Fréttablaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 18
Handbolti Spennustigið, varnar- leikurinn og markvarslan. Allt mjög mikilvægir þættir á úrslitastundu í handboltanum og munu því skipta miklu máli í Kaplakrika klukkan 16.00 á morgun þegar FH tekur á móti Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla. Heimaliðið á enn eftir að vinna leik í úrslitaeinvíginu en leikurinn á morgun verður allt öðruvísi leikur en þeir fjórir sem búnir eru. Á morgun er enginn morgundagur, úrslitastund fyrir tvö jöfn lið sem hafa boðið upp á mikla skemmtun í lokaúrslitunum til þessa. Markatalan er 107-106 fyrir Val eftir fjögurra klukkutíma leik sem segir margt um hversu litlu munar á þessum tveimur bestu handbolta- liðum landsins. Það verða mörg mikilvæg stríð háð úti um allan völl og þótt liðsheildin skipti vissulega mestu máli í þessum leik þá mun frammistaða einstakra lykilmanna vega mjög þungt. Oddaleikurinn um titilinn er eng- inn venjulegur leikur og enginn leik- maður á vellinum á morgun þekkir það að vinna slíkan leik. Tveir í Vals- liðinu voru hins vegar með þegar liðið tapaði oddaleik um titilinn í Hafnarfirði 2010 en það eru fyrirlið- inn Orri Freyr Gíslason og markvörð- urinn Hlynur Morthens. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Valsliðsins í dag, stýrði Valsliðinu á Ásvöllum þennan laugardag í maí 2010. Á móti kemur að Valsmenn hafa alltaf verið bestir á úrslitastundu í vetur og þeir hafa þegar unnið einn oddaleik á útivelli í þessari úrslita- keppni sem var á móti ÍBV í Vest- mannaeyjum í 8 liða úrslitunum. FH-ingar voru búnir að vinna sex heimaleiki í röð og höfðu ekki tapað og unnið 8 af 9 heimaleikjum sínum á árinu 2017 þegar þeir komu inn í lokaúrslitin á móti Val en hafa ekki verið líkir sjálfum sér í leikjunum í Kaplakrika. Nú er síðasti mögu- leikinn til að sýna sitt rétta andlit á sínum heimavelli. Fréttablaðið fór yfir hverja leik- stöðu fyrir sig og mat frammistöðu manna í úrslitaeinvíginu til þessa. Það er í höndunum á einhverjum af þessum leikmönnum að gera útslagið á úrslitastundu í Krikanum á morg- un. ooj@frettabladid.is Enginn dagur eftir þennan dag FH og Valur leika hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í Kaplakrika á morgun. Fréttablaðið ber í dag saman leikstöðurnar og bestu leikmennina hjá þessum tveimur jöfnu liðum. Samanburður á liðum FH og Vals sem spila til úrslita um Íslandsmeistaratitil- inn í Kaplakrika á morgun Tölfræði úr úrslitaeinvíginu er fengin frá HB Statz. Pepsi-deild karla: S 14.00 Vík. Ó - ÍBV Ólafsvíkurv. S 19.15 Vík. R - Breiðabl. Víkingsv. S 20.00 Stjarnan - KA Samsung-v. Olís-deild karla: S 16.00 FH - Valur Kaplakriki Pepsi-deild kvenna: L 14.00 Stjarnan - Grind. Garðab. L 14.00 Fylkir - Valur Floridana-v. L 14.00 ÍBV - FH Hásteinsv. L 16.00 KR - Þór/KA Alvogen-v. Laugardagur 13.25 Dortmund - Bremen Sport 13.25 Hoffenh. - Augsburg Sport 3 13.30 Formúla E: París Sport 2 15.50 KR - Þór/KA Sport 2 17.00 AT&T Byron N. Golfstöðin 21.00 LPGA Sport 4 01.00 NBA: Spurs - Warriors Sport Sunnudagur 13.50 Liverpool - Boro Sport 13.50 Arsenal - Everton Sport 2 13.50 Chelsea - Sunderl. Sport 3 13.50 Watford - Man. City Sport 4 13.50 Man. Utd. - C. Palace Sport 5 13.50 Swansea City - WBA Sport 6 13.50 Hull - Tottenham Stöð 3 15.55 Fylkir - Keflavík Sport 17.00 AT&T Byron N. Golfstöðin 17.55 Barcelona - Eibar Sport 4 17.55 Malaga - R. Madrid Sport 2 19.05 Vík. R - Breiðablik Sport 3 19.45 Stjarnan - KA Sport 21.00 LPGA Sport 4 00.30 NBA: Cavs - Celtics Sport 2 Bikarmeistarar Vals fengu erfiðan leik í 16-liða úrslit Borgunbikarsins en dregið var í gær. Valur mætir Stjörnunni þann 31. maí og verður leikurinn sýndur í beinni útsend- ingu á Stöð 2 Sport. Einn annar Pepsi-deildarslagur verður í umferðinni er ÍBV tekur á móti Fjölni á Hásteinsvelli. Þá mætast fornu Reykjavíkurveldin ÍR og KR í Breiðholtinu. Tvö lið úr 2. og 3. deildinni kom- ust áfram og fengu bæði heimaleik. Víðir tekur á móti Fylki og Ægir mætir Víkingi R. í Þorlákshöfn. ERFiTT PRÓF BiKARMEiSTARA Lokaumferðin í ensku úrvalsdeild- inni fer öll fram á morgun klukkan 14.00. Chelsea er þegar orðið meistari og þá er fallbaráttan búin en Hull, Middlesbrough og Sunder- land leika öll í B-deildinni á næstu leiktíð. Þá er Tottenham öruggt með annað sætið. Mesta spennan verður í bar- áttunni um Meistaradeildarsætin en fjögur efstu liðin fá þátttöku- rétt í keppni þeirra bestu í Evrópu á næstu leiktíð. Manchester City stendur best að vígi í þriðja sæti en Liverpool er í því fjórða, tveimur stigum á eftir. Stigi á eftir er Arsenal sem þarf því að treysta á að annað hinna liðanna, helst Liverpool, mis- stígi sig á morgun. Stöð 2 Sport verður með sjö leiki í beinni útsendingu á morgun eins og sjá má í dagskránni hér fyrir neðan. MEiSTARAdEiLdARSÆTi Í HúFi Dagskrá LágmúLa 8 · sími 530 2800 FYRiR HEimiLiN í LaNDiNU lokað á laugardögum í sumar SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 2 0 . m a Í 2 0 1 7 l a U G a R d a G U R18 S p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð Vinstri hornamenn Vignir Stefánsson , Val 13 mörk (52%) Arnar Freyr Ársælsson , FH 10 mörk (63%) Hægri hornamenn Sveinn Aron Sveinsson, Val 14 mörk (64%) Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 10 mörk (43%) Varnarleikurinn Varnarleikur Valsmanna hefur verið þeirra aðall í allan vetur og hann er aldrei betri en á erfiðum úti- völlum. Hvort síðasti leikur var slys eða táknmynd þess að þreyta sé komin í liðið eftir mikið álag verður að koma í ljós. bekkurinn Valsmenn hafa verið að fá meiri framlög frá bekknum í leikjunum til þessa í úr- slitaeinvíginu en þjálfarar Valsliðsins hafa byggt upp frábæra breidd í vetur. línumenn Orri Freyr Gíslason, Val 11 mörk (69%) Ágúst Birgisson, FH 7 mörk (64%) markverðir Birkir Fannar Bragason, FH 36 varin (35%) Ágúst Elí Björgvinsson, FH 13 varin (25%) Sigurður I. Ólafsson, Val 32 varin (34%) Hlynur Morthens, Val 15 varin (25%) Vinstri skyttur Ásbjörn Friðriksson, FH 20 mörk (63%) og 9 stoðsendingar Josip Juric Grgic, Val 13 mörk (52%) og 10 stoðsendingar Hægri skyttur Einar Rafn Eiðsson, FH 19 mörk (58%) og 12 stoðsendingar Ólafur Ægir Ólafsson, Val 11 mörk (52%) og 13 stoðsendingar leikstjórnendur Gísli Kristjánsson, FH 27 mörk (73%) og 15 stoðsendingar Anton Rúnarsson, Val 14 mörk (52%) og 9 stoðsendingar Staður og stund FH-ingar eru á heimavelli, þeir unnu sannfærandi sigur á Val í síðasta leik og þjálfari liðsins hefur unnið oddaleik um titilinn bæði sem leikmaður og þjálfari. sport Hinn sautján ára gamli FH-ingur Gísli Kristjánsson er bæði með flest mörk (27) og flestar stoðsendingar (15) í einvíginu. FRéTTABLAðIð/EyÞÓR 2 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 5 -5 9 5 8 1 C E 5 -5 8 1 C 1 C E 5 -5 6 E 0 1 C E 5 -5 5 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.