Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 18

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 18
kostnaður má vera hjá hverjum ein- stökum atvinnurekanda. Til þess að geta framkvæmt slíkt mat þurfa skattastarfsmenn að hafa til að bera ítarlega þekkingu á rekstri í viðkom- andi atvinnugrein sem eru margar og viðmiðunartölur um það hver sé eðlilegur og hæfilegur bifreiðakostn- aður i rekstri af ákveðnu tagi. Á smærri skattstofum er þetta mat mjög vandasamt og mjög erfitt, t.d. í tilvikum þar sem aðeins eitt eða tvö fyrirtæki af sömu atvinnugrein eru í skattumdæminu. Kemur til á- lita að breyta umfjöllun um skatt- framtöl atvinnurekstraraðila, þannig að einn aðili hafi á hendi umfjöllun um atvinnurekstur allra atvinnurek- enda í sömu atvinnugrein til þess að geta borið saman einstaka tekna- og gjaldaliði í framtölum aðilanna og leitast við að gera sér grein fyr- ir því hvað séu hóflegir rekstrarliðir hjá hverjum einstökum atvinnurek- anda. Fyrir utan hina eiginlegu at- vinnurekcndur, sem skattyfirvöld þurfa að fjalla um og hafa aðhald og eftirlit með, t.d. í tveimur fyrst nefndu flokkunum, koma einnig aðr- ir aðilar sem skattyfirvöld hafa lítið sem ekkert með að gera og þar á ég við opinberu aðilana. Skattyfirvöld eru í veikri aðstöðu til þess að meta réttmæti akstursgreiðslna frá opin- berum aðilum til starfsmanna og reynir þá á réttsýni og eftirlit opin- beru aðilanna sjálfra að þessu leyti. Er ástæða til þess að beina því til að- ila sem um þessi mál fjalla og hafa eftirlit með greiðslum sem talist gætu hlunnindi hjá opinberum starfs- mönnum að slíkt eftirlit verði vand- að eftir því sem frekast er kostur á því að það léttir störf skattstofa. Auk opinberra aðila, sem skattyfirvöld fjalla ekki um að þessu leyti, koma einnig til erlendir aðilar eða sjálf- stæðir íslenskir aðilar sem ekki eru undir íslensk skattyfirvöld sett nema þá í mjög takmörkuðum mæli. Má hugsa sér að á Islandi starfi fyrir- tæki sem hefur með höndum um- fangsmikinn atvinnurekstur og marga menn í vinnu og það sé af kjara- ástæðum greiðugt við starfsmenn með að borga óhæfilega stóran hluta af launum þeirra í formi endur- gjalds fyrir afnot af bifreiðum. Þetta gæti átt við allmarga aðila, t.d. bankastofnanir, íslenska álfélagið að því er ég hygg, einnig erlenda aðila, svo sem á Keflavíkurflugvelli, og fleiri gætu verið í þessari aðstöðu. Er æskilegt, að skattaleg staða ann- arra aðila en opinberra, sem fylgst er með af stjórnvöldum, sé sem líkust og frávik sem fæst. Ef vel tekst til um umfjöllun aðila í fyrstu flokkunum og ekki koma upp sérstök vandamál í sambandi við op- inbera aðila og mál leysast vel varð- andi aðila sem íslensk skattyfirvöld hafa ekki nú vfir að segja má telja líkindi til að eftirleikurinn verði auðveldari en annars yrði í sambandi við launþegana. Sem sagt, þegar fyr- ir liggur gott mat á réttmætum út- 16

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.