórnarlamb. Á ári hverju er gengin svokölluð drusluganga víða um heim. Þar er þolendaskömmun mótmælt og þeirri hug- mynd hafnað að kenna megi útliti eða klæðaburði konu um sé henni nauðgað. Mál Mustafa Bashir ber þess skýrt vitni að baráttunni gegn þolendaskömmun og konum er hvergi nærri lokið. Vegna þess að eiginkona Bashirs var með háskólagráðu fannst dómara hún vera minna fórnarlamb; það var eins og hún hefði átt að geta varist barsmíðum hans vegna þess að hún var „vel gefin“. Þolendaskömmun er útbreitt mein sem bráðnauðsyn- legt er að berjast gegn. Sú barátta má hins vegar ekki fara út í svo miklar öfgar að hún snúist upp í andhverfu sína. Beint á byrjunarreit Einstaklingar, konur og karlar, gera ýmislegt í lífinu til að reyna að verja sig gegn ófyrirséðum áföllum, þar á meðal glæpum. Við læsum húsum okkar þegar við förum að heiman, við pössum upp á töskuna okkar á almannafæri, konur fara á sjálfsvarnarnámskeið og svo mætti lengi telja. Það skammast þó enginn út í Securitas fyrir að selja þjófavarnarkerfi eða líkamsræktarstöðvar fyrir að kenna sjálfsvarnaríþróttir. Af hverju eru límmiðar Þórunnar eitt- hvað öðruvísi? Við erum komin í hring ef við sendum út þau skilaboð að kynferðisofbeldi gegn konum sé einhvern veginn „öðruvísi“ glæpur og reyni konur að verja sig gegn honum með „hefðbundnum“ hætti séu þær að taka á sig einhverja sök. Við erum að stunda þolendaskömmun. Við erum að segja að konur eigi hlutdeild í sektinni vegna þess að þær viðurkenndu að hætta gæti verið á ferðum. Við erum að segja að vilji kona reyna að verja sig þurfi hún að skamm- ast sín. Skömmin er komin á fórnarlambið, umræðan er aftur orðin tabú og við erum komin á byrjunarreit. Í stað þess að úthrópa þá sem vekja máls á glæp sem þrífst á þögn og hírist í skuggum, væri ekki nær að taka saman höndum og opna umræðuna enn frekar? Þeir sem settu sig upp á móti átaki Þórunnar sögðu að réttara væri að segja nauðgurum að hætta að nauðga en að segja fólki að verja sig gegn nauðgurum. Annað útilokar ekki hitt. Eftirfarandi skilaboð mætti til dæmis setja fram á límmiða: Ekki vera nauðgari. Að lemja vel gefna konu Vegna flutnings á aðalskrifstofu Vinnueftirlits ríkisins frá Bíldshöfða 16 að Dvergshöfða 2 verður skrifstofan lokuð 22.-24. maí. Tekið er á móti áríðandi erindum í síma 550-4600. Aðrar skrifstofur stofnunarinnar verða opnar eins og venja er sjá heimasíðu Vinnueftirlitsins: vinnueftirlit.is Vinnueftirlitið opnar að Dvergshöfða 2, föstudaginn 26 maí. Ofvöxtur ferðamannaiðnaðar er ekki séríslenskt fyrirbæri. Ferðamenn fara eins og holskefla yfir marga rómuðustu staði veraldarinnar. Sums staðar er innfæddum nóg boðið. En úr vöndu er að ráða því ferðamennirnir eru lifi- brauðið. Feneyjar eru mesti ferðamannastaður í heimi. Þar búa örfáir tugir þúsunda, en gestirnir eru á þriðja tug milljóna. Ekki er að undra þótt einstaka Feneyjabúi stynji yfir ósköpunum. Feneyjar eru eins og lítið frímerki miðað við Ísland. Í samanburðinum er andrýmið á Íslandi óendanlegt. Fyrst Feneyingar geta tekið á móti tugum milljóna ferðamanna á hverju ári án þess að innviðirnir bresti hlýtur að vera langt í þolmörkin hjá okkur. Þess verður til dæmis ekki vart í Feneyjum að fólk komist ekki á klósett. Við getum margt lært af Feneyjabúum. Okkur hættir til að sýna útlendum gestum óþarfa undirlægjuhátt. Yfirvöld í Feneyjum hika ekki við að setja ferðamönn- unum og ferðamannaiðnaðinum stólinn fyrir dyrnar. Þau banna skyndibitakeðjur. Neonskilti og áberandi auglýsingar sjást hvergi utandyra. Karlmenn mega ekki ganga um berir að ofan og konur fá ekki að spranga um á sundbol einum fata líkt og algengt er á sólríkum ferðamannastöðum. Þannig er því skipulega forðað að mannlífið verði ferðamanninum að bráð með húð og hári. Nóg er það samt. Feneyjar halda sinni sögulegu sérstöðu. Þegar gengið er um miðborg Reykjavíkur er stundum engu líkara en maður sé kominn á fjöll. Hópar útlend- inga eru klæddir eins og pólfarar. Á fögrum sumardegi minnir miðbærinn á Longyearbyen á Svalbarða. Þar fæst fátt í búðum litlu verslunargötunnar, annað en hlýjustu skjólflíkur, kuldaskór – og að vísu rifflar og haglabyssur til að verjast ísbjörnum. Þetta er kannski í lagi á Svalbarða. Þar hefur enginn fasta búsetu og lítið gróið mannlíf að taka tillit til. Fínustu mathúsin í miðbæ Reykjavíkur eru gjarnan eins og mötuneyti rannsóknarleiðangurs á norðlægum slóðum – eða fjörlegur skíðaskáli. Sumir eru til fara eins og hríðarbylur sé í aðsigi. Gott að búðirnar í miðbæn- um selji varninginn sinn, en hvimleitt fyrir okkur sem eigum hérna heima og viljum gera okkur dagamun. Við höfum fullt leyfi til að sakna hinna örfáu sólar- daga þegar allir gengu brosandi um á stuttbuxum og bol. Það voru gleðidagar. Ótækt er að rútur skutli hverjum einasta ferðamanni upp að dyrum gististaða, tefji umferð og haldi vöku fyrir fólki um nætur þegar verst lætur. Það gerist hvergi á byggðu bóli. Af hverju láta leigubílstjórar bæjarins það yfir sig ganga að svo freklega sé gengið inn á þeirra verksvið? Ferðamennirnir hætta ekki að koma til Feneyja þótt þeim sé gert að sýna gestgjöfunum og siðum þeirra eða sérvisku tilhlýðilega virðingu. Hættan felst miklu frekar í hinu, að bugta sig og beygja fyrir ímynduðum kröfum, og verða flatneskjunni að bráð. Þannig fer mestur glansinn af mannlífinu. Pólfarar í bænum 2 0 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R16 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 2 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 1 2 0 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 5 -4 A 8 8 1 C E 5 -4 9 4 C 1 C E 5 -4 8 1 0 1 C E 5 -4 6 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.