Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 18

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 18
kostnaður má vera hjá hverjum ein- stökum atvinnurekanda. Til þess að geta framkvæmt slíkt mat þurfa skattastarfsmenn að hafa til að bera ítarlega þekkingu á rekstri í viðkom- andi atvinnugrein sem eru margar og viðmiðunartölur um það hver sé eðlilegur og hæfilegur bifreiðakostn- aður i rekstri af ákveðnu tagi. Á smærri skattstofum er þetta mat mjög vandasamt og mjög erfitt, t.d. í tilvikum þar sem aðeins eitt eða tvö fyrirtæki af sömu atvinnugrein eru í skattumdæminu. Kemur til á- lita að breyta umfjöllun um skatt- framtöl atvinnurekstraraðila, þannig að einn aðili hafi á hendi umfjöllun um atvinnurekstur allra atvinnurek- enda í sömu atvinnugrein til þess að geta borið saman einstaka tekna- og gjaldaliði í framtölum aðilanna og leitast við að gera sér grein fyr- ir því hvað séu hóflegir rekstrarliðir hjá hverjum einstökum atvinnurek- anda. Fyrir utan hina eiginlegu at- vinnurekcndur, sem skattyfirvöld þurfa að fjalla um og hafa aðhald og eftirlit með, t.d. í tveimur fyrst nefndu flokkunum, koma einnig aðr- ir aðilar sem skattyfirvöld hafa lítið sem ekkert með að gera og þar á ég við opinberu aðilana. Skattyfirvöld eru í veikri aðstöðu til þess að meta réttmæti akstursgreiðslna frá opin- berum aðilum til starfsmanna og reynir þá á réttsýni og eftirlit opin- beru aðilanna sjálfra að þessu leyti. Er ástæða til þess að beina því til að- ila sem um þessi mál fjalla og hafa eftirlit með greiðslum sem talist gætu hlunnindi hjá opinberum starfs- mönnum að slíkt eftirlit verði vand- að eftir því sem frekast er kostur á því að það léttir störf skattstofa. Auk opinberra aðila, sem skattyfirvöld fjalla ekki um að þessu leyti, koma einnig til erlendir aðilar eða sjálf- stæðir íslenskir aðilar sem ekki eru undir íslensk skattyfirvöld sett nema þá í mjög takmörkuðum mæli. Má hugsa sér að á Islandi starfi fyrir- tæki sem hefur með höndum um- fangsmikinn atvinnurekstur og marga menn í vinnu og það sé af kjara- ástæðum greiðugt við starfsmenn með að borga óhæfilega stóran hluta af launum þeirra í formi endur- gjalds fyrir afnot af bifreiðum. Þetta gæti átt við allmarga aðila, t.d. bankastofnanir, íslenska álfélagið að því er ég hygg, einnig erlenda aðila, svo sem á Keflavíkurflugvelli, og fleiri gætu verið í þessari aðstöðu. Er æskilegt, að skattaleg staða ann- arra aðila en opinberra, sem fylgst er með af stjórnvöldum, sé sem líkust og frávik sem fæst. Ef vel tekst til um umfjöllun aðila í fyrstu flokkunum og ekki koma upp sérstök vandamál í sambandi við op- inbera aðila og mál leysast vel varð- andi aðila sem íslensk skattyfirvöld hafa ekki nú vfir að segja má telja líkindi til að eftirleikurinn verði auðveldari en annars yrði í sambandi við launþegana. Sem sagt, þegar fyr- ir liggur gott mat á réttmætum út- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.