Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 30
22
RAÐUNAUTAFUNDUR 1978
NÝ VIÐHORF í LANDBÚNAÐI I
Gunnar Guðbjartsson
formaður Stéttarsambands bænda
Otdráttur af efni erindis
1. Gerð verður grein fyrir viðhorfum í landbúnaði fyrir
3o árum. Framleiðslumagni, stærð ræktaðs lands,
Bændafjölda, fjölda byggðra jarða, tæknibúnaði o.fl.
2. Dregin verður upp mynd af þeirri breytingu sem orðið
hefur á þessum þáttum frá 1947, ásamt þeirri búsetu-
röskum sem orðið hefur í landinu á þeim tíma og einnig
aukinni notkun fjármagns í landbúnaðarframleiðslunni.
3. Gerð verður grein fyrir breytingu markaðsástands bæði
innanlands og utan.
4. Bent verður á aukna fjölbreytni í matvælaframboði og
breytingu á kröfum neytenda til búvaranna, vinnslu
þeirra og meðferðar í sölu, sem m.a. stendur í
sambandi við aukna útivinnu kvenna.
5. Þá verður vikið að möguleikum landbúnaðarins að laga sig
að þessum breyttu aðstæðum.
6. Einn þáttur þessara breytinga er krafan um minni fitu
í matvælum, kjöti og mjólk. Þá vakna spurningar um
hvort kynbótastefnan sé rétt, þ.e. að vinna að kynbótum
kúa til aukinnar fitu. í mjólk og hvort kynbætur sauðfjár
og eldi þess hafi leitt til aukinnar vöðvasöfnunar eða
aukningar á fitu gagnstætt því sem neytendur krefjast.
Þá verður einnig vikið að því, hvort verðlagskerfið og
greiðslufyrirkomulag búsafurðanna vinni á réttan hátt.
7. Vikið verður að tilrauna og rannsóknarstarfseminni og
tengslum hennar við bændur og aðlögunarhæfni hennar til
að styðja að eðlilegri þróun landbúnaðarins.
8. Komið verður inn á fóðrun, fóðurverkun og möguleika þess
að afla sem mest og búa sem mest að innlendri