Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 13

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 13
skattlagningu bifreiðareksturs en hún er samin sem álitsgerð og hefur ekki réttarlegt gildi auk þess sem hún fjallar ekki nema um hluta af þeim atriðum sem varða skattlagningu bif- reiðareksturs. Engu að síður má gera ráð fyrir að áiitsgerðin hafi haft tals- verð áhrif og reglur skattyfirvalda um skattlagningu bifreiðareksturs hafi í verulegum atriðum verið byggðar á niðurstöðum greinarinnar. 4. Allmörg eyðuhlöð hafa verið prentuð fvrir skattstofur sem varða bifreiða- rekstur. Þar er spurt um ýmis atriði rekstrarbókhaldslegs eðlis, svo sem eyðslu ökutækja, aksturslengd og fleira af þessu tagi. Upplýsingar sem nauðsynlegar eru skattyfirvöldum til að ná tökum á viðfangsefninu. Það er athugandi að gögn frá skattstofun- um eru talsvert mismunandi að gerð. 5. Hagsýslustofnun fjármálaráðuneytis- ins hefur látið bifreiðarekstrarútgjöld ríkisins til sín taka síðan sú stofnun hóf starfsemi. Sett hefur verið reglu- gerð um bifreiðamál ríkisins sem er nr. 6 1970 og gerð hafa verið eyðu- blöð, meðal annars fyrir umsóknar um akstursgreiðslu þar sem greint er frá atriðum sem þar þurfa fram að koma og eins eyðublöð fyrir samn- inga milli ríkisstofnunar og starfs- manns um notkun bifreiðar starfs- mannsins í þágu ríkisstofnunarinnar. 6. Félag ísl. bifreiðaeigenda hefur tekið saman rekstrarkostnað bifreiða miðað við ákveðnar forsendur og gert áætl- anir um þennan rekstrarkostnað mið- að við ýmis tímamörk. Athyglis- vert er hversu hár þessi rekstrarkostn- aður er miðað við það sem almennt er talið, að minnsta kosti í skattframtöl- um. Það kemur t.d. fram hjá F.Í.B. að rekstrarkostnaður Volkswagenbif- reiðar á árinu 1971 var álitinn vera kr. 104.850 þegar með voru taldar af- skriftir og beinn kostnaður en þó ekki vextir. Hinn 3. desember 1975 var árskostnaður orðinn kr. 453.949. Þá áætlaði F.Í.B. að árlegur rekstrar- kostnaður Rangeroverbifreiðar með afskriftum væri, miðað við verðlag í desember 1975, kr. 989.115, og voru þá ekki taldir vextir sem taldir voru kr. 163.748 á ári. Af tölum Félags ísl- bifreiðaeigenda sést að rekstur bif- reiða er ákaflega kostnaðarsamur og einkaafnot sem skattyfirvöld hafa reiknað mönnum, oft 50 eða 60 þús. kr. stundum 100 eða 150 þús. kr., eitt- hvað þar um bil, verða að teljast lág miðað við tölur F.Í.B. Dómar íslenskra dómstóla um skattlagningu bifreiðareksturs eru fáir og engir frá Hæstarétti sem ég man eftir. Hæst ber nú tvo úrskurði Fógetaréttar Kópavogs frá árinu 1975 þar sem hrundið var áætlun skattyf- irvalda um tekjur af bifreiðaakstri. Mun þeim málum hafa verið skotið til Hæstaréttar. Athyglisverðast er, þegar litið er yfir greind gögn um rekstur bifreiða, hversu gögnin eru takmörkuð á marg- an veg. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.