Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Síða 27

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Síða 27
Geir Geirsson, lögg. endurskoðandi Fundur norræna endurskoðendasambandsins í Reykjavík Um mánaðamótin júlí-ágúst s.l. var haldinn í Reykjavík hinn árlegi fulltrúa- fundur Norræna endurskoðendasam- bandsins. Fundinn sátu átján fulltrúar frá Norðurlöndunum fimm. Fulltrúar Félags löggiltra endurskoðenda voru Atli Hauks- son, Geir Geirsson og Sveinn Jónsson. Fundurinn var haldinn að Hótel Holti föstudaginn 1. ágúst og laugardaginn 2. ágúst. Meðan íundir stóðu var farið með konur þátttakenda í kynnisferðir um Reykjavík og nágrenni. Að kvöldi laugar- dags var haldið lokahóf fundarins að Hótel Sögu en daginn eftir flogið til Vestmannaeyja og skoðaðar afleiðingar jarðeldanna á Heimaey og uppbygging staðarins. Rómuðu hinir norrænu gestir mjög móttökurnar á fslandi og skipulagn- ingu fundarins en undirbúningur undir hann hvíldi að langmestu leyti á for- manni FLE, Atla Haukssyni. Að venju lágu fyrir fundinum skrifleg- ar skýrslur frá meðlimafélögunum um það helsta, sem gerst liafði eða væri að þróast á starfs- og áhugasviði endurskoð- enda í hverju landi fyrir sig. Varðandi norrænu hlutafélagalögin kom fram, að búist er við að þau taki gildi í Sviþjóð og Noregi í ársbyrjun 1977 og í Finnlandi sennilega ári síðar. Lögin eru þegar í gildi í Danmörku. íslenska frumvarpsupp- kastið mun vera til athugunar í viðskipta- ráðuneytinu en ekki er ennþá ljóst hve- nær það verður lagt fyrir Alþingi. A fundinum var kynnt nýtt tímarit, sem sænska félagið hóf að gefa út á ár- inu. Einnig kynntu íslensku fulltrúarnir tímarit Félags löggiltra endurskoðenda en l^að hafði ekki áður verið gert. Fram kom að víða er unnið að nýjum samskiptareglum endurskoðenda. Norskir endurskoðendur hafa samþykkt frumvarp að nýjum samskiptareglum og í danska fé- lagsmannablaðinu voru í sumar kynntar fyrirhugaðar breytingar á þeirra reglum. í Svíþjóð er einnig unnið að þessu sama. Á fundinum skýrðu finnsku fulltrúarn- ir frá breytingu á lögum um löggilta end- urskoðendur í Finnlandi þess efnis að lög- gilding félli niður við sjötíu ára aldur hins löggilta endurskoðanda. Ætlað er að þessi skerðing starfsréttinda vegna aldurs komi til með að ná til fleiri starfsstétta t.d. mál- færslumanna o.fl. Ekki vissu fundarmenn til þess að svipaðar ráðstafanir væru nokkurs staðar í undirbúningi í öðrum löndum. Norðurlöndin hafa samstarf sín á milli að því er varðar þátttöku í Evrópusam- bandi endurskoðenda, UEC. Þau eiga sameiginlega fulltrúa í framkvæmda- stjórn UEC og hefur Carl-Henrik Witt frá Svíþjóð gegnt því starfi undanfarið. Carl-Henrik Witt mætti á fundinum í Reykjavik og gerði þar grein fyrir starfi UEC. Evrópusambandið rekur skrifstofu í Múnchen i Þýzkalandi, gefur út tíma- rit og heldur fundi og ráðstefnur, svo sem ráðstefnuna í Belgrad á þessu hausti. Þá starfa 10 fastanefndir á vegum UEC um hin margvíslegustu málefni. Þess má geta að nefndin sem fjallar um endurskoðun hefur nýlega látið frá sér fara tvö „state- ment“ annað um „The Audit Report“ og hitt um „The Use of Another Auditor’s Work“. Carl-Henrik Witt var á síðasta fulltrúa- fundi UEC kjörinn forseti þess og lá nú 25

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.