Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 21

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 21
Frá endurskoðunarnefnd U.E.C. Vinnupappírar endurskoðenda (uppkast) Stefán Svavarsson, B. Sc., lögg. endurskoðandi, þýddi Skilgreining: 1. Vinnupappírar ná yfir öll þau skjöl, sem endurskoðandi annaðhvort útbýr eða aflar sér, og þeir eru heimild fyr- ir þeim upplýsingum, sem hann notar við endurskoðun sína og fyrir þeim ákvörðunum, sem álit hans er byggt á. Tilgangur: 2. Tilgangur vinnupappíra er: a) að auðvelda endurskoðanda vinnu hans, og einkum að tryggja, að endurskoðunin sé réttilega skipu- lögð og hafi náð yfir öll svið þess ársreiknings, sem hann verður að láta í ljósi álit sitt á. b) að vera sönnunargagn fyrir þeirri endurskoðunarvinnu, sem fram- kvæmd var og á hvern hátt endur- skoðandinn komst að niðurstöðu sinni. c) að auðvelda, að óháður og hæfur maður geti farið yfir þá vinnu, sem framkvæmd var. Skipulag og innihald: 3. Það er ekki raunhæft að mæla sér- staklega með ákveðnu skipulagi og innihaldi vinnupappira endurskoð- enda. Það, sem helzt ber að taka mið af er, að skipulag og innihald leyfi, að þeim tilgangi, sem lýst var í málsgrein nr. 2, verði náð. Ef lengri tegund endurskoðunarskýrslu (long- form report) er samin, getur hún ásamt vinnupappírum náð þeim til- gangi. 4. Það á að koma greinilega fram í vinnupappírum, nema augljóst sé af innihaldi þeirra, hvers vegna þeir voru útbúnir, árangur þeirrar vinnu, sem framkvæmd var og niðurstöður hennar. Vinnupappíra á eingöngu að útbúa þar sem þess er þörf og ber að líta á þá, sem leið að markmiði en ekki markmið í sjálfu sér. Þar sem það er mögulegt og rétt á endurskoð- andi að nota vinnupappíra, sem út- búnir voru af viðskiptavini hans. Það á að vera einkenni allra vinnu- pappira, að þeir séu með nægilegum tilvisunum til þess að auðvelda les- anda að sjá hvaðan upplýsingarnar komu. 5. Það er venja að skipta vinnupappír- um endurskoðenda í tvo flokka ann- arsvegar þá, sem eru um endurskoð- un þess ársreiknings, sem er til at- hugunar og hinsvegar þá, sem hafa að geyma upplýsingar, sem skipta máli vegna endurskoðunar síðar. Hin- ir fyrrnefndu myndu vera í skamm- tímavörslu (Current audit file) en hinir síðarnefndu í langtímavörslu (Permanent audit file). Dæmi um vinnupappíra eru í málsgrein 6 og 7, en það skal undirstrikað, að sá listi er hvorki endilega tæmandi né við- eigandi í öllum tilvikum. Vinnupappírar í langtímavörslu (Permanent audit file) 6. Upplýsingar, sem hafa sífellt gildi og skipta máli vegna seinni endurskoð- unar á að geyma í langtímavörslu. Slík varsla gæti t.d. innihaldið eftir- farandi: a) eintak af stofnsamningi og sam- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.