Ráðunautafundur - 11.02.1978, Blaðsíða 26
18 -
II Helstujnarkmiö^búnaðarstefna^
Þau markmiö, sem hér verður fjallað um, eru flest
• X)
skilgreind af Borgan
Framleiðslumarkmiðið: Fjallar um það hvað, hve mikið og
hvar á að framleiða búsafurðir. Ræðst annarsvegar af
náttúruaðstæðum og hinsvegar af markaðsaðstæðum. Ríkjandi
sjónarmið (öryggissjónarmiöið) er að landbúnaðinum beri
að fullnægja þörfum þjóöarinnar fyrir þær búsafurðir, sem
unnt er að framleiða í landinu. Sjaldnar heyrist öryggis-
sjónarmiðið túlkað þannig að framleiðslan eigi að byggjast
áð mestu eöa öllu á innlendum rekstrarföngum. Ráði sjálfs-
bjargaróskin stefnunni er hægt að ákvarða æskilegt fram-
leiðslumagn einstakra afuröa með neyslusp?ím. Einnig fara
sumar þjóðir þá leið að móta langtímastefnu í næringar- og
matvælasjálfsbjörg og haga síðan búsafurðaframleiðslunni
þar eftir.
Virkni eða hagræðingarmarkmið: Miða skal að því að kjör-
nýta framleiðsluþættina ( vinnu, land og fjármuni) á
hverjum tíma bæði á hverju einstöku bændabýli og fyrir
landbúnaöinn í heild, þannig megi lækka framleiðslukostn-
aöinn og stuöla að hagvexti í þjóðfélaginu. Forsendan er
að þær búsafurðir, sem fást aukalega við að fullnýta þann
framleiðsluþátt, sem lakast er nýttur, seljist á viðunandi
verði. Ella þarf að fjarlægja þennan framleiðsluþátt úr
landbúnaðinum. Þá verða aðrir atvinnuvegir að geta tekið
við honum og látið hann skila afrakstri.
Tekjumarkmið: Stefnt skal að því að tekjumöguleikar í
landbúnaði skuli vera svipaðir og í öðrum atvinnugreinum.
Matsatriði, sér í lagi þar sem viðurkennt er að tekjur
(eftir að vissu marki er náð) eru ekki einhlýtur mæli-
kvarði á velferð fólks. Rekstrarform landbúnaðarins
(sjálfeignarbúskapur) veldur því að ráðstöfunartekjur
geta veriö minni en "hreinar tekjur af landbúnaðarfram-
taki" sbr. máltækið "bændur lifa fátækir en deyja ríkir".
x!8 sjá Sigmund Borgan: Forelesninger i landbruks-
politik. Vollebekk 1964.