Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 7

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 7
Halldór V. Sigurðsson, ríkisendurskoðandi Hlutverk ríkisendurskoðunar Ritstjórn tímarits um endurskoðun og reikningshald hefur beðið mig að gera grein fyrir helstu þáttum í starfsemi ríkis- endurskoðunarinnar. Verður hér á eftir reynt að verða við þeirri beiðni í stórum dráttum. í lögum nr. 73 frá 28. maí 1969 er kveðið svo á, að ríkisendurskoðunin sé sjálfstæð stjórnardeild, er lúti fjármála- ráðherra. í reglugerð nr. 96 frá 31. des- ember 1969, er þannig kveðið á um hlut- verk ríkisendurskoðunarinnar: 1. Endurskoðun reikningsskila embætta, ríkisstofnana og sjóða í vörslu ríkisins, 2. Umsjón og eftirlit með endurskoðun á reikningsskilum ríkisstofnana, þeg- ar endurskoðendur þeirra eru skip- aðir eða kosnir skv. sérstökum lögum. 3. Eftirlit með opinberum sjóðum, skv. lögum nr. 20 frá 1964. 4. Eftirlit með rekstri ríkisstofnana lög- um skv., sbr. 2. kafla laga nr. 61/1931 og '82. grein laga nr. 52/1966. Evrst eftir að Island fékk heimastjórn, og síðan sjálfstæði að nýju árið 1918, var endurskoðun reikninga ríkisins ekki mjög umfangsmikil. Var henni þá fyrst sinnt af starfsmönnum III. :;krifstofu og síðan fjármálaráðuneytinu. Eftir því sem um- svif ríkisins jukust, varð endurskoðunin viðameiri og þurfti til hennar æ fleiri menn. I sögu Stjórnarráðs íslands eftir Agn- ar Klemenz Jónsson, sem út kom árið 1969, er þess getið, að til endurskoðunar- starfanna hafi einkum valist fyrrverandi sýslumenn og prestar. Er þess jafnframt getið, að þessir menn hafi haft nægan tíma til að sinna þessum störfum. Með lögum nr. 61/1931, var endur- skoðun ríkisins sett í eina deild — endur- skoðunardeild fjármálaráðuneytisins. For- stöðumaður deildarinnar var nefndur aðalendurskoðandi ríkisins, stóð hann beint undir fjármálaráðherra. Má segja, að þar með hafi endurskoðun ríkisins verið gerð að sérstakri stjórnardeild, með sömu stöðu og ráðuneyti. Þessi skipan er svo fest með lögunum um Stjórnarráð Is- lands frá 1969, sem áður var getið. Þar er kveðið svo á, að ríkisendurskoðunin sé sérstök stjórnardeild, sem önnur ráðu- neyti. I þeim lögum er einnig fest nafn- ið ríkisendurskoðandi á forstöðumanni rík- isendurskoðunarinnar. Þeir menn sem veitt hafa ríkisendur- skoðuninni, sem sérstakri stjórnardeild, forstöðu, eru: Jón Guðmundsson, frá 1931 til 1943, Björn E. Árnason, frá 1943 til 1949, Einar Bjarnason, frá 1949 til 1969, undirritaður frá 1969. Eins og að líkum lætur, hafa störf rík- isendurskoðunarinnar aukist með aukn- um umsvifum ríkisins á öllum sviðum. Daglegum störfum ríkisendurskoðunar- innar er í dag stjórnað af skrifstofustjóra og fjórum deildarstjórum. Skrifstofustjór- inn og einn deildarstjóranna hafa með höndum það, sem við nefnum almenna endurskoðun, einn deildarstjóranna stjórn- ar þeirri deild, er nefnist embættaeftirlit, þriðji deildarstjórinn stjórnar tollendur- skoðuninni, fjórði deildarstjórinn sinnir aðallega tölvumálum. I ríkisendurskoðun starfa nú 36 manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.