Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 12

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 12
sérstakan lið í rekstarreikningi samstæðu fyrir ofan línuna hagnað ársins, en eftir skatta ársins. Reikningsskilanefnd á vegum lögggiltra endurskoðenda í Kanada lagði til eftirfarandi varðandi hlutdeild minnihluta: „Hlutdeild minnihluta í eigin fé skal sýna sérstaklega í samstæðuársreikningi og ef um forréttindab- réf er að ræða skal greina frá hlutdeild minnihluta í þeim. Hlutdeild minnihluta í hagnaði eða tapi ársins skal sýna sem sérstakan lið í rekstrar- reikningi". Ef móðurfélag selur hluta af hlutafjáreign sinni í dótturfélagi og söluverðið er ekki hið sama og bókfært verð, er venjan sú að meðhöndla mismuninn sem hagnað eða tap samstæðunnar og þ.a.l. að taka tillit til hans í rekstrarreikningi samstæðunnar. Ef dótturfélag gefur út viðbótarhlutafé þá breytist hlutdeild minnihluta nema móðurfé- lagið kaup sama hluta í viðbótarhlutafénu og það á fyrir í félaginu. Á sama hátt getur dótturfélag eignast hluta af áður útgefnu hlutafé og þannig haft áhrif á hlutdeild minnihluta. Þegar félag eignast meirihluta í öðru félagi og greiðir meira eða minna fyrir þá fjárfest- ingu en sem nemur bókfærðu verði, verður það félag sem fjárfesti að fást við það vandamál hvernig eigi að skipta þeim mis- muni sem er á kostnaðarverði fjárfestingar- innar og hlutdeild félagsins í bókfærðu eigin fé dótturfélagsins. Félagið sem fjárfestir ætti að gera sér grein fyrir þeim þáttum sem valda þessum mismun á kostnaðarverði fjárfesting- arinnar og bókfærðu eigin fé og dreifa mismuninum á viðkomandi liði og færa afgang síðan á viðskiptavild (goodwill). Hlut- deild minnihluta í eigin fé dótturfélagsins er áfram færð sem sama upphæð en sú fjárhæð sem móðurfélagið greiðir fyrir sinn hluta hefur ekki áhrif á hlutdeild minnihluta. Hlutdeild minnihluta í tapi er færð til lækkunar á hlutdeild hans í eigin fé í sam- stæðureikningsskilum. Þegar hlutdeild minni- hluta í uppsöfnuðum töpum er orðin jöfn hlutdeild hans í eigin fé er venjan sú að hætta að færa upp hlutdeild minnihluta í frekari töpum. Venjulega er ekki hægt að krefjast þess að minnihluti hluthafa leggi fram meira fjármagn til rekstursins, þannig að færa ber frekari töp að öllu leyti á hlutdeild meirihluta. Samkvæmt bandarískum reikningsskila- venjum hefur hlutdeild minnihluta ekki áhrif á þá upphæð hagnaðar af milliviðskiptum sem felld er niður í samstæðureikningsskilum Það að fella niður allan hagnað af millivið- skiptum í samstæðureikningsskilum er í sam- ræmi við þá staðhæfingu að samstæðureikn- ingsksil sýni fjárhagslega stöðu og rekstrar- árangur einnar rekstrareiningar. Niðurfell- ingu hagnaðar af milliviðskiptum má síðan skipta hlutfallslega milli meirihluta og minnihluta í félaginu. 1.5. Niðurfelling milliviðskipta (intercom- pany eliminations): Samstæðureikningsskil eru gerð á grund- velli þeirra staðhæfingar að þau lýsi fárhags- legri stöðu og rekstarárangri einnar efnahags- legrar einingar og þess vegna beri að fella niður fjárfestingar milli félaga í samstæðu, viðskiptastöðu, sölu og öll önnur viðskipti. Hagnaður eða tap af milliviðskiptum með fastafjármuni sem ennþá eru í eigu samstæð- unnar skal einnig fella niður. Ef skattar hafa verið greiddir eða reiknaðir upp af hagnaði af milliviðskiptum með fastafjármuni sem ennþá eru í eigu samstæðunnar ber að fara með þá sem fyrirframgreidda skatta eða frestaða skattskuld. í nokkrum iðngreinum, sem háðar eru opinberu eftirliti í Bandaríkjunum og Kan- ada, þar sem móður- eða dótturfélag fram- leiðir eða byggir fyrir önnur félög í samstæð- unni er þess ekki krafist að hagnaður af milliviðskiptum sé felldur niður, enda sé hann í samræmi við eðlilega ávöxtun fjár- 10

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.