Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 15
og upplýsingavarðveislu um marga
aðra aðila. Koma þá í hug sérstak-
lega úrræði í sambandi við löggild-
ingu útkalla á bifreiðastöðvum,
skráningu af gjaldmælum, ökumæl-
um og jafnvel ökuritum og varðveisla
gagna í sambandi við það. Væri æski-
legt að slík skráning væri unnin af
opinberum aðilum. Er eðlilegt að
tengja upplýsingaöflun til tekjuskatts
annarri upplýsingaöflun til gjaldtöku
af bifreiðum, svo sem þungaskatti eða
öðrum gjöldum. Ekki er óeðlilegt
að möguleikar yfirvalda séu til a.m.k.
tvenns konar traustra upplýsinga um
tekjuöflun og eða notkun bifreiða ef
þess er nokkur kostur. Sérstaklega
skal þó tekið fram að kröfur um
eiginlega færslu fjárhaldsbókhalds
verða að vera takmarkaðar að því
leyti sem varðar menn sem ekki eru
daglega við færslu á slíku bókhaldi.
Þannig verður að halda kröfum um
bókhaldsfærslu leigubílstjóra, vörubíl-
stjóra og sendibílstjóra innan hæfi-
legra marka og leitast frekar við að
útbúa i þeirra hendur sérstök gögn
sem auðvelda þeim færslur og varð-
veislu upplýsinga um rekstur bifreiða
þeirra. Varðveisla framangreindra
upplýsinga verður að vera góð og
það er æskilegt að öðru jöfnu að op-
inberir aðilar hafi minnsta kosti með
höndum verulegan hluta af upplýs-
ingaöfluninni og upplýsingavarðveisl-
unni.
Meginatriði upplýsingaöflunar um
rekstur bifreiða hlýtur að miðast að
öflun upplýsinga um tekjur af þeim.
Þó þarf að tryggja betur en nú er
gert áreiðanleik gagna um rekstrar-
gjöld, til dæmis með kassastimplun
fjárhæðar á reikninga og nánari regl-
um um gerð sölureikninga svo að síð-
ur sé unnt að nota reikning tilheyr-
andi bifreið til gjaldfærslu vegna
reksturs annarrar. Atriði sem varða
áreiðanleik gjaldfærslugagna bifreiða
eiga almennt við um gjaldfærslu-
gögn. Vegna tíðum óvandaðra að-
ferða við gerð þeirra eru möguleikar
oft miklir til misnotkunar á sölu-
reikningum bæði gagnvart skatyftir-
völdum og öðrum.
Þá er einnig mikilsvert að telja
verður brot gegn ákvæðum um
upplýsingaöflun sem sjálfstæð rétt-
arbrot þótt ekki liggi fyrir gögn um
brot á skattalögum. Ber að refsa fyr-
ir ef menn hlíta ekki þeim reglum
að afla upplýsinga um sinn eiginn
rekstur og sinni menn ekki áminn-
ingum þá ættu slík brot að geta varð-
að missi atvinnuleyfis.
Ljóst er að á þessu sviði þarf margt
að gera en þó fyrst ítarlega ahtugun
á málinu á breiðum grundvelli. Er
sennilegt að gera þurfi nokkrar breyt-
ingar á lögum.
B. Aðgangur skattyfirvalda
að upplýsingum
Ekki er nóg að upplýsingar sam-
kvæmt A-lið séu fyrir hendi einnig
þurfa til að koma ótvíræðar heimild-
ir skattyfirvalda til að fá þessar upp-
lýsingar og fá þær í hentugu og að-
gengilegu formi. Þó má ekki gera