Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 21

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 21
Frá endurskoðunarnefnd U.E.C. Vinnupappírar endurskoðenda (uppkast) Stefán Svavarsson, B. Sc., lögg. endurskoðandi, þýddi Skilgreining: 1. Vinnupappírar ná yfir öll þau skjöl, sem endurskoðandi annaðhvort útbýr eða aflar sér, og þeir eru heimild fyr- ir þeim upplýsingum, sem hann notar við endurskoðun sína og fyrir þeim ákvörðunum, sem álit hans er byggt á. Tilgangur: 2. Tilgangur vinnupappíra er: a) að auðvelda endurskoðanda vinnu hans, og einkum að tryggja, að endurskoðunin sé réttilega skipu- lögð og hafi náð yfir öll svið þess ársreiknings, sem hann verður að láta í ljósi álit sitt á. b) að vera sönnunargagn fyrir þeirri endurskoðunarvinnu, sem fram- kvæmd var og á hvern hátt endur- skoðandinn komst að niðurstöðu sinni. c) að auðvelda, að óháður og hæfur maður geti farið yfir þá vinnu, sem framkvæmd var. Skipulag og innihald: 3. Það er ekki raunhæft að mæla sér- staklega með ákveðnu skipulagi og innihaldi vinnupappira endurskoð- enda. Það, sem helzt ber að taka mið af er, að skipulag og innihald leyfi, að þeim tilgangi, sem lýst var í málsgrein nr. 2, verði náð. Ef lengri tegund endurskoðunarskýrslu (long- form report) er samin, getur hún ásamt vinnupappírum náð þeim til- gangi. 4. Það á að koma greinilega fram í vinnupappírum, nema augljóst sé af innihaldi þeirra, hvers vegna þeir voru útbúnir, árangur þeirrar vinnu, sem framkvæmd var og niðurstöður hennar. Vinnupappíra á eingöngu að útbúa þar sem þess er þörf og ber að líta á þá, sem leið að markmiði en ekki markmið í sjálfu sér. Þar sem það er mögulegt og rétt á endurskoð- andi að nota vinnupappíra, sem út- búnir voru af viðskiptavini hans. Það á að vera einkenni allra vinnu- pappira, að þeir séu með nægilegum tilvisunum til þess að auðvelda les- anda að sjá hvaðan upplýsingarnar komu. 5. Það er venja að skipta vinnupappír- um endurskoðenda í tvo flokka ann- arsvegar þá, sem eru um endurskoð- un þess ársreiknings, sem er til at- hugunar og hinsvegar þá, sem hafa að geyma upplýsingar, sem skipta máli vegna endurskoðunar síðar. Hin- ir fyrrnefndu myndu vera í skamm- tímavörslu (Current audit file) en hinir síðarnefndu í langtímavörslu (Permanent audit file). Dæmi um vinnupappíra eru í málsgrein 6 og 7, en það skal undirstrikað, að sá listi er hvorki endilega tæmandi né við- eigandi í öllum tilvikum. Vinnupappírar í langtímavörslu (Permanent audit file) 6. Upplýsingar, sem hafa sífellt gildi og skipta máli vegna seinni endurskoð- unar á að geyma í langtímavörslu. Slík varsla gæti t.d. innihaldið eftir- farandi: a) eintak af stofnsamningi og sam- 19

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.