Fréttablaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 112
Áfram bætist á tónleika- dagskrá sumarsins en það virðist vera tilkynnt um tónleika með einhverju risanafni nánast í hverri einustu viku. Nú er það rappsveitin Migos sem hefur boðað komu sína í sumar en sveitin er um þessar mundir á toppnum í rappheiminum og það má segja án nokk- urra ýkja að hún sé eitt langstærsta nafnið í þessari blessuðu tónlistar- stefnu, sérstaklega eftir vinsældir hittarans þeirra Bad and Boujee. Ein af fáum rapp- hljómsveitum í dag Það verður æ sjaldgæf- ara að rapparar kjósi að koma fram sem meðlimir í hljóm- sveitum, en Migos er nú samt ein slík. Frændurnir Quavo, Takeoff og Offset stofnuðu Migos í kringum 2009 og voru aðal- lega að skemmta á strípiklúbbum í Atl- anta um það leyti en gáfu síðan út sitt fyrsta mixteip árið 2011. Eftir það fóru þeir að dúndra út blandspólum og árið 2013 kom þeirra fyrsti stóri smellur, lagið Versace – sem fjallaði um ágæti fatnaðar frá tískuris- anum. Það spillti ekki fyrir vinsældum lagsins að kanadíska poppstjarn- an Drake ákvað að taka þátt í vinsæld- unum, svona eins og hann gerir, og úr varð algjört æði. Lagið var valið eitt besta lag árins af ýmsum Young Thug gerði mixteip með Migos sem hefur ekki enn litið dagsins ljós. Hljómsveitin Migos mun spila í Laugardals-höllinni í ágúst og er það Sena sem flytur hana hingað til lands. Sveitin hefur átt miklum vin-sældum að fagna upp á síðkastið – ásamt því að hafa átt smelli í fyrsta sæti vinsældalista fundu þeir meðal annars upp dansinn The dab. Frændurn- ir Takeoff, Quavo og Offset á góðri stundu. Stefán þór Hjartarson stefanthor@frettabladid.is tónlistarspekingum og sömu- leiðis mixteipið YRN (Young Rich Niggas) sem kom út sama ár. Bransinn fylgist nú grannt með þessum ungu strákum. Sérstakt flæði Þ a ð s e m v a k t i kannski aðallega gleði hjá rapp- áhugamönn- um er það sem fljótlega va r ka l l a ð „ M i g o s - f l æ ð i ð “ e ð a „Versace-flæðið“ – stíllinn sem þeir félagar rappa oftast í og, án þess að fara út í of mikla tónfræði (sem blaða- maður er ekkert sérlega klár í), felur í sér að rappa í þrennu (e. triplet) – hitta á þrjá takta í taktvísi sem telur annað- hvort 2 eða 4 takta (kvört- unarbréf sendist á netfang blaða- manns). Þetta skapar á k ve ð n a o g f e r s ka stemmingu í lögunum þeirra – en er þó ekkert nýtt. Í rapptónlist hefur þessari tækni verið beitt síðan á 9. áratugnum og var gríðarlega algengt í rappi frá borginni Memphis og þá sérstaklega frá rapparanum sáluga Lord Infamous sem beitti henni í flestum lögum sínum. Láta börnin dabba Eftir Versace hefur Migos sveifl- ast upp og niður í vinsældum, nokkur mixteip og plötur þeirra félaga hafa ekki náð neitt gríðarlega langt og hljómað hálf flöt. Margir voru búnir að afskrifa frændurna frá Atlanta og um þá var talað eins og einhvers konar „one hit wonder“. Það spilaði mögulega inn í að Offset virtist ekki geta hætt að lenda í útistöðum við laganna verði og var inn og út úr stein- inum. En árið 2015 gerðist e i t t hv a ð h j á M i g o s , það virðist hafa kviknað eldur undir rössunum á þeim öllum þremur á sama tíma og í september sama ár senda þeir frá sér lagið Look at My Dab. Já, Migos er hljómsveitin sem fann upp á því að „dabba“. Takk fyrir það, strákar. Menningarvitar frá suðurríkjunum Í framhaldinu tilkynntu þeir um plötuna Culture og gáfu út fyrsta singúl af henni, Bad and Boujee, en lagið rauk beina leið í fyrsta sætið á vinsældalistum um allan heim. Ekki nóg með það heldur hreyfði það við netverjum sem fóru að gera alls kyns útgáfur af því, setja það yfir brot úr teiknimyndum og nota hið ákaflega grípandi viðlag í alls konar meme. Þegar Culture kom út voru þeir í Migos loksins orðnir stórstjörnur og ekki var verra að um frábæra plötu var að ræða. Rappáhugafólk er því eðlilega í skýjunum þessa dagana, sérstak- lega þeir sem hafa áhuga á rappi frá suðurríkjum Bandaríkjanna en nú eru þeir á leiðinni þaðan, þeir Young Thug, Migos, Rick Ross og Lil Wayne. Drake átti eilítinn þátt í vinsældum Migos. Þrír fræknir frændur að sunnan 2 0 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R64 L í f i ð ∙ f R É T T a B L a ð i ð Lífið 2 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E 5 -8 A B 8 1 C E 5 -8 9 7 C 1 C E 5 -8 8 4 0 1 C E 5 -8 7 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.