Fréttablaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 32
Raddir fatlaðra þurfa að heyrast meira í samfélag-inu,“ segir Snæbjörn Áki Friðriksson sem var kjör-inn nýr formaður Átaks, félags fólks með þroska- hömlun, í aprílmánuði. Hann er oftast kallaður Áki. Hann er 27 ára gamall og fyrsti karlmaður- inn til að gegna stöðunni frá stofnun félagsins. „Við eigum 25 ára afmæli á næsta ári sem við ætlum að fagna. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem karlmaður er formaður, akkúrat öfugt kannski við það sem er að gerast annars staðar í samfélaginu. Þetta eru spennandi tímar. Ég vil að okkur sé tekið eins og öðru fólki í samfélaginu. Ég mun berjast fyrir þessu með Átaki og við ætlum að gera ofboðslega marga góða hluti saman,“ segir Áki. „Við ætlum í frekara erlent samstarf, efla stoltgönguna og stækka félagið. Í dag eru um 200 manns í félaginu en ég veit að það er ungt fólk og fólk á landsbyggðinni sem þarf að virkja til liðs við okkur. Það er eitthvað sem ég mun vinna að. Það er stefna mín sem formaður að fá fleiri til liðs við okkur og að grunn- mannréttindi okkar verði virt eins og þau eru kynnt í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Mér finnst einnig mikilvægt að halda í sjálfstæði samtakanna Átaks. Við viljum starfa á okkar forsendum, en ekki annarra samtaka, til að mynda Þroskahjálpar. Raddir okkar þurfa að heyrast á okkar forsendum en ekki foreldra eða ófatlaðra.“ „Er líf okkar tilraun?“ Áki hefur þurft að yfirstíga margar hindranir í lífinu og nýtir sér reynsluna í baráttu fyrir fatlaða. Fréttablaðið/Eyþór Snæbjörn Ãki Friðriksson Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Ég var óheppinn, Ég var með kennara sem refsaði mÉr. hún sló í borðið með priki ef Ég gerði ekki það sem hún sagði. reiddist mÉr þegar Ég gerði mistök. Á stærð við smjörlíkisstykki Áki er er fæddur fjórum mánuðum fyrir tímann. „Ég átti að fæðast í febrú- ar árið 1991 en fæddist fjórum mán- uðum fyrr eða þann 8. október 1990. Ég var á stærð við smjörlíkisstykki, ég var um 340 grömm. Ég þurfti að ganga í gegnum margar aðgerðir, til dæmis á öndunarvegi. Og hef alla tíð þurft að fara í sjúkraþjálfun til þess að bæta lífsgæðin. Svo hef ég fengið aðstoð í námi,“ segir Áki um sjálfan sig. Foreldrar Áka eru Margrét Áka- dóttir og Friðrik Gunnar Berndsen. „Mamma er leikkona og pabbi selur fisk í Evrópu. Ég hef búið á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst í Reykjavík, svo í Hafnarfirði. Ég man fyrst eftir mér á Bræðraborgarstígnum. Ég hef alltaf notið þess að vera til og átt góða vini og kunningja. Flest allir á Íslandi eiga mestmegnis kunningja og svo fáeina góða vini. Ég á trausta vini. Mér finnst það alveg frábært og það er eitthvað sem maður á að nýta vel,“ segir Áki um vináttuböndin sem hann hefur búið að alla ævi. leiður í Ísaksskóla Áki hóf skólagönguna í Ísaksskóla í almennum bekk. „Það uppgötvaðist Snæbjörn Áki Frið- riksson nýr formaður Átaks segir stjórn- völd þurfa að girða sig í brók. Fatlaðir séu þreyttir á lof- orðum um sjálfsögð mannréttindi. „Við viljum efndir og úr- ræði. Okkar líf snýst um að bíða og vona.“ seint að ég þyrfti að nota heyrnartæki. Ég held að ég hafi verið orðinn tíu ára gamall. Ég var óheppinn, ég var með kennara sem refsaði mér. Hún sló í borðið með priki ef ég gerði ekki það sem hún sagði. Reiddist mér þegar ég gerði mistök. Ég varð oft hræddur og leiður. En svo fékk ég heyrnartæki og gleraugu sem hjálpaði mér mikið. Ég hef farið í mjög marga skóla. Ég byrjaði í Ísaksskóla í almennum bekk hjá þessari konu. Hún var að detta á eftirlaun og var í stofunni við hliðina á einum besta kennara fyrr og síðar, Herdísi Egilsdóttur. Ég hefði viljað lenda hjá þeirri góðu konu,“ segir hann og segir erfitt til þess að hugsa hvað fólk þurfi stundum á því að halda að vera heppið til að njóta góðrar skólagöngu. Eftir að Áki fékk heyrnartæki og gleraugu gekk honum betur í námi. „Það var ákveðið að láta mig hætta þar og ég fór í Waldorfskólann. Það gekk vel en þar var námið listatengt sem var ágætt. En þetta var voðalegt sveitasamfélag og skólinn fyrir ofan Heiðmörk. Svo var ég orðinn of gamall til að vera þar og þá fór ég í Engidals- skóla. Þar lærði ég að lesa. Ég fór í sér- deild með aðstoð með námi og annað. Það var vel haldið utan um námið, Guðni hét hann sem stýrði deildinni á þessum tíma og þar var ég heppinn,“ segir Áki. „Eftir Engidalsskóla tók Öldutúns- skóli við. Þar var ég aftur í sérdeild sem mér þótti fínt. Ég lenti samt í einelti í þessum skóla og í ömurlegu atviki sem ég var lengi að glíma við. Ég var í fót- bolta og tæklaði heldur skapmikinn strák sem var með mér í bekk. Hann brást illa við, réðst á mig og hélt hníf upp að hálsinum á mér. Þetta var skelfilegt og erfið lífsreynsla sem ég þurfti að byggja mig upp frá. Ég þurfti að hætta að vera hræddur. Það er bara svoleiðis,“ segir Áki sem er sannarlega kominn yfir unglingsárin í Öldutúns- skóla í dag. Hætti í skóla og fór til asíu Áki reyndi að halda áfram námi. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig. „Ég ákvað að fara í Menntaskólann í Kópavogi. Þar var tilraunabraut fyrir þá sem vildu halda áfram námi frá sér- brautum. Ég lenti í stríðni þar. Þá var verið að setja óæskilegt efni í tölvuna og svona. Mér leið ekki sérlega vel þar. Það fór svo að skólinn fékk ekki fjár- magn og ég þurfti að hætta,“ segir Áki sem segir fatlaða búa við það að það sé sífellt verið að breyta um stefnu í námi. Því sé skólaganga fatlaðra oft brotin. „Þá lagðist ég í ferðalög með pabba um Asíu. Það var nú meiri skóli en margt annað. Við fórum um Taíland og á fleiri staði og dvöldum lengi þar.“ Skemmtilegt að grilla fyrir vinina Þegar Áki var kominn á unglingsár fluttist hann til ömmu sinnar og afa. Nokkrum árum síðar hóf hann búsetu í íbúð sem hann fékk úthlutað í Skip- holti. „Ég var um sextán ára gamall þegar ég flutti til ömmu og afa. Ég hef alltaf Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning í Gallerí Fold alla helgina laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16, mánudag kl. 10–17 Listmunauppboð í Gallerí Fold mánudaginn 22. maí, kl. 18 Uppboð í yfir 20 ár Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna ásamt fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Valtýr Pétursson 2 0 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R32 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 2 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 5 -5 4 6 8 1 C E 5 -5 3 2 C 1 C E 5 -5 1 F 0 1 C E 5 -5 0 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.