Fréttablaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 18
Handbolti Spennustigið, varnar-
leikurinn og markvarslan. Allt mjög
mikilvægir þættir á úrslitastundu í
handboltanum og munu því skipta
miklu máli í Kaplakrika klukkan
16.00 á morgun þegar FH tekur á
móti Val í hreinum úrslitaleik um
Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild
karla.
Heimaliðið á enn eftir að vinna
leik í úrslitaeinvíginu en leikurinn á
morgun verður allt öðruvísi leikur en
þeir fjórir sem búnir eru. Á morgun
er enginn morgundagur, úrslitastund
fyrir tvö jöfn lið sem hafa boðið upp
á mikla skemmtun í lokaúrslitunum
til þessa. Markatalan er 107-106 fyrir
Val eftir fjögurra klukkutíma leik sem
segir margt um hversu litlu munar á
þessum tveimur bestu handbolta-
liðum landsins.
Það verða mörg mikilvæg stríð háð
úti um allan völl og þótt liðsheildin
skipti vissulega mestu máli í þessum
leik þá mun frammistaða einstakra
lykilmanna vega mjög þungt.
Oddaleikurinn um titilinn er eng-
inn venjulegur leikur og enginn leik-
maður á vellinum á morgun þekkir
það að vinna slíkan leik. Tveir í Vals-
liðinu voru hins vegar með þegar
liðið tapaði oddaleik um titilinn í
Hafnarfirði 2010 en það eru fyrirlið-
inn Orri Freyr Gíslason og markvörð-
urinn Hlynur Morthens. Óskar Bjarni
Óskarsson, annar þjálfari Valsliðsins
í dag, stýrði Valsliðinu á Ásvöllum
þennan laugardag í maí 2010.
Á móti kemur að Valsmenn hafa
alltaf verið bestir á úrslitastundu í
vetur og þeir hafa þegar unnið einn
oddaleik á útivelli í þessari úrslita-
keppni sem var á móti ÍBV í Vest-
mannaeyjum í 8 liða úrslitunum.
FH-ingar voru búnir að vinna sex
heimaleiki í röð og höfðu ekki tapað
og unnið 8 af 9 heimaleikjum sínum
á árinu 2017 þegar þeir komu inn í
lokaúrslitin á móti Val en hafa ekki
verið líkir sjálfum sér í leikjunum
í Kaplakrika. Nú er síðasti mögu-
leikinn til að sýna sitt rétta andlit á
sínum heimavelli.
Fréttablaðið fór yfir hverja leik-
stöðu fyrir sig og mat frammistöðu
manna í úrslitaeinvíginu til þessa.
Það er í höndunum á einhverjum af
þessum leikmönnum að gera útslagið
á úrslitastundu í Krikanum á morg-
un. ooj@frettabladid.is
Enginn dagur eftir þennan dag
FH og Valur leika hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í Kaplakrika á morgun.
Fréttablaðið ber í dag saman leikstöðurnar og bestu leikmennina hjá þessum tveimur jöfnu liðum.
Samanburður á liðum FH og Vals sem spila til úrslita um Íslandsmeistaratitil-
inn í Kaplakrika á morgun Tölfræði úr úrslitaeinvíginu er fengin frá HB Statz.
Pepsi-deild karla:
S 14.00 Vík. Ó - ÍBV Ólafsvíkurv.
S 19.15 Vík. R - Breiðabl. Víkingsv.
S 20.00 Stjarnan - KA Samsung-v.
Olís-deild karla:
S 16.00 FH - Valur Kaplakriki
Pepsi-deild kvenna:
L 14.00 Stjarnan - Grind. Garðab.
L 14.00 Fylkir - Valur Floridana-v.
L 14.00 ÍBV - FH Hásteinsv.
L 16.00 KR - Þór/KA Alvogen-v.
Laugardagur
13.25 Dortmund - Bremen Sport
13.25 Hoffenh. - Augsburg Sport 3
13.30 Formúla E: París Sport 2
15.50 KR - Þór/KA Sport 2
17.00 AT&T Byron N. Golfstöðin
21.00 LPGA Sport 4
01.00 NBA: Spurs - Warriors Sport
Sunnudagur
13.50 Liverpool - Boro Sport
13.50 Arsenal - Everton Sport 2
13.50 Chelsea - Sunderl. Sport 3
13.50 Watford - Man. City Sport 4
13.50 Man. Utd. - C. Palace Sport 5
13.50 Swansea City - WBA Sport 6
13.50 Hull - Tottenham Stöð 3
15.55 Fylkir - Keflavík Sport
17.00 AT&T Byron N. Golfstöðin
17.55 Barcelona - Eibar Sport 4
17.55 Malaga - R. Madrid Sport 2
19.05 Vík. R - Breiðablik Sport 3
19.45 Stjarnan - KA Sport
21.00 LPGA Sport 4
00.30 NBA: Cavs - Celtics Sport 2
Bikarmeistarar Vals fengu erfiðan
leik í 16-liða úrslit Borgunbikarsins
en dregið var í gær. Valur mætir
Stjörnunni þann 31. maí og verður
leikurinn sýndur í beinni útsend-
ingu á Stöð 2 Sport.
Einn annar Pepsi-deildarslagur
verður í umferðinni er ÍBV tekur
á móti Fjölni á Hásteinsvelli. Þá
mætast fornu Reykjavíkurveldin ÍR
og KR í Breiðholtinu.
Tvö lið úr 2. og 3. deildinni kom-
ust áfram og fengu bæði heimaleik.
Víðir tekur á móti Fylki og Ægir
mætir Víkingi R. í Þorlákshöfn.
ERFiTT PRÓF BiKARMEiSTARA
Lokaumferðin í ensku úrvalsdeild-
inni fer öll fram á morgun klukkan
14.00. Chelsea er þegar orðið
meistari og þá er fallbaráttan búin
en Hull, Middlesbrough og Sunder-
land leika öll í B-deildinni á næstu
leiktíð. Þá er Tottenham öruggt með
annað sætið.
Mesta spennan verður í bar-
áttunni um Meistaradeildarsætin
en fjögur efstu liðin fá þátttöku-
rétt í keppni þeirra bestu í Evrópu
á næstu leiktíð. Manchester City
stendur best að vígi í þriðja sæti en
Liverpool er í því fjórða, tveimur
stigum á eftir. Stigi á eftir er Arsenal
sem þarf því að treysta á að annað
hinna liðanna, helst Liverpool, mis-
stígi sig á morgun.
Stöð 2 Sport verður með sjö leiki í
beinni útsendingu á morgun eins og
sjá má í dagskránni hér fyrir neðan.
MEiSTARAdEiLdARSÆTi Í HúFi
Dagskrá
LágmúLa 8 · sími 530 2800
FYRiR HEimiLiN í LaNDiNU
lokað á laugardögum í sumar
SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900
2 0 . m a Í 2 0 1 7 l a U G a R d a G U R18 S p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð
Vinstri hornamenn
Vignir Stefánsson , Val
13 mörk (52%)
Arnar Freyr Ársælsson , FH
10 mörk (63%)
Hægri hornamenn
Sveinn Aron Sveinsson, Val
14 mörk (64%)
Óðinn Þór Ríkharðsson, FH
10 mörk (43%)
Varnarleikurinn
Varnarleikur Valsmanna
hefur verið þeirra aðall í
allan vetur og hann er aldrei
betri en á erfiðum úti-
völlum. Hvort síðasti leikur
var slys eða táknmynd þess
að þreyta sé komin í liðið
eftir mikið álag verður að
koma í ljós.
bekkurinn
Valsmenn hafa verið að fá
meiri framlög frá bekknum
í leikjunum til þessa í úr-
slitaeinvíginu en þjálfarar
Valsliðsins hafa byggt upp
frábæra breidd í vetur.
línumenn
Orri Freyr Gíslason, Val
11 mörk (69%)
Ágúst Birgisson, FH
7 mörk (64%)
markverðir
Birkir Fannar Bragason, FH
36 varin (35%)
Ágúst Elí Björgvinsson, FH
13 varin (25%)
Sigurður I. Ólafsson, Val
32 varin (34%)
Hlynur Morthens, Val
15 varin (25%)
Vinstri skyttur
Ásbjörn Friðriksson, FH
20 mörk (63%)
og 9 stoðsendingar
Josip Juric Grgic, Val
13 mörk (52%)
og 10 stoðsendingar
Hægri skyttur
Einar Rafn Eiðsson, FH
19 mörk (58%)
og 12 stoðsendingar
Ólafur Ægir Ólafsson, Val
11 mörk (52%)
og 13 stoðsendingar
leikstjórnendur
Gísli Kristjánsson, FH
27 mörk (73%)
og 15 stoðsendingar
Anton Rúnarsson, Val
14 mörk (52%)
og 9 stoðsendingar
Staður og stund
FH-ingar eru á heimavelli,
þeir unnu sannfærandi
sigur á Val í síðasta leik og
þjálfari liðsins hefur unnið
oddaleik um titilinn bæði
sem leikmaður og þjálfari.
sport
Hinn sautján ára gamli FH-ingur Gísli Kristjánsson er bæði með flest mörk
(27) og flestar stoðsendingar (15) í einvíginu. FRéTTABLAðIð/EyÞÓR
2
0
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
E
5
-5
9
5
8
1
C
E
5
-5
8
1
C
1
C
E
5
-5
6
E
0
1
C
E
5
-5
5
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
0
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K