Fréttablaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 90
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Hrafnhildur Stella Eyjólfsdóttir áður Grettisgötu 12, Reykjavík, lést 9. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmunda Margrét Sigurðardóttir Eyjólfur Júlíus Sigurðsson Margrét Hjálmarsdóttir Hulda Guðbjörg Halldórsdóttir Magnús Guðmundsson Hjördís Rósa Halldórsdóttir Jón Atli Brynjólfsson og ömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, tengdaföður, afa og bróður, Torfa Geirmundssonar hárskera, Hárhorninu við Hlemm. Ingvi Reynir Berndsen Helga Hjaltadóttir Mikael Torfason Elma Stefanía Ágústsdóttir Lilja Torfadóttir Guðbjörg Árnadóttir Knútur Rafn Ármann Helena Hermundardóttir Bashir Geirmundsson Gemma Crockford Tryggvi Geir Torfason barnabörn og systkini. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta Lögfræðiþjónusta Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Bartónar voru stofnaðir fyrir sjö árum. Þá áttu Bartónar að vera lítið skemmtiat-riði fyrir sumarhátíð á Kaffibarnum. Það voru rifnir fram fjórtán strákar og fundinn kórstjóri, sem var ég, og var valinn þar sem ég sat þarna út í horni bara – og svo sjö árum seinna þá erum við orðnir fjörutíu manna alvöru karla- kór,“ segir Jón Svavar Jósefsson, kór- stjóri Bartóna – karlakórs Kaffibarsins. Kórinn er nú á leiðinni til London og mun af því tilefni halda tónleika á þriðjudaginn sem nefnast Brimlending Bartóna og er tilgangurinn bæði að afla fjár fyrir ferðina og kveðja land og þjóð fyrir þessa svaðilför. „Í gegnum árin hefur okkur vaxið fiskur um hrygg og við höfum starfað með ýmsum tónlistarmönnum – og það er kannski lendingin af hverju við erum að fara til London. Ástæðan er sú að það er hljómsveit sem er frá London sem heitir The Throws og hefur spilað dálítið hérna á Íslandi, þeirra aðal sprauta heitir Mike Lindsey, og við erum að fara að syngja með The Throws á bæði tónleikahátíð og tónleikum úti í London. Við erum líka að fara að syngja á nokkrum börum í Austur-London, til dæmis bar sem Íslendingur, vinur okkar, á og heitir Helgi’s. Við erum að fara í fimm daga tón- leikaferð sem er svolítið skemmtilegt því að þetta er barkór, sem er að fara að syngja á börum annars staðar. Þetta er pínu óhefðbundinn tónleikastaður fyrir kóra – en fólk tekur þessu alltaf vel. Við erum líka svalir gaurar. Það verður mjög gott prógramm hjá okkur – þetta verða sex tónleikar og við syngjum í sendiráðinu líka. Það hefur staðið lengi til að fara út og svo höfum við náð að safna nógu stórum kórsjóði núna til að splæsa flugi og gistingu á strákana. Við erum að fara 35 út, sem eru ansi góðar heimtur.“ Hvernig verða tónleikarnir ykkar á þriðjudaginn? „Þeir eru lokahnykkur- inn til að dæmið gangi upp og svo er þetta líka til að æfa prógrammið sem við keyrum úti endanlega, þá fáum við smá reynslu og viðbrögð við því. Þetta fer fram á þriðjudagskvöldið 23. maí í Gamla bíói. Þar verður frekar létt stemming – við búum til smá bar- stemmingu þar, þetta verður ekki bara áhorfendapallarnir heldur verður sitj- andi stemming við borð og fólkið getur keypt sér kaffi – eða eitthvað sterkara, ef það vill. Partur af þessu er náttúrulega sá að kynningar á milli laga eru oft dálítið hnyttnar, þótt ég segi sjálfur frá og sérstaklega ef þær eru á erlendum tungumálum. Ég er svona misgóður í tungumálum: ég er mjög góður íslenskumaður en ég get ekki sagt það sama um enskuna – þá verður þetta oft pínulítið öðruvísi skemmtiatriði að tala lélega ensku og kynna atriði,“ segir Jón Svavar að lokum. Miða á tónleikana má nálgast á miði.is. stefanthor@frettabladid.is Skemmtiatriði á barnum vindur ærlega upp á sig Bartónar er karlakór Kaffibarsins og hefur hann verið starfandi nú í sjö ár. Kórinn byrjaði upphaflega sem fjórtán manna skemmtiatriði en meðlimir eru nú orðnir fjörutíu. Kórinn stefnir í tónleikaferð til London í lok mánaðar þar sem hann mun syngja á sex tónleikum. Karlakórinn Bartónar flýgur til London þar sem þeir munu meðal annars syngja á nokkrum börum þar í borg. Mynd/Jón Svavar Við erum að fara í fimm daga tónleikaferð sem er svolítið skemmtilegt því að þetta er barkór, sem er að fara að syngja á börum annars staðar. Þetta er pínu óhefðbundinn tónleikastaður fyrir kóra – en fólk tekur þessu alltaf vel. Við erum líka svalir gaurar. 2 0 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R42 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ð tímamót 2 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E 5 -5 9 5 8 1 C E 5 -5 8 1 C 1 C E 5 -5 6 E 0 1 C E 5 -5 5 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.