Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 13
5
samdrætti í neyslu á nýmjólk á hvern einstakling um 1 1/2 %
á ári, á smjöri um rúmlega 1% en aö neysla á ostum vaxi um
tæplega 4% á ári. Samdráttur í neyslu á mjólk og smjöri er
þaö mikill aö þrátt fyrir árlega fólksfjölgun í landinu er
einungis reiknað með aö innlendi markaöurinn fyrir mjólk
og mjólkurvörur vaxi um 1/2% á ári.
Hinsvegar er áætlað að kjötmarkaðurinn vaxi heldur
meir eöa um 1% á ári, sem er tæplega vöxtur er nemur árlegri
fólksfjölgun.
Þessar áætlanir eru geröar meö þeim fyrirvara aö ekki
komi til róttæk breyting á neysluvenjum fólks í landinu,
tekjum fólks eöa verðlagi landbúnaöarafurðanna vegna íhlutun-
ar ríkisvaldsins með niöurgreiöslum eöa breyttum álögum á
rekstrarvöru til landbúnaðarins eða afuröir.
Það er augljóst aö spá sem þessi gefur fyrst og fremst
vísbendingu um framtíðina út frá fortíðinni en getur varla
orðiö óskeikul. Má í því sambandi minna á ófyrirséðar afleiÖ-
ingar af áróðri um breytt mataræöi á kaup af landbúnaöarvörum,
einkum þeim sem eru fituríkar.
Alögur eða tollalækkanir af opinberri hálfu hafa skipt
miklu máli á s.l. 10 árum. Má þar nefna afnám söluskatts af
mjiój,k-og mjólkurvörum en meö því er verð þessara vara lækkuö
í hlutfalli viö almennt vöruverð í landinu. Söluskattur er
enn innheimtur af kjöti svo sem kunnugt er en afnám söluskatts-
ins af því myndi að ööru óbreyttu lækka verðlag þess í hlut-
falli við annaö verðlag. Þaö er rétt aö minna á aö fjöldi vara
sem undanþegnar eru söluskatti hefur aukist undanfarin ár og
,nú er svo komið aö rétt um helmingur verömætis í vörukaupum
til framfærslu er söluskattsskyldur.
Niöurgreiöslur á vöruverði £ landinu skipta all veru-
legu máli fyrir landbúnaðinn í dag en þær hafa á undanförnum
árum eingöngu komiö til lækkunar á verði nautgripaáfuröá,
sauöfjárafurða og kartaflna auk þess sem áburður var greiddur
niður tímabundið. Eftirfarandi tölur sýna árlegar greiðslur úr
ríkissjóði til niðurfærslu á verðlagi í landinu s.l. 10 ár.
Verðgildi þeirra er reiknað til verölags árið 1977 eftir áætl-