Fréttablaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 40
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
„Við höfum undirbúið okkur nokkuð vel, unnið heimavinnuna og gert við-
eigandi æfingar,“ segir Arnar Geir. MYND/ERNIR
Þýska rokkhljómsveitin Rammstein heldur tónleika í Kórnum í kvöld en sveitin
heimsótti Ísland síðast sumarið
2001 þegar hún hélt tvenna tón-
leika í Laugardalshöll fyrir fullu
húsi æstra aðdáenda. Tónleikarnir
boðuðu einnig nokkur tímamót
fyrir hljómsveitina goðsagna-
kenndu, HAM, sem hafði lagt upp
laupana sumarið 1994 með eftir-
minnilegum lokatónleikum í Tungl-
inu sáluga. Hún hitaði upp fyrir
Rammstein á báðum tónleikunum
við góðar undirtektir tónleikagesta
sem margir voru að sjá sveitina í
fyrsta skipti á tónleikum. Liðsmenn
HAM endurtaka leikinn í kvöld og
hita upp fyrir Rammstein og um
16.000 tónleikagesti þar sem bæði
eldri perlur fá að hljóma í bland við
nýrri lög sem m.a. munu prýða nýja
plötu sveitarinnar sem kemur út í
næsta mánuði.
Tónleikarnir í kvöld leggjast
mjög vel í meðlimi HAM að
sögn Arnars Geirs Ómarssonar,
trommuleikara sveitarinnar. „Við
höfum undirbúið okkur nokkuð
vel, unnið heimavinnuna og gert
viðeigandi æfingar. Planið er
að spila nýtt efni af Söngvar um
helvíti mannanna sem kemur út
í júní, í bland við vel valda eldri
slagara. Svo lesum við salinn og
reynum að koma sjálfum okkur
á óvart. Það verður líka gaman
að sjá sýninguna hjá Rammstein;
sprengingar, ljósasjóv og rokk í
hæsta metnaðarflokki, þetta getur
ekki klikkað.“
Beðið um heyrnina
Nú þegar hafa tvö lög af nýju
plötunni farið í spilun. Fyrst lagið
Vestur-Berlín, sem var gefið út í
mars og sat m.a. á toppi X-listans í
fjórar vikur og svo lagið Þú lýgur að
mér, sem fór í spilun fyrr í vikunni.
Arnar segir vinnsluferli nýju
plötunnar svipað og á plötunni
Svik, harmur og dauði sem kom út
árið 2011. „Nýja platan var tekin
upp á einni helgi í september á
síðasta ári eftir stífa undirbúnings-
vinnu þar sem efnið var hnoðað og
mótað. Eins og undanfarna áratugi
kemur Sigurjón yfirleitt með ágæt-
lega mótaðar lagasmíðar sem við
vinnum áfram með þangað til sátt
ríkir um endanlega útkomu. Planið
er að halda útgáfutónleika í júní
og í framhaldinu munum við vera
eitthvað á ferðinni í sumar, t.d. spila
á Græna hattinum á Akureyri og á
Eistnaflugi í júlí.“
Á morgun gerir Arnar ráð fyrir
að eyða deginum í rólegri slökun
með fjölskyldunni. „Eftir tónleika
fara yfirleitt fyrstu mínútur dagsins
í að biðja almættið um heyrnina
á ný. Svo kemur hún yfirleitt og
maður jafnar sig eftir árekstur
tónlistar við skynfærin. Sunnu-
deginum verður eytt í góðri slökun,
óhollum morgunverði og svo gerir
fjölskyldan eitthvað stuð saman,
kannski rót, sauna, hjólreiðar og
trampólín.“
Aldrei leiðinlegir kúnnar
Fyrir utan að vera trommuleikari
í HAM, Apparat Organ Quartet og
Rassi rekur Arnar teiknistofuna og
allra handa fyrirtækið Helsinki.
„Það tekur mestan minn tíma
ásamt hefðbundnu fjölskyldulífi
þar sem við konan mín reynum að
ala upp tvo dásamlega villinga sem
reyna á helstu mörk eins og vera
ber. Hjá Helsinki vinn ég m.a. við
hönnun á ásýnd fyrirtækja, aug-
lýsingar, hugmyndavinnu og alls
konar skemmtileg grafísk verkefni.
Sem dæmi má nefna að útlit á Icel-
and Airwaves undanfarin tvö ár er
unnið hjá mér. Stefnan er að vinna
aldrei með leiðinlegum kúnnum
og það hefur gengið eftir hingað til.
Fyrir það er ég afar þakklátur. Þar
fyrir utan er ég að reyna að þróa
með mér miðaldra Lycra hjólreiða-
mann, garðvinnuæfingar og aukinn
áhuga á stórvirkum vinnuvélum.“
Mikil tilhlökkun
Mikið mun mæða á Arnari Geir, trommu-
leikara HAM, í kvöld þegar sveitin hitar upp
fyrir þýsku rokksveitina Rammstein.
HAM hefur sjaldan verið betri. F.v.: Flosi Þorgeirsson, S. Björn Blöndal, Sigurjón
Kjartansson, Arnar Geir Ómarsson og Óttarr Proppé. MYND/MARINO THORLACIUS
Ný plata HAM, Söngvar um helvíti mannanna, kemur út í næsta mánuði.
3
S Ó F A D A G A R
2 0 % A F Ö L L U M
E I N I N G A R S Ó F U M
RODEO SÓFI 4RA SÆTA
TILBOÐSVERÐ 198.000,-
HORSÓFI NORDIC 262 X 262CM
TILBOÐSVERÐ 256.000,-
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . M A í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
2
0
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
E
5
-D
9
B
8
1
C
E
5
-D
8
7
C
1
C
E
5
-D
7
4
0
1
C
E
5
-D
6
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
0
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K