Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 27

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 27
Geir Geirsson, lögg. endurskoðandi Fundur norræna endurskoðendasambandsins í Reykjavík Um mánaðamótin júlí-ágúst s.l. var haldinn í Reykjavík hinn árlegi fulltrúa- fundur Norræna endurskoðendasam- bandsins. Fundinn sátu átján fulltrúar frá Norðurlöndunum fimm. Fulltrúar Félags löggiltra endurskoðenda voru Atli Hauks- son, Geir Geirsson og Sveinn Jónsson. Fundurinn var haldinn að Hótel Holti föstudaginn 1. ágúst og laugardaginn 2. ágúst. Meðan íundir stóðu var farið með konur þátttakenda í kynnisferðir um Reykjavík og nágrenni. Að kvöldi laugar- dags var haldið lokahóf fundarins að Hótel Sögu en daginn eftir flogið til Vestmannaeyja og skoðaðar afleiðingar jarðeldanna á Heimaey og uppbygging staðarins. Rómuðu hinir norrænu gestir mjög móttökurnar á fslandi og skipulagn- ingu fundarins en undirbúningur undir hann hvíldi að langmestu leyti á for- manni FLE, Atla Haukssyni. Að venju lágu fyrir fundinum skrifleg- ar skýrslur frá meðlimafélögunum um það helsta, sem gerst liafði eða væri að þróast á starfs- og áhugasviði endurskoð- enda í hverju landi fyrir sig. Varðandi norrænu hlutafélagalögin kom fram, að búist er við að þau taki gildi í Sviþjóð og Noregi í ársbyrjun 1977 og í Finnlandi sennilega ári síðar. Lögin eru þegar í gildi í Danmörku. íslenska frumvarpsupp- kastið mun vera til athugunar í viðskipta- ráðuneytinu en ekki er ennþá ljóst hve- nær það verður lagt fyrir Alþingi. A fundinum var kynnt nýtt tímarit, sem sænska félagið hóf að gefa út á ár- inu. Einnig kynntu íslensku fulltrúarnir tímarit Félags löggiltra endurskoðenda en l^að hafði ekki áður verið gert. Fram kom að víða er unnið að nýjum samskiptareglum endurskoðenda. Norskir endurskoðendur hafa samþykkt frumvarp að nýjum samskiptareglum og í danska fé- lagsmannablaðinu voru í sumar kynntar fyrirhugaðar breytingar á þeirra reglum. í Svíþjóð er einnig unnið að þessu sama. Á fundinum skýrðu finnsku fulltrúarn- ir frá breytingu á lögum um löggilta end- urskoðendur í Finnlandi þess efnis að lög- gilding félli niður við sjötíu ára aldur hins löggilta endurskoðanda. Ætlað er að þessi skerðing starfsréttinda vegna aldurs komi til með að ná til fleiri starfsstétta t.d. mál- færslumanna o.fl. Ekki vissu fundarmenn til þess að svipaðar ráðstafanir væru nokkurs staðar í undirbúningi í öðrum löndum. Norðurlöndin hafa samstarf sín á milli að því er varðar þátttöku í Evrópusam- bandi endurskoðenda, UEC. Þau eiga sameiginlega fulltrúa í framkvæmda- stjórn UEC og hefur Carl-Henrik Witt frá Svíþjóð gegnt því starfi undanfarið. Carl-Henrik Witt mætti á fundinum í Reykjavik og gerði þar grein fyrir starfi UEC. Evrópusambandið rekur skrifstofu í Múnchen i Þýzkalandi, gefur út tíma- rit og heldur fundi og ráðstefnur, svo sem ráðstefnuna í Belgrad á þessu hausti. Þá starfa 10 fastanefndir á vegum UEC um hin margvíslegustu málefni. Þess má geta að nefndin sem fjallar um endurskoðun hefur nýlega látið frá sér fara tvö „state- ment“ annað um „The Audit Report“ og hitt um „The Use of Another Auditor’s Work“. Carl-Henrik Witt var á síðasta fulltrúa- fundi UEC kjörinn forseti þess og lá nú 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.