Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 9

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 9
manni. Eftir svörum forstöðumannsins og eðli athugasemdanna fer svo hvort úr- skurðað er um þær, eða að svörin gefa fullnægjandi skvringar. Vegna þeirra, sem ekki þekkja til, vil ég gefa þá skýringu á úrskurðum ríkisendur- skoðunarinnar, að þeir geta t.d. verið á þá leið að athugasemd hafi þegar verið fullnægt, að athugasemdin sé til eftir- breytni, svo og að forstöðumanni er gerð ábyrgðargreiðsla í ríkissjóð. Er það eink- um í þeim tilfellum sem stofnað hefur verið til útgjalda, sem fara í bága við reglur ríkisins. Reynt hefur verið að koma starfinu þannig fyrir, að endurskoðunin væri ekki langt á eftir. Það er oftast lítils virði og nær eingöngu tímasóun að vera að fara i gegnum margra ára gömul reiknings- skil og fylgiskjöl. Þó nokkuð hefur orðið ágengt í þessu efni í þá átt, að reikning- ar séu endurskoðaðir, áður en þeir eru greiddir. M. a. eru allar útgreiðslur hjá ríkisféhirði endurskoðaðar, áður en þær eiga sér stað. í sumum stórum ríkisstofn- unum er viðhöfð „dagleg endurskoðun“, er þá endurskoðun ársins lokið um leið og ársreikningarnir eru tilbúnir. Það er það fyrirkomulag, sem æskilegt væri að koma á hjá öllum stærri ríkisstofnunum. Miklar vonir eru bundnar við að það takist og þá ekki síst þegar þær hafa tekið upp tölvu- bókhald, en það er nú að aukast í góðu samstarfi ríkisbókhalds og ríkisendurskoð- unar. Góður ásetningur er alltaf mikils virði. Eins og að framan segir, þá er stefnt að því að koma á eins mikilli fyrirfram og samtíma endurskoðun og hægt er. En því miður ráðum við ekki alltaf ferðinni, upp koma tímafrek mál, sem þarf að skoða sérstaklega. Oftast eru það mál, sem þurfa að fara til dómstólanna til með- ferðar, einnig eru það mál, sem leiða af nýjum lagasetningum, t.d. voru fyrir nokkrum árum sett lög um breytingar á almannatryggingalögunum, sem höfðu það meðal annars í för með sér, að nú eru öll sjúkrasamlög landsins endurskoðuð í ríkisendurskoðuninni. Að vísu fækkaði þeim um leið úr 244 í 36, en áður en hægt var að bvrja á réttum grunni, varð að endurskoða síðustu reikningsskil allra samlaganna. Sérstaklega var þetta mik- ilvægt vegna þess að eignum og eða skuldum gömlu samlaganna var þá skipt milli ríkissjóðs og viðkomandi sveitarfé- laga. Ríkisendurskoðunin þurfti að leið- rétta um 95% reikningsskilanna. Þessa er getið til að skýra, að ýmislegt verður til þess að setja úr skorðum vinnu- og tímaáætlanir. í áðurnefndum lögum frá 1931 er þess getið, að eitt hlutverk ríkisendurskoðun- arinnar sé „að gæta þess að fulls spam- aðar og hagsýnis sé gætt við rekstur þann er reikningarnir hljóða um“. Þetta hlut- verk er erfitt að rækja fyrir stofnun, sem fær ekki vitneskju um hlutina fyrr en eftir á. Til þess að gera þessu einhver skil eru í fyrsta lagi gerðar athugasemdir og 1 öðru lagi em yfirskoðunarmönnum rík- isreiknings gefnar skýrslur um þau atriði, sem betur mætti fara, að dómi ríkisend- urskoðunarinnar. Hefur það oft orðið til að koma af stað umræðum um málin og 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.