Fréttablaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 44
2 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 0 . m a í 2 0 1 7 LAUGARDAGUR
Fóðurbílstjóri
Fóðurblandan óskar eftir fóðurbílstjóra
í fóðurafgreiðsluteymi fyrirtækisins.
Helstu verkefni:
• Dreifing lausafóðurs og smávara til viðskiptavina
skv. dreifingaráætlun.
• Dagleg forskoðun á bifreið fyrir ferðir.
• Afferming bíla í samræmi við dreifingaráætlanir.
• Samskipti við samstarfsmenn og viðskiptavini.
• Tengiliður viðskiptavina við sölusvið.
• Þrif og almenn umhirða á bifreið.
Hæfniskröfur:
• Talar íslensku
• Meirapróf, C, C1E og CE
• Yfir 5 ára reynsla í akstri flutningabifreiða
• Þekking á office hugbúnaði
• Stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð
• Býr á stór-Reykjavíkursvæðinu
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Daði Hafþórsson,
framkvæmdastjóri framleiðslusviðs, dadi@fodur.is
Fóðurblandan er rótgróið og öflugt framleiðslu- og þjónustu-
fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á áburði og fóðri fyrir land-
búnað, fiskeldi og húsdýr. Því til viðbótar selur Fóðurblandan ýmis
konar rekstrarvöru fyrir landbúnað s.s. girðingar, girðingarefni og
smávöru. Fóðurblandan rekur þrjár verslanir, á Selfossi, Hvolsvelli
og Egilsstöðum sem og öfluga vefverslun. Fyrirtækið er leiðandi á
sínu sviði og eitt það öflugasta í þjónustu við bændur hér á landi.
Hjá fyrirtækinu starfa um 50 manns.
Nánari upplýsingar: www.fodurblandan.is
Verkefnastjóri á sviði upplýsingatækni
Upplýsingatæknideild
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum
og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Viltu taka þátt í að móta og nútímavæða eitt stærsta upplýsingatækniumhverfi landsins?
Óskað er eftir öflugum verkefnastjóra með haldbæra reynslu og menntun sem nýtist við stjórnun verkefna á sviði
upplýsingatækni. Framundan eru fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi verkefni fyrir ýmsar starfseiningar borgarinnar.
Upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar rekur eitt stærsta tölvunet landsins með hartnær 10.000 útstöðvum fyrir um
25.000 notendur. Framundan eru fjölmörg spennandi verkefni sem felast m.a. í innleiðingu skýjalausna og annarra nýjunga
á sviði upplýsingatækni til þess að nútímavæða tæknilega innviði, auka skilvirkni og hagræðingu í rekstri.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2017.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf
Nánari upplýsingar veita Jón Ingi Þorvaldsson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar í síma 7700077,
netfang: jon.ingi@reykjavik.is.
Helstu verkefni:
• Fagleg stýring verkefna á sviði upplýsingatækni hjá
Reykjavíkurborg.
• Þátttaka í þróun verkefnastjórnunarferlis upplýsinga-
tæknideildar.
• Greining þarfa og þátttaka í gerð útboðslýsinga.
• Ýmis áætlana- og skýrslugerð.
Hæfniskröfur:
• Háskólagráða á sviði verkefnastjórnunar, tölvunarfræði,
verkfræði, viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun
sem nýtist í starfi.
• Reynsla af stjórnun verkefna á sviði upplýsingatækni.
• Þekking á reglum um opinber innkaup er kostur.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, á íslensku og ensku.
• Skipulag í vinnubrögðum.
• Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri og
þróast í starfi.
Um Landsnet
Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda
framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afhendingu á
raforku til framtíðar og að ná sátt um þær leiðir sem farnar verða. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins
á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Við berum umhyggju hvert fyrir öðru og viljum
skapa góðan vinnustað með spennandi verkefnum. Við höfum að leiðarljósi gildin okkar: samvinnu, ábyrgð
og virðingu.
Við vinnum að því að skapa sátt um hlutverk og
starfsemi fyrirtækisins í íslensku samfélagi. Við leggjum
áherslu á að eiga frumkvæði að stöðugu samtali við
hagsmunaaðila sem einkennist af hreinskilni, ábyrgð,
víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja. Til að
vinna með okkur að bættu samtali auglýsum við eftir
samráðsfulltrúa til að bætast í hóp öflugra starfsmanna
Landsnets. Um er að ræða nýtt starf sem felur í sér
ferðalög innanlands.
Við viljum þróa raforkumarkaðinn á Íslandi
til að mæta þörfum framtíðarinnar og leitum
að öflugum einstaklingi í starf sérfræðings í
greiningum á viðskiptaumhverfi. Starfið felur
í sér þátttöku í greiningarvinnu á rekstri og
þróun á viðskiptaumhverfi okkar, með áherslu á
viðskiptaskilmála Landsnets, áhættugreiningu og
raforkumarkaðsmál.
Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is
SAMRÁÐSFULLTRÚI
SÉRFRÆÐINGUR Í GREININGUM Á VIÐSKIPTAUMHVERFI
RAFMÖGNUÐ STÖRF
Helstu verkefni
• Upplýsingagjöf og samskipti við hagaðila.
• Undirbúningur, stýring og eftirfylgni funda
með hagaðilum.
• Mótun nýrra vinnubragða við að auka samtal
við samfélagið.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfsfærni.
• Haldgóð reynsla við fundastjórnun stærri funda.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum .
• Mikil færni til að tjá sig skipulega bæði í ræðu
og riti.
Helstu verkefni
• Greining áhrifa á breytingum samninga og
viðskiptaskilmála á gjaldskrá.
• Greining á tækifærum í þróun raforkumarkaðar.
• Þátttaka í vinnu vegna viðskiptaskilmála
flutningskerfisins.
• Greining og vöktun á raforkuviðskiptum
Landsnets.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun í verk- eða viðskiptafræði
eða skyldum greinum.
• Reynsla af sambærilegum verkefnum.
• Hæfni í greiningu og túlkun gagna.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Mikil samskipta- og samstarfsfærni.
Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2017.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu
Capacent Ráðninga, www.capacent.is.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Umsóknum þarf að
fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi.
Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir
(audur.bjarnadottir@capacent.is).
2
0
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
E
5
-C
1
0
8
1
C
E
5
-B
F
C
C
1
C
E
5
-B
E
9
0
1
C
E
5
-B
D
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
0
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K